Krossnesslaug í Norðurfirði


Það er ótrúlega skemmtilegt að líta við í þessa sundlaug, ekki síst vegna staðsetningar hennar við fjöruborðið. Laugina byggðu heimamenn um miðja síðustu öld og vatnið í henni kemur meðal annars úr heitum hverum.

Fróðleiksmoli: Norðurfjörður er hluti Árneshrepps, fámennasta sveitarfélags landsins. Landsvæðið er þó nokkuð stórt, um 780 km2. Það jafngildir 0,07 einstaklingi á hvern km2.

Nánar um Krossneslaug á www.westfjords.is