Kolugljúfur í Víðidal


Kolugljúfur í Víðidal. Aðeins 5 km frá þjóðveginum er þetta stórbrotna gljúfur. Við gljúfrið er útsýnispallur og þaðan má horfa á Víðidalsá steypast niður í margbrotnum fossum er kallast Kolufossar. Þetta er staður sem er þess virði að staldra við og teygja aðeins úr sér.

Fróðleiksmoli: Vestan megin í gljúfrinu segir sagan að hafi verið rúm tröllkonunnar Kolu. Greina megi syllu í berginu en þaðan teygði Kola sig eftir laxi ofan í kerið undir fossinum og gæddi sér á.

Nánar um Kolugljúfur á www.northiceland.is og www.snerpa.is