Hvítserkur í Húnafirði.


Sérkennilegur 15 metra hár klettur úr blágrýti sem rís eins og skrímsli úr sjónum eða fjörunni, allt eftir sjávarföllum. Ef komið er að Hvítserk í fjöru er hægt að ganga á sandi að klettinum og í kringum hann. Á sömu slóðum, í ósi Sigríðarstaðavatns, er einn besti selaskoðunarstaður landsins. Þar má alla jafna sjá hundruði sela liggja makindarlega í sandinum eða synda í sjónum.

Fróðleiksmoli: Sagan segir að Hvítserkur hafi verið tröll sem bjó norður á Ströndum. Kirkjuklukkurnar í Þingeyraklausturskirkju voru honum ekki að skapi og fór hann því í leiðangur til að mölva þær. Ferðin sóttist ekki betur en svo að hann varð að steini þar sem hann stendur í dag.

Nánar um Hvítserk www.northiceland.is