Hveravellir á hálendi Íslands


Í um 650 metra hæð er þetta einstaka og eitt stærsta jarðhitasvæði landsins. Góðir pallar eru á hverasvæðinu svo hægt er að ganga um, skoða hverina og heyra hljóðin sem nokkrir þeirra gefa frá sér. Einnig eru skemmtilegar gönguleiðir á svæðinu sem eru á flestra færi. Tilvalið er að taka sundfötin með og bregða sér í heitu laugina.

Fróðleiksmoli: Frægasti útilegurmaður Íslands, Fjalla Eyvindur, dvaldist þar um tíma ásamt Höllu konu sinni. Minnisvarði um skötuhjúin var reistur á Hveravöllum sem er mjög táknrænn fyrir líf þeirra, tveir hjartalaga steinar umkringdir rimlum.

Nánar um Hveravelli á ww.northiceland.is