Hraunsvatn í Öxnadal


Flest okkar hafa séð Hraundranga rísa hátt á ferð okkar um dalinn en mun færri hafa séð stöðuvatnið sem leynist undir klettunum. Þarna ólst sjálfur Jónas Hallgrímsson upp og orti svo fallega um, til dæmis ljóðið Ferðalok. Umhverfið sem blasir við þegar upp er komið er líkt og í draumaheimi. Gott er að leggja bílum við Hraun en ótal gönguleiðir eru upp að vatninu (sjá hlekk). 


Fróðleiksmoli: Faðir Jónasar, séra Hallgrímur Þorsteinsson, drukknaði í vatninu árið 1816 þegar hann var þar við silungsveiðar.

Nánar um Hraunsvatn á www.visitakureyri.is