Helgafell á Snæfellsnesi


Rétt við Stykkishólm stendur þetta lága fell sem er flestum fært, um 73 metrar yfir sjávarmáli. Í kirkjugarðinum við fellið hvílir Guðrún Ósvífursdóttir, ein aðalpersóna Laxdælu. Útsýnisskífa er á toppnum og því auðvelt að átta sig á fjallahringnum ef útsýni er gott.

Fróðleiksmoli: Sagan segir að óskir fólks rætist, fylgi það ákveðnum reglum við uppgöngu. Til dæmis má hvorki líta um öxl né orð mæla og mega óskirnar ekki vera neinum til ills.

Nánar um Helgafell á www.west.is