Fjallsárlón við Vatnajökul


Flestir þekkja og skoða Jökulsárlón en Fjallsárlón er ekki síður áhugavert. Nálægðin við jökulinn er meiri því styttra er að skriðjöklinum þar sem ísinn brotnar af og fellur í lónið. Með örlítilli þolinmæði og biðlund má oft heyra og sjá þegar ísinn fellur úr stálinu. Fyrir jöklaáhugafólk er skemmtilegt að ganga á milli lónanna tveggja og koma við hjá Breiðárlóni. Öll leiðin er 15 km en auðvitað er hægt að ganga aðeins hluta hennar.

Fróðleiksmoli: Hljómsveitin Kaleo tók upp tónlistarmyndband sitt við lagið Save yourself á Fjallsárlóni.

Kaleo - Save Yourself