Fjaðrárgljúfur


Tveggja kílómetra langt og 100 metra hátt. Talið er að það hafi orðið til við lok síðasta jökulskeiðs fyrir um 9.000 árum en þá var mun meira í ánni. Líklega myndaðist lón þegar jökullinn hörfaði en þegar lónið brast vann áin sig í gegnum bergið og bjó til þetta gljúfur þar sem nú rennur aðeins lítil á. Það er bæði hægt að skoða gljúfrið ofan frá og fara í ævintýraferð ofan í gljúfrið og vaða í ánni.

Fróðleiksmoli: Tónlistarmaðurinn Justin Bieber gerði gljúfrið heimsfrægt þegar hann tók upp myndband við lagið I‘ll Show You og í kjölfar mikils álags á svæðið var gripið til þess ráðs að því var tímabundið lokað fyrir ferðamönnum vegna ágangs.

Lesa nánar um Fjaðrárgljúfur á www.south.is

Sjáðu myndbandið


Justin Bieber - I'll show you