Rauðasandur við Breiðafjörð


10 km löng strandlengja sem líkist einna helst baðströnd við miðbaug og sjórinn er hlýrri þar en annars staðar. Vegurinn þangað er reyndar brattur en vel þess virði fyrir góða bílstjóra. Skemmtilegast er að rölta í sandinum á háfjöru og auðvitað án alls skótaus.

Fróðleiksmoli: Bókin Svartfugl byggir á voflegum atburðum sem gerðust árið 1802 á bænum Sjöundá, austan Rauðasands, sem nú er í eyði. Bjarni Bjarnason og Steinunn Sigurðardóttir myrtu maka sína til að geta verið saman. Þau voru dæmd til pyntinga og dauða en Steinunn lést í fangelsi áður en dómi var fullnægt.

Nánar um Rauðasand á www.westfjords.is