Lýsuhólslaug á Snæfellsnesi


Það er alltaf gaman að fara í sund, ekki síst þar sem sundlaugin er pínu öðruvísi en við eigum að venjast. Lýsuhólslaug er fyllt með náttúrulega heitu ölkelduvatni, sú eina sinnar tegundar á landinu. Jafnvel í heiminum öllum. Vatnið er mjög steinefnaríkt.

Fróðleiksmoli: Talið er að kolsýran í ölkeldum Snæfellsness eigir rætur á miklu dýpi, annaðhvort í storknandi kviku eða í jarðmöttlinum sjálfum. Jafnvel á 10-13 km dýpi.

Nánar um Lýsuhólslaug á www.west.is