Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Ekki verður tekið við 500 evru seðlum eftir 6. desember

Áfram verður hægt að nota seðlana erlendis


Íslandsbanki mun hætta viðskiptum með 500 evra seðla eftir föstudaginn 6. desember næstkomandi og mun bankinn því ekki taka við slíkum seðlum í kjölfarið.

Meðal annars hefur verið rætt um málið í Morgunblaðinu, en þar kemur fram að viðskiptabankarnir þrír muni allir hætta viðskiptum með 500 evru seðla, meðal annars þar sem bankar erlendis, sem útvegað hafa evruseðla, eru einnig að hætta notkun seðilsins.

Áfram verður hægt að nota 500 evru seðla erlendis.