Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Byrjaði í eldhúsinu

Veitingastaðurinn Hjá höllu byrjaði heima í eldhúsinu hjá Höllu árið 2012.


„Við völdum okkur tíu staði til þess að gefa þessa matarpoka og sjá hvert það myndi leiða okkur og út frá því byrjaði þetta.“

Halla María Svansdóttir var gestur okkar í Reynslubankanum en Halla rekur veitingastaðinn Hjá Höllu sem hefur frá upphafi lagt mikið upp úr því að bjóða hollan og heimilislegan mat fyrir bæði fyrirtæki og einstaklinga en staðurinn býður upp á fyrirtækja- og veisluþjónustu ásamt því að vera með veitingastað í Grindavík og á Keflavíkurflugvelli.

Reynslubankinn - Hjá Höllu


Halla María segir frá stofnun Hjá Höllu

Í Reynslubankanum deila stjórnendur lítilla og stórra fyrirtækja áskorunum í fyrirtækjarekstri og miðla af reynslu sinni.