Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi 1.september.

Þann 1. september verða breytingar gerðar á verðskrá Íslandsbanka


Helstu breytingarnar eru að nýtt þjónustugjald sem snýr að einstaklingum mun koma í stað annarra gjalda sem innheimt hafa verið vegna þjónustu í útibúum eða ráðgjafaveri. Munu þessi nýju þjónustugjöld taka gildi 1. nóvember.

Allri þjónustu þar sem þjónustugjaldið er innheimt geta viðskiptavinir sinnt sjálfir í appi Íslandsbanka, netbanka eða hraðbönkum án gjalda. Viðskiptavinir eru hvattir til að nýta sér appið í sínum daglegu bankaviðskiptum.

Þjónustugjaldið verður 190 kr. en nánari upplýsingar um gjaldið og þjónustuliðina má finna hér.