Breytingar á opnunartíma útibúa Íslandsbanka vegna veðurs

Vegna slæms veðurs var útibúum Íslandsbanka og Ergo lokað fyrr í dag, miðvikudag. Gert er ráð fyrir að útibú opni á morgun, fimmtudag, þegar veðrið hefur gengið niður.


Opnunartími getur því verið misjafn milli landshluta. Ráðgjafaver bankans verður opið í síma 440-4000 frá klukkan 9 og netspjall á islandsbanki.is sömuleiðis, en þjónusta kann að skerðast af sömu ástæðu. Við bendum á app og netbanka Íslandsbanka þar sem hægt er að sinna öllum helstu aðgerðum.