Athugið

Þessi grein er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Áskoranir á íbúðamarkaði

Hægari kaupmáttaraukning, minni fólksfjölgun og áframhaldandi aukning á framboði nýrra íbúða eru meðal helstu skýringa á hægari hækkun íbúðaverðs á komandi mánuðum.


Töluverðar breytingar hafa verið á íslenska fasteignamarkaðnum undanfarin ár. Frá árinu 2010 hefur raunverð íbúða hækkað um 56% og á sama tíma hafa skuldir heimilanna lækkað um 14%. Byggingamagn er í sögulegu hámarki og eru nýbyggingar í byggingu út um allt land. Þjónusta við viðskiptavini hefur einnig tekið stakkaskiptum með tilkomu tækninnar og sem dæmi er í dag mun auðveldara fyrir viðskiptavini að sækja um greiðslumat en áður. Ferlið er bæði hraðvirkara og einfaldara og aðgengilegt á heimasíðu bankans. Ljóst er að þessi þróun mun halda áfram og væntingar viðskiptavina munu koma til með að þróast í takt við þær tæknibreytingarbreytingar sem framundan eru. Íslandsbanki er meðvitaður um þessar breytingar og er tilbúinn að bregðast við þessu breytta umhverfi og auknum væntingum núverandi og væntum viðskiptavinum með bros á vör.

Þegar fasteignaverð er hátt, líkt og það hefur verið, getur það virst næstum ógerlegt fyrir ungt fólk að eignast sína fyrstu íbúð. Samkvæmt skýrslu bankans hefur aldrei verið erfiðara að kaupa fyrstu eign miðað við laun. Hlutfall launa aðila á algengum fyrstu kaupa aldri og verðs á smærri eignum var um 31% yfir langtímameðaltali á síðastliðnu ári og hefur það aldrei verið hærra. Samhliða hækkunum á fasteignaverði hefur leiguverð einnig hækkað og fyrir ungt fólk á leigumarkaði getur það reynst afar erfitt að safna fyrir útborgun í íbúð samhliða því að greiða leigu. Í skýrslunni kemur einnig fram að hlutfall fyrstu kaupa af heildarfjölda kaupsamninga fer vaxandi og hefur hlutfallið ekki mælst jafn hátt og það gerir nú. Íslandsbanki hefur gefið þeim sem hyggja á sín fyrstu íbúðarkaup sérstakan gaum, bæði með ráðgjöf, sparnaðarúrræðum og með viðbótarlánum vegna fyrstu kaupa sem hjálpa til við að brúa útborgunarbilið. Viðbótarlán Íslandsbanka vegna fyrstu kaupa hafa gagnast mörgu ungu fólki undanfarin misseri til að komast í eigin húsnæði fyrr en annars hefði verið. Nýverið hækkaði Íslandsbanki hámarksfjárhæð fyrstu kaupa lána úr 2 milljónum króna upp í 3 milljónir króna. Hækkunin var framkvæmd til að koma til móts við verðhækkanir undanfarinnar ára og auðvelda fyrstu kaupendum að stíga sín fyrstu skref á markaðinn. Viðskiptavinir sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign greiða engin lántökugjöld hjá Íslandsbanka og greiðslumat er þeim einnig að kostnaðarlausu.

Þeir drifkraftar sem haft hafa mest áhrif til hækkunar fasteignaverðs undanfarin misseri munu líklega ekki verka jafn sterkt til hækkunar og þeir hafa gert. Hægari kaupmáttaraukning, minni fólksfjölgun og áframhaldandi aukning á framboði nýrra íbúða eru meðal helstu skýringa á hægari hækkun íbúðaverðs á komandi mánuðum. Að þessu sögðu er ekkert sem bendir til annars en að hagstæð skilyrði verði áfram til fjármögnunar á íbúðarhúsnæði sem og til endurfjármögnunar eldri fasteignalána. Það er von okkar hjá Íslandsbanka að þær upplýsingar sem koma fram í skýrslunni hjálpi einstaklingum jafnt sem fyrirtækjum við að taka upplýstari og betri ákvarðanir í sínum fasteignaviðskiptum.

Íslenskur íbúðamarkaður 2018


Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, Una Jónsdóttir, deildarstjóri húsnæðissviðs Íbúðalánasjóðs, Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka Iðnaðarins og Elvar Orri Hreinsson, sérfræðingur í Greiningu Íslandsbanka ræða við Björn Berg um stöðu markaðarins.

Höfundur


Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir

Framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Íslandsbanka


Senda tölvupóst

Nánari upplýsingar um íbúðamarkaðinn veitir


Elvar Orri Hreinsson

Sérfræðingur í greiningu Íslandsbanka


Senda tölvupóst