Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,4% í nóvember samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Ársverðbólga eykst lítillega úr 7,9% í 8,0%. Verðbólga miðað við VNV án húsnæðis mælist 7,2% undanfarna 12 mánuði.
Mæling nóvembermánaðar er í samræmi við okkar spá, við spáðum 0,4% hækkun VNV á milli mánaða. Spár greiningaraðila voru á bilinu 0,3 – 0,5% hækkun VNV á milli mánaða. Það sem vegur þyngst í mælingu nóvembermánaðar er hækkun íbúðaverðs en lækkun á flugfargjöldum vegur þar á móti.