Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Ársuppgjör 2016

Hagnaður eftir skatta var 20,2 ma. kr., samanborið við 20,6 ma. kr. 2015. Hagnaður ársins 2016 einkennist af sterkum grunntekjum og lokum sölu eignarhluta Borgunar í Visa Europe, samanborið við háa jákvæða virðisbreytingu útlána árið 2015.


Helstu niðurstöður á árinu 2016:

  • Hagnaður eftir skatta var 20,2 ma. kr., samanborið við 20,6 ma. kr. 2015. Hagnaður ársins 2016 einkennist af sterkum grunntekjum og lokum sölu eignarhluta Borgunar í Visa Europe, samanborið við háa jákvæða virðisbreytingu útlána árið 2015.
  • Arðsemi eigin fjár var 10,2% samanborið við 10,8% árið 2015
  • Hagnaður af reglulegri starfsemi var 15,1 ma. kr., samanborið við 16,2 ma. kr. 2015. Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi miðað við 15% eiginfjárhlutfall þáttar 1 var 10,7% samanborið við 12,4% 2015.
  • Hreinar vaxtatekjur voru 31,8 ma. kr. (2015: 28,0 ma. kr.) sem er 14% hækkun. Vaxtamunur hækkaði og var 3,1% (2015: 2,9%), að hluta vegna hærra vaxtaumhverfis og hækkandi eigin fjár.
  • Hreinar þóknanatekjur voru 13,7 ma. kr. 2016 samanborið við 13,2 ma. 2015.
  • 1,7 ma. kr. voru bókaðar sem einskiptiskostnaður vegna skemmda á húsnæði bankans á Kirkjusandi og flutninga í nýjar höfuðstöðvar.
  • Kostnaðarhlutfall var 56,9% (2015: 56,2%). Bankaskattur og einskiptiskostnaður er undanskilinn við útreikning kostnaðarhlutfalls. Langtímamarkmið bankans er 55%.
  • Heildareignir voru 1.048 ma. kr. (sept 16: 1.068 ma. kr.). Útlán til viðskiptavina og lausafé nema 93% af heildareignum bankans.
  • Útlán til viðskiptavina jukust í 688 ma. kr. á árinu sem er 3,3% aukning. Ný útlán voru 163 ma. kr. sem dreifast á mismunandi viðskiptaeiningar bankans, en styrking krónunnar hafði dempandi áhrif á útlánaaukningu.
  • Hlutfall útlána með sértæka virðisrýrnun eða í meira en 90 daga vanskilum var 1,8% (des 15: 2,2%)
  • Innlán frá viðskiptavinum við lok árs voru sambærileg við 2015. Væntingar um útflæði vegna losunar gjaldeyrishafta hafa ekki ræst.
  • Eiginfjárhlutfallið var 25,2% og eiginfjárþáttur 1 (CET1) var 24,9%. Víkjandi lán að fjárhæð EUR 138m var fyrirframgreitt í september.
  • Lausafjárstaða bankans er sterk og er umfram kröfur eftirlitsaðila og innri viðmið. Í desember 2016 var lausafjárhlutfallið (LCR) 187% (sept 16: 195%) og fjármögnunarhlutfallið (NSFR) var 123% (sept 16: 126%).
  • Vogunarhlutfall (e. leverage ratio) var 16,0% við lok tímabilsins samanborið við 18,1% í lok árs 2015 sem telst afar hóflegt.
  • Bankinn gaf út þrjú skuldabréf í erlendri mynt á árinu og er bankinn nú að fullu fjármagnaður á markaði. Fyrsta útgáfan var í janúar, USD 35m, næsta í maí, EUR 75m og sú þriðja í ágúst, EUR 500m (65 ma. kr.) til fjögurra ára á 1,75% föstum vöxtum, sem jafngilti 200 punkta álagi yfir millibankavexti í evrum (um z+97 punktar í dag).
  • Í október 2016 hækkaði S&P lánshæfismat bankans í BBB/A-2 með jákvæðum horfum og í janúar 2017 hækkaði Fitch mat sitt í BBB/F3 með stöðugum horfum. Íslandsbanki er eini bankinn á Íslandi með tvö lánshæfismöt.

Helstu atriði á 4. ársfjórðungi 2016:

  • Hagnaður eftir skatta var 4,6 ma. kr. á fjórðungnum (4F15: 3,9 ma. kr.).
  • Hagnaður af reglulegri starfsemi miðað við 15% eiginfjárþátt 1 var 11,7% á fjórðungnum (4F15: 12,8%).
  • Hreinar vaxtatekjur voru 8,1 ma. kr. (4F15: 7,0 ma. kr.).
  • Hreinar þóknanatekjur voru 3,8 ma. kr. (4F15: 3,2 ma. kr.).

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

Árið 2016 var mjög gott ár fyrir Íslandsbanka og einkenndist af mikilvægum áföngum í sögu bankans. Grunnrekstur bankans hélt áfram að styrkjast og tekjur voru stöðugar. Endurskipulagningu lánasafnsins er lokið, eignarhlutir í óskyldum rekstri hafa verið seldir og gæði eigna halda áfram að aukast.

Bankinn lét mikið að sér kveða á fjármagnsmörkuðum hér heima og erlendis. Helst ber að nefna útgáfu á 500 milljón evra skuldabréfi og hefur ávöxtunarkrafa bréfanna lækkað töluvert á eftirmarkaði. Í desember greiddi bankinn út sérstaka arðgreiðslu að upphæð 27 ma. kr., en heildararðgreiðslur til íslenska ríkisins á árinu 2016 voru 37 ma. kr. Með arðgreiðslunni var stigið fyrsta skrefið í átt að að hagstæðari samsetningu á eiginfjárgrunni bankans og undirbúningi að breyttu eignarhaldi.

Í takt við árangur við afnám gjaldeyrishafta og minnkandi skuldsetningu voru lánshæfismatseinkunnir ríkissjóðs Íslands allar hækkaðar á árinu og eru nú A-3 / A- / BBB+. Lánshæfismat Íslandsbanka fékk einnig hækkun í BBB frá bæði Standard & Poor’s og Fitch Ratings, en Íslandsbanki er eini bankinn á Íslandi með tvö alþjóðleg lánshæfismöt.

Fjórða árið í röð eru viðskiptavinir Íslandsbanka ánægðustu viðskiptavinirnir samkvæmt niðurstöðu Íslensku ánægjuvogarinnar. Átta ár í röð höfum við verið kosinn faglegasti bankinn og sá banki sem veitir fyrirtækjum bestu bankaþjónustuna.Hápunktur ársins var síðan flutningur okkar í nýjar höfuðstöðvar þar sem svokölluð verkefnamiðuð vinnuaðstaða er höfð í fyrirrúmi. Verkefnamiðuð vinnuaðstaða veitir okkur sveigjanleika í skipulagi og eykur samvinnu sem aftur styður við þá stefnu okkar að vera #1 í þjónustu.

Afkomufundur á íslensku

Í dag kl. 12.30, munu Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, og Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri, kynna afkomu bankans á opnum fjárfestafundi og svara fyrirspurnum. Fundurinn fer fram á íslensku og er haldinn í Norðurturni, útibúi bankans að Hagasmára 3. Boðið verður upp á veitingar.

Skrá mig á fjárfestafund.

Símafundur á ensku

Einnig er markaðsaðilum boðið upp á símafund kl. 14.00 á ensku. Farið verður yfir helstu atriði í íslenskum efnahagsmálum og afkomu bankans. Vinsamlegast skráið ykkur á símafundinn með að senda póst á ir@islandsbanki.is. Fundargögn og aðgangsorð vegna símafundar verða send út til skráðra aðila 2 tímum fyrir fundinn.

Öll gögn má nálgast á vef fjárfestatengsla www.islandsbanki.is/fjarfestatengsl.

Upplýsingar um fjárhagsdagatal bankans og þögul tímabil má finna hér: http://www.islandsbanki.is/um-islandsbanka/fjarfestatengsl/fjarhagsdagatal/.

Nánari upplýsingar: