Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Árlegt mat Fjármálaeftirlitsins á eiginfjárþörf Íslandsbanka

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands leggur árlega mat á áhættuþætti í starfsemi kerfislega mikilvægra fjármálafyrirtækja í könnunar- og matsferli (e. Supervisory Review and Evaluation Process, SREP).


Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands leggur árlega mat á áhættuþætti í starfsemi kerfislega mikilvægra fjármálafyrirtækja í könnunar- og matsferli (e. Supervisory Review and Evaluation Process, SREP). Ferlið felur m.a. í sér mat á eiginfjárþörf fjármálafyrirtækja sem leiðir af sér viðbótareiginfjárkröfu undir 2. stoð (e. Pillar 2).

Niðurstaða þessa árlega ferlis fyrir Íslandsbanka liggur nú fyrir. Bankinn skal frá og með 30. júní 2021 viðhalda viðbótareiginfjárkröfu sem nemur 2,5% af áhættugrunni, sem er hækkun um 0,8 prósentustig frá fyrra mati. Heildareiginfjárkrafa bankans, að teknu tilliti til eiginfjárauka, hækkar við það úr 17,0% í 17,8%. 

Hækkunin er að mestu tilkomin vegna tímabundinna áhrifa COVID-19 og vegur að hluta á móti 2,0% lækkun á sveiflujöfnunarauka frá því í mars 2020. Í útgáfulýsingu, er birt var 7. júní 2021, kom fram að bankinn ætti von á því eiginfjárkrafan myndi hækka en þó minna en sem nemur lækkun sveiflujöfnunarauka. Niðurstaðan er því í samræmi við væntingar bankans.

Nánari upplýsingar:


Profile card

Fjárfestatengsl


Fjárfestatengsl