Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Afkoma fyrstu níu mánaða ársins 2016

Hagnaður bankans eftir skatta var 15,6 ma. kr. á fyrstu níu mánuðum ársins, samanborið við 16,7 ma. kr. á sama tímabili 2015.


Helstu atriði í afkomu fyrstu 9 mánaða ársins (9M16)

  • Hagnaður bankans eftir skatta var 15,6 ma. kr. á fyrstu níu mánuðum ársins, samanborið við 16,7 ma. kr. á sama tímabili 2015. Afkoman á tímabilinu skýrist af sterkum grunntekjum og einskiptishagnaðar vegna sölu Borgunar á hlutabréfum í Visa Europe, en skýrist af hagnaði vegna virðisbreytinga útlána á sama tímabili 2015.
  • Arðsemi eigin fjár var 10,3% samanborið við 11,9% á sama tímabili 2015.
  • Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 11,2 ma. kr., samanborið við 11,8 ma. kr. á 9M15. Sé miðað við 15% eiginfjárþátt 1 (CET1), var arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi 10,4% samanborið við 12,3% á sama tímabili 2015.
  • Hreinar vaxtatekjur voru 23,7 ma. kr. (9M15: 21,0 ma. kr.) sem er aukning um 13% og skýrist af háu vaxtaumhverfi og auknu eigin fé. Vaxtamunur var 3,0% (9M15: 2,9%).
  • Hreinar þóknanatekjur voru 9,9 ma. kr. sem er á pari við sama tímabil 2015 eða 9,9 ma. kr.
  • Um 1,2 milljarða einskiptiskostnaður var vegna skemmda á núverandi höfuðstöðvum bankans á Kirkjusandi.
  • Kostnaðarhlutfall var 56,0% (9M15: 55,6%), að undanskildum sérstökum skatti á fjármálafyrirtæki og einskiptiskostnaði.
  • Heildareignir voru 1.068 ma. kr. í lok tímabilsins (júní16: 1.030 ma. kr.), en lán til viðskiptavina og lausafjáreignir eru samtals 95% af heildarefnahagsreikningi.
  • Útlán til viðskiptavina jukust um 2,8% frá áramótum eða í 684,2 ma. kr . Aukningin dreifist vel á mismunandi útlánaeiningar bankans, en styrking krónunnar hafði nokkur áhrif til lækkunar á lánasafni.
  • Hlutfall lána með vanskil umfram 90 daga og virðisrýrnun var 2,3% (júní16: 2,5%).
  • Innlán frá viðskiptavinum lækkuðu um 6,8% og voru 553 ma. kr. í lok tímabilsins sem er í línu við væntingar tengdum nauðasamningum slitabúa og gjaldeyrisútboðum.
  • Eiginfjárhlutfall og eiginfjárþáttur 1 (CET1) var 27,8%, en 138 milljón evra víkjandi skuldabréf var endurgreitt í september.
  • Lausafjárstaða bankans er mjög traust og umfram kröfur eftirlitsaðila og innri viðmið. Í lok september 2016 var lausafjárþekjuhlutfallið (LCR) 195% (júní16: 173%) og fjármögnunarhlutfallið (NSFR) var 126% (júní16: 117%).
  • Vogunarhlutfall (e. leverage ratio) var 17,7% við lok tímabilsins samanborið við 18,3% í lok júní 2016 sem telst afar hóflegt.
  • Bankinn hefur gefið út þrjú skuldabréf í erlendri mynt á tímabilinu. Í ágúst gaf bankinn út 500 milljón evra skuldabréf (ISK 65 ma. kr.) til fjögurra ára á 1,75% föstum vöxtum, eða sem samsvarar 200 punkta álagi yfir millibankavexti. Í janúar var gefið út 35 milljónir dollara skuldabréf og útistandandi skuldabréfaútgáfa stækkuð um 75 milljón evra í maí.
  • S&P hækkaði lánshæfiseinkunn Íslandsbanka í BBB/A-2 með jákvæðum horfum í október 2016. Í apríl staðfesti Fitch lánshæfismatið BBB-/F3 með stöðugum horfum. Íslandsbanki er eini íslenski bankinn með lánshæfismat í fjárfestingarflokki frá tveimur alþjóðlegum lánshæfismatsfyrirtækjum.

Helstu atriði í afkomu þriðja árshluta (3Q16)

  •  Hagnaður bankans eftir skatta var 2,5 ma. kr. á þriðja árshluta 2016 (3F15: 5,9 ma. kr.)
  • Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi miðað við 15% eiginfjárþátt 1 (CET1) var 8,7% á fjórðungnum (3F15: 11,1%)
  • Hreinar vaxtatekjur voru 7,8 ma. kr. (3F15: 7,5 ma. kr.)
  • Hreinar þóknanatekjur voru 3,2 ma. kr. (3F15: 3,5 ma. kr.)

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

„Þriðji ársfjórðungur ársins 2016 var mjög viðburðaríkur í rekstri Íslandsbanka, þá sér í lagi á fjármögnunarhliðinni og í ytra umhverfi hans.

Skuldastaða íslenska ríkisins, fyrirtækja og heimila í landinu hefur stórbatnað á undanförnum árum og lög um skref til afléttingu hafta hafa verið samþykkt. Þá gaf bankinn nýlega út 500 milljón evra skuldabréf og er nú að fullu fjármagnaður á markaði. Meira en tvöföld umframeftirspurn var eftir skuldabréfinu og hefur álag farið lækkandi á eftirmarkaði. Hækkun á lánshæfiseinkunn S&P í BBB/A-2 með jákvæðum horfum í október er í takt við þá þessa hagstæðu þróun í íslenska hagkerfinu og fjármálageiranum.

Sterk staða á markaði heldur áfram að skila bankanum góðum undirliggjandi rekstri og arðsemi. Hagnaður fyrstu níu mánaða ársins var 15,6 ma. kr. sem skilaði 10,3% arðsemi eiginfjár en eins og áður hefur fram komið, höfðu einskiptisliðir jákvæð áhrif á afkomuna á tímabilinu. Afkoma af grunnrekstri var 11,2 milljarðar, eða 10,4% arðsemi eigin fjár. Vaxtatekjur jukust um 13% frá fyrra ári og stafar það fyrst og fremst af hærra vaxtaumhverfi og auknu eigin fé. Samkeppni í útlánum fer harðnandi, sem samhliða sívaxandi skattlagningu á fjármálakerfið mun gæta í arðsemi bankans til lengri tíma.

Vogunarhlutfall er áfram lágt í 17,7%. Eiginfjárhlutföll standa vel og einkar sterk lausafjárhlutföll gera bankann vel í stakk búinn til að takast á við möguleg áhrif vegna frekari afléttingu hafta og frekari sóknar.“

Fjárfestatengsl - símafundur á ensku

Á miðvikudaginn 9. nóvember verður markaðsaðilum boðið upp á símafund kl. 13.00 á ensku. Farið verður yfir helstu atriði í íslenskum efnahagsmálum og afkomu bankans. Vinsamlegast skráið ykkur á símafundinn með að senda póst á ir@islandsbanki.is. Fundargögn og aðgangsorð vegna símafundar verða send út til skráðra aðila 2 tímum fyrir fundinn.

Öll gögn má nálgast á vef fjárfestatengsla www.islandsbanki.is/fjarfestatengsl.

Upplýsingar um fjárhagsdagatal bankans og þögul tímabil má finna hér: http://www.islandsbanki.is/um-islandsbanka/fjarfestatengsl/fjarhagsdagatal/.

Myndband

Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri Íslandsbanka, fer yfir það markverðasta í rekstri bankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2016 í meðfylgjandi myndbandi.

Nánari upplýsingar