Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Afkoma fyrsta ársfjórðungs 2016

Samstæðuárshlutareikningur félagsins fyrir fyrsta ársfjórðung 2016 var staðfestur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 11. maí 2016. Reikningurinn er hvorki endurskoðaður né kannaður af endurskoðendum félagsins.


Árshlutareikningur fyrsta ársfjórðungs 2016

Samstæðuárshlutareikningur félagsins fyrir fyrsta ársfjórðung 2016 var staðfestur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 11. maí 2016. Reikningurinn er hvorki endurskoðaður né kannaður af endurskoðendum félagsins.

Helstu niðurstöður:

  • Hagnaður bankans eftir skatta var 3,5 ma. kr. á fyrstu 3 mánuðum ársins 2016 samanborið við 5,4ma. kr. á sama tímabili 2015. Munurinn stafar einkum af hærri tekjum í óreglulegum liðum, þ.e. hrein virðisbreyting útlána og hærri fjármunatekna, á fyrsta ársfjórðungi 2015.
  • Arðsemi eigin fjár var 6,9% samanborið við 11,8% á sama tíma 2015.
  • Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 3,6 ma. kr. á fjórðungnum, samanborið við 4,4, ma. kr. á 1F15 og arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi miðað við 14% eiginfjárhlutfall A var 10,1% samanborið við 15,0% á sama tímabili 2015.
  • Hreinar vaxtatekjur voru 7,5 ma. kr. (3M15: 6,2 ma. kr.) sem er aukning um 22%. Vaxtamunur var 2,9% (3M15: 2,7%).
  • Hreinar þóknanatekjur voru 3,1 ma. kr. (3M15: 2,9 ma. kr.) eða 8,3% aukning milli ára.; þar af var 2,6% aukning hjá móðurfélaginu.
  • Kostnaðarhlutfall var 58,3% (3M15: 55,3%). Bankaskattur og einskiptiskostnaður er undanskilinn við útreikning kostnaðarhlutfalls.
  • Útlán til viðskiptavina jukust um 1,7% eða í 677,1 ma. kr. á fyrsta ársfjórðungi. Aukningin dreifist vel á mismunandi útlánaeiningar bankans.
  • Heildareignir voru 1.021 ma. kr. (des15: 1.046ma. kr.).
  • Innlán frá viðskiptavinum minnkuðu um 8,2% milli ára og voru 544 ma. kr. í lok tímabilsins, sem var í takt við væntingar tengdum nauðasamningum slitabúa og greiðslu stöðugleikaframlaga.
  • Bankinn gaf út eitt skuldabréf í erlendum gjaldmiðli á tímabilinu, eða 35 milljón dollara skuldabréf.
  • Eiginfjárhlutfallið er sterkt, var 29,7% (des15: 30,1%) og eiginfjárhlutfall A (Tier 1) var 28,1% (des15: 28,3%).
  • Lausafjárstaða bankans er sterk og er umfram kröfur eftirlitsaðila og innri viðmið. Við lok mars 2016 var LCR hlutfallið liquidity coverage ratio) 154% (des15: 143%) og heildar NSFR hlutfallið var 118% (Des15: 120%).
  • Vogunarhlutfall var 18,7% við lok tímabilsins samanborið við 18,1% við lok árs 2015,og telst hóflegt.
  • Hlutfall lána með vanskil umfram 90 daga og virðisrýrnun var 2,1% (des15: 2,2%).
  • Í janúar 2016 breytti S&P horfum lánshæfismats bankans í jákvæðar og í apríl staðfesti Fitch lánshæfismatið BBB-/F2 með stöðugum horfum. Íslandsbanki er eini íslenski bankinn með lánshæfismat í fjárfestingarflokki frá tveimur lánshæfismatsfyrirtækjum.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

Árið fer vel af stað hjá Íslandsbanka og afkoma er í takt við væntingar stjórnenda. Við sjáum vöxt í bæði vaxtatekjum og þóknanatekjum. Frá árslokum 2015 hafa útlán bankans aukist um tvö prósent. Lausafjárstaða bankans er mjög sterk og bankinn því vel í stakk búinn til að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum. Grunnrekstur er áfram sterkur en vel hefur tekist til að einfalda og efla vöruframboð bankans. Launakostnaður hefur aukist, líkt og hjá öðrum fyrirtækjum, í kjölfar kjarasamninga og er í takt við launavísitölu.

Nýlega kynnti bankinn niðurfellingu á lántökugjöldum fyrstu kaupenda en þannig vill bankinn koma til móts við þann hóp sem fer sífellt stækkandi. Um leið var kynnt netgreiðslumat þar sem hægt er að sækja um greiðslumat með rafrænni undirskrift. Þetta er hluti af stafrænni vegferð bankans þar sem við viljum reyna að einfalda húsnæðislánaferlið fyrir viðskiptavini og efla þjónustu okkar.

Í byrjun ársins gaf bankinn út 35 milljóna dollara skuldabréf á hagkvæmum kjörum. Útgáfan kom í kjölfar þess að horfur á lánshæfismati S&P voru færðar úr stöðugum í jákvæðar. Jafnframt hefur bankinn verið virkur í útgáfum á víxlum og sértryggðum skuldabréfum hér heima.

Á haustmánuðum mun Íslandsbanki flytja höfuðstöðvar sínar í Norðurturninn í Kópavogi. Þar mun sameinast starfsemi sem nú er á fjórum stöðum. Það er því mikil hagræðing sem fylgir nýjum höfuðstöðvum sem verða nútímalegar og framsæknar.

Símafundur á ensku

Boðið verður upp á . Farið verður yfir helstu atriði í íslenskum efnahagsmálum og afkomu bankans. Vinsamlegast skráið ykkur á símafundinn með að senda póst á ir@islandsbanki.is. Fundargögn og aðgangsorð vegna símafundar verða send út til skráðra aðila 2 tímum fyrir fundinn.

Öll gögn má nálgast á vef fjárfestatengsla www.islandsbanki.is/fjarfestatengsl

Upplýsingar um fjárhagsdagatal bankans og þögul tímabil má finna hér: www.islandsbanki.is/um-islandsbanka/fjarfestatengsl/fjarhagsdagatal

Myndband

Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri Íslandsbanka, fer yfir það markverðasta í rekstri bankans á fyrsta ársfjórðungi 2016 í meðfylgjandi myndbandi.

Nánari upplýsingar