Athugið

Þessi frétt er meira en sex mánaða gömul og tölfræði gæti hafa breyst

Afkoma fyrri árshelmings 2016

Hagnaður bankans eftir skatta var 13,0 ma. kr. á fyrri árshelmingi ársins 2016 samanborið við 10,8 ma. kr. á sama tímabili 2015. Afkoman skýrist af sterkum grunntekjum og einskiptishagnaðar vegna sölu Borgunar á hlutabréfum í Visa Europe


Helstu niðurstöður fyrri árshelmings:

 • Hagnaður bankans eftir skatta var 13,0 ma. kr. á fyrri árshelmingi ársins 2016 samanborið við 10,8 ma. kr. á sama tímabili 2015. Afkoman skýrist af sterkum grunntekjum og einskiptishagnaðar vegna sölu Borgunar á hlutabréfum í Visa Europe
 • Arðsemi eigin fjár var 12,9% samanborið við 11,7% á sama tímabili 2015
 • Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 8,0 ma. kr., samanborið við 8,2 ma. kr. á 1H15. Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi miðað við 14% eiginfjárhlutfall A var 11,9% samanborið við 13,9% á sama tímabili 2015.
 • Hreinar vaxtatekjur voru 15,9 ma. kr. (1H15: 13,6 ma. kr.) sem er aukning um 17,3%. Vaxtamunur var 3,1% (1H15: 2,9%).
 • Hreinar þóknanatekjur voru 6,7 ma. kr. (1H15: 6,4 ma. kr.) eða 4,3% aukning milli ára.; þar af var 1,3% aukning hjá móðurfélaginu
 • Um 1,2 milljarða einskiptiskostnaður var vegna skemmda á núverandi höfuðstöðvum bankans á Kirkjusandi
 • Kostnaðarhlutfall var 56,0% (1H15: 56,0%), að undanskildum sérstökum skatti á fjármálafyrirtæki og einskiptiskostnaði
 • Útlán til viðskiptavina jukust um 5,0% frá áramótum eða í 698,7 ma. kr. á fyrri árshelmingi 2016. Aukningin dreifist vel á mismunandi útlánaeiningar bankans
 • Heildareignir voru 1.030 ma. kr. í lok tímabilsins (mar16: 1.021ma. kr.)
 • Innlán frá viðskiptavinum lækkuðu um 4,6% á fyrri árshelmingi 2016 og voru 566 ma. kr. í lok tímabilsins
 • Bankinn gaf út tvær skuldabréfaútgáfur í erlendri mynt á fyrri helmingi ársins, 35 milljónir dollara í janúar og stækkaði evru skuldabréfaútgáfu um 75 milljón evra í maí
 • Eiginfjárhlutfall er sterkt, var 28,9% í lok júní (mars16: 29,7%) og eiginfjárhlutfall A (CET1) var 27,1% (mars16: 28,1%)
 • Lausafjárstaða bankans er mjög traust og er umfram kröfur eftirlitsaðila og innri viðmið. Í lok júní 2016 var lausafjárþekjuhlutfallið (LCR) 173% (mars16: 154%) og fjármögnunarhlutfallið (NSFR) var 117% (mars16: 118%)
 • Vogunarhlutfall (leverage ratio) var 18,3% við lok tímabilsins samanborið við 18,7% í lok mars 2016 sem telst hóflegt
 • Hlutfall lána með vanskil umfram 90 daga og virðisrýrnun var 2,5% (mars16: 2,1%)
 • Í janúar 2016 breytti S&P horfum lánshæfismats bankans (BBB-/A-3) í jákvæðar og í apríl staðfesti Fitch lánshæfismatið BBB-/F3 með stöðugum horfum. Íslandsbanki er eini íslenski bankinn með lánshæfismat í fjárfestingarflokki frá tveimur alþjóðlegum lánshæfismatsfyrirtækjum.

Annar ársfjórðungur 2F16 

 • Hagnaður bankans eftir skatta var 9,5 ma. kr. á 2F16 (2F15: 5,4 ma. kr.)
 • Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi miðað við 14% eiginfjárhlutfall A var 13,9% á fjórðunginum (2F15: 12,8%)
 • Hreinar vaxtatekjur voru 8,4 ma. kr. á öðrum ársfjórðungi (2F15: 7,4 ma. kr.)
 • Hreinar þóknanatekjur voru 3,5 ma. kr. á öðrum ársfjórðungi (2F15: 3,5 ma. kr.)

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

Einföldun á útibúaneti bankans heldur áfram og verða útibúin samtals 14 í upphafi árs 2017. Íslandsbanki rekur hagkvæmasta útibúanet landsins og hefur gert um áraraðir.

Samkvæmt nýrri þjónustukönnun hefur ánægja viðskiptavina aldrei mælst hærri og hækka allir þjónustuþættir frá fyrra ári. Bankinn var jafnframt valinn besti bankinn á Íslandi af alþjóðlega fjármálatímaritinu Euromoney fjórða árið í röð. Þetta staðfestir að framtíðarsýn bankans um að veita bestu bankaþjónustu á Íslandi er að skila góðum árangri, bæði í rekstrarafkomu og ánægju viðskiptavina.

Afkomufundur á íslensku

Þriðjudaginn 23. ágúst kl. 11.30, munu Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, og Jón Guðni Ómarsson, fjármálastjóri, kynna afkomu bankans á opnum fjárfestafundi og svara fyrirspurnum. Fundurinn fer fram á íslensku og er haldinn í höfuðstöðvum bankans að Kirkjusandi.

Skrá mig á fjárfestafund á Kirkjusandi.

Símafundur á ensku

Á þriðjudaginn verður markaðsaðilum einnig boðið upp á Farið verður yfir helstu atriði í íslenskum efnahagsmálum og afkomu bankans. Vinsamlegast skráið ykkur á símafundinn með að senda póst á ir@islandsbanki.is. Fundargögn og aðgangsorð vegna símafundar verða send út til skráðra aðila 2 tímum fyrir fundinn.

Öll gögn má nálgast á vef fjárfestatengsla
www.islandsbanki.is/fjarfestatengsl

Upplýsingar um fjárhagsdagatal bankans og þögul tímabil má finna hér: http://www.islandsbanki.is/um-islandsbanka/fjarfestatengsl/fjarhagsdagatal/.

ÍSB 1H16 fréttatilkynning
ÍSB 1H16 fjárfestakynning
ÍSB 1H16 árshlutareikningur