Reykavíkurmaraþon
Íslandsbanki hefur verið stoltur stuðningsaðili Reykjavíkurmaraþons síðan 1997 og fer hlaupið næst fram þann 24. ágúst 2019.
Við látum við um leið og skráning hefst!
Íslandsbanki hefur verið stoltur stuðningsaðili Reykjavíkurmaraþons síðan 1997 og fer hlaupið næst fram þann 24. ágúst 2019.
Við látum við um leið og skráning hefst!
Hlaupið hefur fest sig í sessi sem einn stærsti fjölskylduviðburður í Reykjavík, þar sem allir geta fundið vegalengd við sitt hæfi. Hlaupurum gefst kostur á að hlaupa til styrktar góðu málefni og fer áheitasöfnun fram á hlaupastyrkur.is.
Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram á rmi.is. Það ættu allir að finna vegalengd sem hentar, en hægt er að velja á milli maraþons (42,2 km) og hálfmaraþons (21,1 km), 10 km og skemmtiskokks 3 km og 600 m. Það er því engin ástæða til að hlaupa ekki!
Eftir að þú hefur skráð þig í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er tilvalið að skrá sig á hlaupastyrkur.is og láta gott af þér leiða með því að skrá þig á Hlaupastyrkur.is.
Það er í mörg horn að líta þegar þú undirbýrð þig fyrir hlaup. Til þess að ná árangri í æfingunum er gott að hafa æfingaáætlun. Nauðsynlegt er að hafa áætlunina raunhæfa og miða við núverandi form.
Ef farið er of geyst af stað er hætta á að maður meiðist. Að sjálfsögðu er einnig mikilvægt að huga að hollu mataræði, nægum svefni og að skóbúnaður sé við hæfi.