Störf í boði

Ráðningavefur Íslandsbanka

Á ráðningavefnum getur þú sótt um auglýst störf eða lagt inn almenna starfsumsókn. 

Þar er einnig hægt að skrá eða uppfæra grunnupplýsingar, skipta um mynd, bæta inn viðhengjum og eyða þeim sem eru úreld.

Sumarstörf

Tekið er við umsóknum um sumarstörf út mars 2015. Smelltu á Sumarstörf hér að neðan til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað.

Auglýst störf í boði

Í Hugbúnaðarlausnum Íslandsbanka starfar samhentur hópur sérfræðinga eftir Agile aðferðafræðinni við hugbúnaðarþróun. Við myndum sterka liðsheild sem tekst á við krefjandi áskoranir og vinnum þétt með hagsmunaaðilum okkar innan sem utan bankans.

Við leitum að metnaðarfullum og faglegum sérfræðingum til að slást í hópinn og takast á við fjölbreytt og skemmtileg verkefni.

Helstu verkefni:

  • Prófanir á korta-, útlána-, greiðslumiðlunar- og/eða innlánalausnum.

  • Virk þátttaka í hönnun og þróun hugbúnaðar.

  • Útfærsla og innleiðing á sjálfvirkum viðmótsprófunum ásamt útgáfustjórn m.t.t. prófana.

  • Skipulagning og gerð prófanatilvika og framkvæmd þeirra.

Hæfniskröfur:

  • Háskólapróf sem nýtist í starfi og þekking á sviði hugbúnaðarprófana.

  • Þekking og reynsla af notkun eftirfarandi er kostur: PL/SQL, MS Visual Studio, .NET Framework, Microsoft Test Manager (MTM).

  • Rík þjónustulund, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.

  • Skipulögð og öguð vinnubrögð, frumkvæði og drifkraftur.

Nánari upplýsingar veitir Rósa María Ásgeirsdóttir, deildarstjóri Kjarnalausna, sími 844-4371, netfang: rosa.asgeirsdottir@islandsbanki.is. Tengiliður á mannauðssviði er Sigrún Ólafsdóttir, sími 440-4172, netfang: sigrun.olafs@islandsbanki.is. Umsóknir óskast fylltar út á www.islandsbanki.is og sendar ásamt ítarlegri ferilskrá fyrir 27. apríl nk.

Sækja um starfið

Almenn starfsumsókn

Ef ekkert starf er auglýst getur þú sent inn almenna starfsumsókn.

Almenn starfsumsókn

Starfsfólk Íslandsbanka

Það er viðhorf stjórnenda Íslandsbanka að fjárfesting í starfsfólki sé lykillinn að velgengni bankans og mikilvægt sé að byggja upp fjölbreyttan hóp starfsmanna sem býr yfir ólíkri reynslu, þekkingu og hæfileikum.

Íslandsbanki er krefjandi vinnustaður þar sem samvinna er lykillinn að árangri. Starfsfólk Íslandsbanka er hvatt til að sýna frumkvæði, axla ábyrgð, læra nýja hluti, koma með hugmyndir og sýna það besta sem í því býr. Fjárhagslegur styrkur bankans, ásamt þekkingu og hæfileikum starfsfólksins eru undirstaða fyrirtækisins og grunnurinn að framtíðaruppbyggingu þess.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall