Störf í boði

Ráðningavefur Íslandsbanka

Á ráðningavefnum getur þú sótt um auglýst störf eða lagt inn almenna starfsumsókn. 

Þar er einnig hægt að skrá eða uppfæra grunnupplýsingar, skipta um mynd, bæta inn viðhengjum og eyða þeim sem eru úreld.

Auglýst störf í boði

Við leitum að jákvæðum og kraftmiklum einstaklingi í starf hópstjóra Útlánaþjónustu. Deildin, sem samanstendur af 34 starfsmönnum, sér um gerð greiðslumata fyrir húsnæðis- og lífeyrissjóðslán, skjalagerð skulda- og tryggingabréfa, yfirferð og skráning skulda- og tryggingarskjala, umsýsla innheimtubréfa lífeyrissjóða og kaup og ráðstöfun lána.

 

Hæfniskröfur

  • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Lausnamiðuð hugsun til frekari tækniframþróunar
  • Góð skipulagshæfni
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Háskólamenntun eða reynsla sem nýtist í starfi

 

Helstu verkefni:

  • Skipulag og útdeiling verkefna
  • Almenn stjórnun s.s. frammistöðusamtöl, skipulagning á fríum
  • Stuðla að stöðugum umbótum í verklagi og ferlum
  • Samskipti við innri viðskiptavini og úrlausn tilfallandi verkefna

 

 

Nánari upplýsingar veitir Linda Kristinsdóttir, deildarstjóri Útlánaþjónustu, netfang linda.kristinsdottir@islandsbanki.is, sími 844 3923. Umsóknir óskast fylltar út á ráðningarvef Íslandsbanka https://umsokn.islandsbanki.is/storf/ og sendar ásamt ítarlegri ferilskrá. Tengiliður á mannauðssviði er Sigrún Ólafsdóttir, netfang sigrun.olafs@islandsbanki.is, sími 440 4172. Umsóknarfrestur er til og með 11. desember 2016.

 

Við bjóðum góða þjónustu. Hjá Íslandsbanka starfa um 950 starfsmenn. Við sækjumst eftir starfsfólki sem er jákvætt, faglegt og framsýnt og leitar ávallt bestu lausna fyrir viðskiptavini bankans. Framtíðarsýn Íslandsbanka er að vera númer eitt í þjónustu.

 

Íslandsbanki er stoltur handhafi Gullmerkis Jafnlaunaúttektar PwC.

 

Sjáðu hvað starfsfólk hefur að segja um vinnustaðinn: Hvað segir fólkið okkar?

 

 

Sækja um starfið

Almenn starfsumsókn

Ef ekkert starf er auglýst getur þú sent inn almenna starfsumsókn.

Almenn starfsumsókn

Starfsfólk Íslandsbanka

Það er viðhorf stjórnenda Íslandsbanka að fjárfesting í starfsfólki sé lykillinn að velgengni bankans og mikilvægt sé að byggja upp fjölbreyttan hóp starfsmanna sem býr yfir ólíkri reynslu, þekkingu og hæfileikum.

Íslandsbanki er krefjandi vinnustaður þar sem samvinna er lykillinn að árangri. Starfsfólk Íslandsbanka er hvatt til að sýna frumkvæði, axla ábyrgð, læra nýja hluti, koma með hugmyndir og sýna það besta sem í því býr. Fjárhagslegur styrkur bankans, ásamt þekkingu og hæfileikum starfsfólksins eru undirstaða fyrirtækisins og grunnurinn að framtíðaruppbyggingu þess.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall