Störf í boði

Ráðningavefur Íslandsbanka

Á ráðningavefnum getur þú sótt um auglýst störf eða lagt inn almenna starfsumsókn. 

Þar er einnig hægt að skrá eða uppfæra grunnupplýsingar, skipta um mynd, bæta inn viðhengjum og eyða þeim sem eru úreld.

Sumarstörf

Tekið er við umsóknum um sumarstörf út mars 2015. Smelltu á Sumarstörf hér að neðan til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað.

Auglýst störf í boði

Íslandsbanki leitar eftir öflugum rekstraraðila til starfa við þjónustu og innleiðingu hugbúnaðar á sviði markaðsviðskipta. Markaðslausnir er deild innan Hugbúnaðarlausna sem er m.a. ábyrg fyrir lausnum á sviði markaðsviðskipta (verðbréfa og gjaldeyrismiðlun, fyrirtækjaráðgjöf og greining). Um er að ræða daglegan rekstur við núverandi lausnir og þátttöku í fyrirliggjandi stórum innleiðingarverkefnum á erlendum hugbúnaði. Lögð er mikil áherslu á þjónustu við viðskiptaeiningarnar og gæði í vali og útfærslu lausna. Leitað er að einstaklingi sem hefur metnað í starfi, hefur frumkvæði og gæðahugsun að leiðarljósi og hefur brennandi áhuga á að starfa með öflugum og skemmtilegum hópi að krefjandi verkefnum.

Helstu verkefni:

  • Rekstur kerfislausna og rekstrartengd þjónusta við Markaði

  • Þátttaka í vali á hugbúnaðarlausnum, og greiningu og hönnun samþættingar við kerfislandslag bankans

  • Verkefnatengd þjónusta við viðskiptavini og ráðgjöf

Þekking og reynsla:

  • Háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði eða sambærileg menntun

  • Góð þekking og reynsla af forritun í .Net (WCF, WPF) og SQL Server

  • Þekking á verðbréfa-, gjaldeyris- og afleiðuvörum mikill kostur

  • Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum

  • Þekking á Python, WebMethods, Oracle og Sybase er kostur

  • Reynsla af starfi hjá fjármálafyrirtæki æskileg

Frekari upplýsingar veitir Jóhann Friðgeir Haraldsson, forstöðumaður hugbúnaðarlausna, johann.fridgeir.haraldsson@islandsbanki.is, sími: 440 4065. Tengiliður á mannauðssviði er Ásta Sigríður Skúladóttir, asta.skuladottir@islandsbanki.is sími: 440 4186. Umsóknir óskast fylltar út á www.islandsbanki.is. Umsóknarfrestur er til og með 13. apríl 2015.

Sækja um starfið

Íslandsbanki óskar að ráða sumarstarfsmenn til afleysinga sumarið 2015. Lágmarksaldur sumarstarfsmanna eru 20 ár og miðað er við að þeir hafi lokið stúdentsprófi

Sækja um starfið

Almenn starfsumsókn

Ef ekkert starf er auglýst getur þú sent inn almenna starfsumsókn.

Almenn starfsumsókn

Starfsfólk Íslandsbanka

Það er viðhorf stjórnenda Íslandsbanka að fjárfesting í starfsfólki sé lykillinn að velgengni bankans og mikilvægt sé að byggja upp fjölbreyttan hóp starfsmanna sem býr yfir ólíkri reynslu, þekkingu og hæfileikum.

Íslandsbanki er krefjandi vinnustaður þar sem samvinna er lykillinn að árangri. Starfsfólk Íslandsbanka er hvatt til að sýna frumkvæði, axla ábyrgð, læra nýja hluti, koma með hugmyndir og sýna það besta sem í því býr. Fjárhagslegur styrkur bankans, ásamt þekkingu og hæfileikum starfsfólksins eru undirstaða fyrirtækisins og grunnurinn að framtíðaruppbyggingu þess.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall