Störf í boði

Ráðningavefur Íslandsbanka

Á ráðningavefnum getur þú sótt um auglýst störf eða lagt inn almenna starfsumsókn. 

Þar er einnig hægt að skrá eða uppfæra grunnupplýsingar, skipta um mynd, bæta inn viðhengjum og eyða þeim sem eru úreld.

Auglýst störf í boði

Hlutverk Regluvörslu er að fylgjast með og meta reglulega hæfi og skilvirkni ráðstafana Íslandsbanka sem miða að því að bankinn, stjórn og starfsmenn starfi ávallt í samræmi við gildandi lög, reglugerðir og innri reglur bankans á sviði verðbréfaviðskipta og peningaþvættisvarna.

Við leitum að kraftmiklum og framtakssömum einstaklingi í hópinn.


Æskilegt að viðkmandi geti hafið störf sem fyrst.


Helstu verkefni:

 • Umsjón og eftirlit með peningaþvættisvörnum

 • FATCA (Foreign Account Tax Compliance Act)

 • Samskipti við ytri eftirlitsaðila og ráðgjöf inna bankans

 • Önnur verkefni eftir nánara samkomulagi

Hæfniskröfur:

 • Fullnaðarpróf í lögfræði

 • Þekking á peningaþvættisvörnum æskileg

 • Þekking og áhugi á starfsemi viðskiptabanka æskileg

 • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

 • Nákvæmni og skipulagshæfni

Nánari upplýsingar veitir Rut Gunnarsdóttir , regluvörður, sími 440 4586, netfang: rut.gunnarsdottir@islandsbanki.is

Á Mannauðssviði veitir Sigrún Ólafsdóttir, ráðningastjóri nánari upplýsingar, sími 440 4172, netfang: sigrun.olafs@islandsbanki.is.

Umsóknir óskast fylltar út á www.islandsbanki.is og sendar ásamt ítarlegri ferilskrá. Umsóknarfrestur er til og með 11. október nk.

Við bjóðum góða þjónustu. Hjá Íslandsbanka starfa um 1.000 starfsmenn. Við sækjumst eftir starfsfólki sem er jákvætt, faglegt og framsýnt og leitar ávallt bestu lausna fyrir viðskiptavini bankans. Framtíðarsýn Íslandsbanka er að vera númer eitt í þjónustu.

Hvað segir fólkið okkar? Sjáðu hvað starfsfólk hefur að segja um vinnustaðinn: https://www.islandsbanki.is/um-islandsbanka/vinnustadurinn/hvad-segir-folkid-okkar/

Sækja um starfið

Áhættustýring er svið innan Íslandsbanka sem stuðlar að upplýstri ákvarðanatöku og sterkri áhættuvitund stjórnar og starfsmanna bankans. Líkanagerð er deild innan áhættustýringar sem hefur það hlutverk að þróa og innleiða áhættulíkön sem eru notuð í tengslum við útlánaáhættu. Deildin sinnir einnig sérhæfðum greiningarverkefnum fyrir aðrar einingar bankans.

Íslandsbanki óskar eftir að ráða öflugan liðsmann í hóp metnaðarfullra, reynslumikilla og samhentra sérfræðinga.

Helstu verkefni:

 • Þróun og innleiðing áhættulíkana sem eru notuð til að meta bæði virðisrýrnun og eiginfjárþörf í samræmi við nýjar kröfur (CRD IV og IFRS9)

 • Þróun og túlkun álagsprófa fyrir útlánaáhættu

 • Sérhæfð greiningarverkefni

 • Kynningar og samskipti við hagsmunaaðila innan og utan bankans vegna ofangreindra verkefna

Hæfniskröfur:

 • Greiningarhæfni, samskiptahæfni, frumkvæði, sjálfstæð og öguð vinnubrögð

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er æskileg

 • Framúrskarandi stærðfræði- og tölfræðiþekking

 • Reynsla af forritun í R eða sambærilegu forritunarmáli

 • Staðgóð þekking á gagnagrunnum og notkun fyrirspurnartóla

 • Hæfni til að koma frá sér efni í ræðu og riti, bæði á íslensku og ensku

 • Reynsla af áhættustýringu og þekking á bankastarfsemi er kostur

Nánari upplýsingar:

Kristján Rúnar Kristjánsson, forstöðumaður Útlánaáhættu og líkanagerðar, sími 440 2755, netfang: kristjan.kristjansson@islandsbanki.is Á Mannauðssviði veitir Sigrún Ólafsdóttir nánari upplýsingar, sími 440 4172, netfang: sigrun.olafs@islandsbanki.is

Umsóknir óskast fylltar út á www.islandsbanki.is Umsóknarfrestur er til og með 11. október nk.

Sækja um starfið

Við leitum að metnaðarfullum og skemmtilegum snillingum sem hafa áhuga á að starfa í sterkri liðsheild. Um er að ræða spennandi og krefjandi verkefni sem snúa að þjónustu og ráðgjöf varðandi rekstur, hugbúnað, vélbúnað, samskiptabúnað, gagnavöktun, eftirlit o.fl. Snillingarnir munu starfa í öflugu teymi sérfræðinga í skemmtilegu og fjölbreyttu starfsumhverfi þar sem sífellt er verið að takast á við nýja hluti og breytingar.

Við leitum að snillingum með mikla reynslu eða með góðan grunn og tilbúnum til að læra. Flóran er fjölbreytt hjá okkur en hér eru dæmi um kerfi og annað þar sem við viljum bæta okkur:


 • Microsoft

 • Linux (RHEL/OL)

 • Net (Cisco, Fortinet, Brocade)

 • Gagnagrunnsrekstur (MSSQL og Oracle)

 • Eftirlitskerfi (Nagios, Solarwinds, ManageEngine)

 • Ýmis sértæk fjármálakerfi

 • Notenda- og vettvangsþjónusta


Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun í tölvunarfræði, kerfisfræði, verkfræði eða sambærilegt

 • Reynsla af rekstri ofangreindra kerfa er kostur

 • Gott vald á íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli

 • Skipulagshæfni, sjálfstæð og öguð vinnubrögð

 • Mikil þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum

 • Gríðarlega jákvætt hugarfar og vilji til að vinna með sambærilegum snillingum


Nánari upplýsingar veitir: Óskar Skúlason, deildarstjóri Tækniþjónustu, netfang: oskar.skulason@islandsbanki.is. Tengiliður á mannauðssviði er Sigrún Ólafsdóttir, sími 440 4172, netfang: sigrun.olafs@islandsbanki.is Umsóknir óskast fylltar út á www.islandsbanki.is og sendar ásamt ítarlegri ferilskrá fyrir 12. október nk.

Sækja um starfið

Hlutverk Innri endurskoðunar er að veita Íslandsbanka óháða og hlutlæga staðfestingu og ráðgjöf sem ætlað er að vera virðisaukandi og bæta rekstur bankans og félaga í hans eigu. Innri endurskoðun leggur mat á og bætir virkni áhættustýringar, eftirlitsaðferða og stjórnarhátta með kerfisbundnum og öguðum vinnubrögðum.

Við leitum að reynslumiklum, öflugum og skipulögðum sérfræðingi til að slást í hópinn, sérfræðingi sem er tilbúinn að takast á við skemmtileg og krefjandi verkefni.


Helstu verkefni:

 • Úttektir á virkni, öryggi og stjórnarháttum upplýsingakerfa

 • Úrvinnsla og greining gagna úr gagnagrunnum og vöruhúsi gagna

 • Úttektir á starfsemi Íslandsbanka, dótturfélaga og þjónustuaðila

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi

 • Reynsla af rekstri og þróun upplýsingakerfa

 • Reynsla af innri endurskoðun, áhættugreiningu og áhættustýringu æskileg

 • Þekking á notkun fyrirspurnar- og greiningartækja og virkni gagnagrunna

 • Færni til að meta réttleika gagna og úrvinnslu

 • Þekking á starfsemi og lagaumgjörð fjármálafyrirtækja æskileg

 • Reynsla og hæfni í kynningum á íslensku og ensku í ræðu og rituðu máli

Nánari upplýsingar veitir Ágúst Hrafnkelsson, sími 440 4713 agust.hrafnkelsson@islandsbanki.is Umsóknir óskast fylltar út á www.islandsbanki.is og sendar inn ásamt ferilskrá. Upplýsingar á mannauðssviði veitir Sigrún Ólafsdóttir sími 440-4172, sigrun.olafs@islandsbanki.is Umsóknarfrestur er til og með 14. október nk.

Við bjóðum góða þjónustu. Hjá Íslandsbanka starfa um 1.000 starfsmenn. Við sækjumst eftir starfsfólki sem er jákvætt, faglegt og framsýnt og leitar ávallt bestu lausna fyrir viðskiptavini bankans. Framtíðarsýn Íslandsbanka er að vera númer eitt í þjónustu.

Hvað segir fólkið okkar? Sjáðu hvað starfsfólk hefur að segja um vinnustaðinn: https://www.islandsbanki.is/um-islandsbanka/vinnustadurinn/hvad-segir-folkid-okkar/

Sækja um starfið

Almenn starfsumsókn

Ef ekkert starf er auglýst getur þú sent inn almenna starfsumsókn.

Almenn starfsumsókn

Starfsfólk Íslandsbanka

Það er viðhorf stjórnenda Íslandsbanka að fjárfesting í starfsfólki sé lykillinn að velgengni bankans og mikilvægt sé að byggja upp fjölbreyttan hóp starfsmanna sem býr yfir ólíkri reynslu, þekkingu og hæfileikum.

Íslandsbanki er krefjandi vinnustaður þar sem samvinna er lykillinn að árangri. Starfsfólk Íslandsbanka er hvatt til að sýna frumkvæði, axla ábyrgð, læra nýja hluti, koma með hugmyndir og sýna það besta sem í því býr. Fjárhagslegur styrkur bankans, ásamt þekkingu og hæfileikum starfsfólksins eru undirstaða fyrirtækisins og grunnurinn að framtíðaruppbyggingu þess.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall