Störf í boði

Ráðningavefur Íslandsbanka

Á ráðningavefnum getur þú sótt um auglýst störf eða lagt inn almenna starfsumsókn. 

Þar er einnig hægt að skrá eða uppfæra grunnupplýsingar, skipta um mynd, bæta inn viðhengjum og eyða þeim sem eru úreld.

Auglýst störf í boði

Íslandsbanki er á vegferð til stafrænnar forystu, hvort sem er með öflugri innri stafrænni þróun sem byggir á endurhögun allra grunnkerfa eða samstarfi við spræka sprota. Við leggjum allt í að veita bestu bankaþjónustuna með frábærum stafrænum lausnum.

 

Við auglýsum nú eftir forstöðumanni Dreifileiða og nýsköpunar sem ber ábyrgð á stafrænni viðskiptaþróun bankans og samstarfi við nýsköpunarfyrirtæki. Dreifileiðir og nýsköpun bera einnig ábyrgð á vefjum bankans, netbanka, appi, fyrirtækjabanka og stafrænni sókn, hvort sem er meðal einstaklinga, fyrirtækja eða fagfjárfesta.

 

Við leitum að leiðtoga sem.

 

  • Brennur fyrir persónumiðaðri stafrænni þjónustu
  • Hefur eldmóð fyrir framtíð fjármálaþjónustu
  • Býr yfir framúrskarandi skipulags- og stjórnunarhæfni
  • Hefur dug til að drífa áfram sterkan hóp sérfræðinga til sóknar í spennandi umhverfi

 

Dreifileiðir og nýsköpun er ein fimm eininga sviðsins Viðskipta og þróunar. Sviðið ber meðal annars ábyrgð á stefnumörkun, viðskiptaþróun, markaðsmálum, viðskiptatengslum og viðskiptagreiningu.

 

Nánari upplýsingar veitir Björgvin Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskipta og þróunar, bjorgvin.ingi.olafsson@islandsbanki.is sími 844 2707.

 

Á mannauðssviði veitir Ásta Sigríður Skúladóttir, ráðgjafi nánari upplýsingar, asta.skuladottir@islandsbanki.is sími 440 4186.

 

Umsóknir óskast fylltar út á www.islandsbanki.is og sendar ásamt ítarlegri ferilskrá. Umsóknarfrestur er til og með 30. október.

 

Við bjóðum góða þjónustu. Hjá Íslandsbanka starfa um 950 starfsmenn. Við leitum að starfsfólki sem er jákvætt, faglegt og framsýnt og leitar ávallt bestu lausna fyrir viðskiptavini bankans. Framtíðarsýn Íslandsbanka er að vera númer eitt í þjónustu.

 

Íslandsbanki er stoltur handhafi Gullmerkis Jafnlaunaúttektar PwC.

 

Hvað segir fólkið okkar? Sjáðu hvað starfsfólk hefur að segja um vinnustaðinn: www.islandsbanki.is/folkid-okkar

 

 

Sækja um starfið

Íslandsbanki leitar að metnaðarfullum og faglegum verkefnastjóra í upplýsingatækni. Viðkomandi verður hluti af Verkefnastýringu, sem er stoðdeild við aðrar deildir í upplýsingatækni og vinnur þvert á þær, auk þess að vera í miklum samskiptum við aðrar deildir bankans.

 

Í Verkefnastýringu vinna nokkrir af öflugustu verkefnastjórum landsins í upplýsingatækni og áhersla er á stöðuga framþróun í faginu.

 

Hæfniskröfur:

  • A.m.k. 5 ára reynsla af verkefnastýringu upplýsingatækniverkefna
  • Háskólapróf, MPM er kostur
  • IPMA C eða B vottun er kostur
  • Reynsla úr fjármálageiranum er kostur
  • Metnaður fyrir að skila góðu verki
  • Öguð vinnubrögð, frumkvæði og drifkraftur

 

Nánari upplýsingar veitir Aðalbjörn Þórólfsson, deildarstjóri Verkefnastýringar, sími 440 2876 adalbjorn.thorolfsson@islandsbanki.is, Á Mannauðssviði veitir Sigrún Ólafsdóttir nánari upplýsingar, sími 440 4172, sigrun.olafs@islandsbanki.is.

 

Umsóknir óskast fylltar út á www.islandsbanki.is og sendar inn ásamt kynningarbréfi. Umsóknarfrestur er til og með 23. október nk.

 

Við bjóðum góða þjónustu. Hjá Íslandsbanka starfa um 950 starfsmenn. Við sækjumst eftir starfsfólki sem er jákvætt, faglegt og framsýnt og leitar ávallt bestu lausna fyrir viðskiptavini bankans. Framtíðarsýn Íslandsbanka er að vera númer eitt í þjónustu.

 

Íslandsbanki er stoltur handhafi Gullmerkis Jafnlaunaúttektar PwC.

 

Hvað segir fólkið okkar? Sjáðu hvað starfsfólk hefur að segja um vinnustaðinn: https://www.islandsbanki.is/um-islandsbanka/vinnustadurinn/hvad-segir-folkid-okkar/

Sækja um starfið

Almenn starfsumsókn

Ef ekkert starf er auglýst getur þú sent inn almenna starfsumsókn.

Almenn starfsumsókn

Starfsfólk Íslandsbanka

Það er viðhorf stjórnenda Íslandsbanka að fjárfesting í starfsfólki sé lykillinn að velgengni bankans og mikilvægt sé að byggja upp fjölbreyttan hóp starfsmanna sem býr yfir ólíkri reynslu, þekkingu og hæfileikum.

Íslandsbanki er krefjandi vinnustaður þar sem samvinna er lykillinn að árangri. Starfsfólk Íslandsbanka er hvatt til að sýna frumkvæði, axla ábyrgð, læra nýja hluti, koma með hugmyndir og sýna það besta sem í því býr. Fjárhagslegur styrkur bankans, ásamt þekkingu og hæfileikum starfsfólksins eru undirstaða fyrirtækisins og grunnurinn að framtíðaruppbyggingu þess.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall