Störf í boði

Ráðningavefur Íslandsbanka

Á ráðningavefnum getur þú sótt um auglýst störf eða lagt inn almenna starfsumsókn. 

Þar er einnig hægt að skrá eða uppfæra grunnupplýsingar, skipta um mynd, bæta inn viðhengjum og eyða þeim sem eru úreld.

Auglýst störf í boði

Íslandsbanki leitar að öflugum deildarstjóra til starfa í Lögfræðiinnheimtu bankans. Meginhlutverk deildarinnar er að veita útibúum framúrskarandi þjónustu varðandi innheimtu vanskila og umsjón fullnustueigna. Hjá Lögfræðiinnheimtu starfa 15 manns og heyrir deildin undir Útibúaþjónustu sem sinnir, auk lögfræðiinnheimtu, bakvinnslu lána og greiðslumiðlun.


Helstu verkefni:

 • Dagleg stjórnun og starfsmannamál

 • Tryggja skilvirka innheimtu vanskilaskulda

 • Samningar við skuldara

 • Ábyrgð á fullnustueignum bankans

 • Málflutningur

Hæfniskröfur:

 • Meistarapróf í lögfræði og málflutningsréttindi

 • Stjórnunarreynsla æskileg

 • Reynsla af lögfræðistörfum á fjármálamarkaði æskileg

 • Frumkvæði, drifkraftur og samskiptahæfni

 • Þekking og reynsla af ferlamálum

Nánari upplýsingar veitir Ástrún Björk Ágústsdóttir, Útibúaþjónustu, sími 844 3993, astrun.agustsdottir@islandsbanki.is Umsóknir óskast fylltar út á www.islandsbanki.is og sendar ásamt ítarlegri ferilskrá. Tengiliður á mannauðssviði er Elísabet Helgadóttir sími 440 4865, elisabet.helgadottir@islandsbanki.is. Umsóknarfrestur er til og með 4. september næstkomandi.

Sækja um starfið

Leitað er að kraftmiklum starfsmanni í lið ráðgjafa útibúsins. Við leitum að áhugasömum einstaklingi, sem hefur frumkvæði, metnað og vilja til að veita viðskiptavinum úrvalsþjónustu.

Helstu verkefni:

 • Fjármálaráðgjöf til einstaklinga

 • Kynna nýja þjónustu og dreifileiðir s.s. app og sjálfsafgreiðslu

 • Veita framúrskarandi þjónustu

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun

 • Reynsla úr starfi hjá fjármálafyrirtæki kostur

 • Þjónustulipurð og álagsþol

 • Nákvæmni og talnaskilningur

 • Samstarfshæfni

Umsóknir óskast fylltar út á www.islandsbanki.is og sendar ásamt ítarlegri ferilskrá. Nánari upplýsingar veitir Hanna Dóra Jóhannesdóttir, viðskiptastjóri einstaklinga, hanna.dora.johannesdottir@islandsbanki.is sími 440 3457 Tengiliður á mannauðssviði er Sigrún Ólafsdóttir, sigrun.olafs@islandsbanki.is sími 440 4172. Umsóknarfrestur er til og með 7. september nk.

Sækja um starfið

Almenn starfsumsókn

Ef ekkert starf er auglýst getur þú sent inn almenna starfsumsókn.

Almenn starfsumsókn

Starfsfólk Íslandsbanka

Það er viðhorf stjórnenda Íslandsbanka að fjárfesting í starfsfólki sé lykillinn að velgengni bankans og mikilvægt sé að byggja upp fjölbreyttan hóp starfsmanna sem býr yfir ólíkri reynslu, þekkingu og hæfileikum.

Íslandsbanki er krefjandi vinnustaður þar sem samvinna er lykillinn að árangri. Starfsfólk Íslandsbanka er hvatt til að sýna frumkvæði, axla ábyrgð, læra nýja hluti, koma með hugmyndir og sýna það besta sem í því býr. Fjárhagslegur styrkur bankans, ásamt þekkingu og hæfileikum starfsfólksins eru undirstaða fyrirtækisins og grunnurinn að framtíðaruppbyggingu þess.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall