Störf í boði

Ráðningavefur Íslandsbanka

Á ráðningavefnum getur þú sótt um auglýst störf eða lagt inn almenna starfsumsókn. 

Þar er einnig hægt að skrá eða uppfæra grunnupplýsingar, skipta um mynd, bæta inn viðhengjum og eyða þeim sem eru úreld.

Auglýst störf í boði

Í útibúi bankans við Suðurlandsbraut starfa hraðþjónusturáðgjafar sem hafa það hlutverk að taka á móti viðskiptavinum og aðstoða í sjálfsafgreiðslu og sinna jafnframt hefðbundnum gjaldkerastörfum. Með þessu er hægt að gera heimsókn í útibúið sem ánægjulegasta fyrir viðskiptavininn.

Við leitum að starfsmanni í hópinn. Viðkomandi þarf að vera áhugasamur, jákvæður og að hafa metnað og vilja til að veita viðskiptavinum okkar úrvalsþjónustu.

 

Viðkomandi þarf að geta hafið störf fljótlega og unnið til loka ágúst 2018. 

Helstu verkefni:

 • Gestgjafar útibúsins
 • Þarfagreina viðskiptavini
 • Stýra umferðinni í útibúinu
 • Veita viðskiptavinum ráðgjöf og aðstoð í hraðbanka, Appi, Kass og netbanka
 • Fræða og kenna viðskiptavinum að hjálpa sér sjálfir
 • Gjaldkerastörf

 

Hæfniskröfur:

 • Þjónustulipurð og jákvætt viðmót
 • Frumkvæði til að nálgast og tala við viðskiptavini
 • Reynsla af störfum hjá fjármálafyrirtæki kostur
 • Að geta unnið undir álagi
 • Nákvæmni og talnaskilningur

 

Nánari upplýsingar veitir Dröfn Guðnadóttir, Viðskiptastjóri einstaklinga, sími 440-3344, netfang: drofn.gudnadottir@islandsbanki.is . Á mannauðssviði veitir Sigrún Ólafsdóttir nánari upplýsingar, sími 440 4172, sigrun.olafs@islandsbanki.is.

Umsóknir óskast fylltar út á www.islandsbanki.is og sendar inn ásamt ferilskrá.

 

Umsóknarfrestur er til og með 29. ágúst nk.

 

Við bjóðum góða þjónustu. Hjá Íslandsbanka starfa um 900 starfsmenn. Við sækjumst eftir starfsfólki sem er jákvætt, faglegt og framsýnt og leitar ávallt bestu lausna fyrir viðskiptavini bankans. Framtíðarsýn Íslandsbanka er að vera númer eitt í þjónustu.

Íslandsbanki er stoltur handhafi Gullmerkis Jafnlaunaúttektar PwC.

 

Hvað segir fólkið okkar? Sjáðu hvað starfsfólk hefur að segja um vinnustaðinn: https://www.islandsbanki.is/um-islandsbanka/vinnustadurinn/hvad-segir-folkid-okkar/

 

Sækja um starfið

Sumarstörf 2017

Vinsamlega athugið að umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar nk.

Almenn starfsumsókn

Ef ekkert starf er auglýst getur þú sent inn almenna starfsumsókn.

Almenn starfsumsókn

Starfsfólk Íslandsbanka

Það er viðhorf stjórnenda Íslandsbanka að fjárfesting í starfsfólki sé lykillinn að velgengni bankans og mikilvægt sé að byggja upp fjölbreyttan hóp starfsmanna sem býr yfir ólíkri reynslu, þekkingu og hæfileikum.

Íslandsbanki er krefjandi vinnustaður þar sem samvinna er lykillinn að árangri. Starfsfólk Íslandsbanka er hvatt til að sýna frumkvæði, axla ábyrgð, læra nýja hluti, koma með hugmyndir og sýna það besta sem í því býr. Fjárhagslegur styrkur bankans, ásamt þekkingu og hæfileikum starfsfólksins eru undirstaða fyrirtækisins og grunnurinn að framtíðaruppbyggingu þess.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall