Störf í boði

Ráðningavefur Íslandsbanka

Á ráðningavefnum getur þú sótt um auglýst störf eða lagt inn almenna starfsumsókn. 

Þar er einnig hægt að skrá eða uppfæra grunnupplýsingar, skipta um mynd, bæta inn viðhengjum og eyða þeim sem eru úreld.

Auglýst störf í boði

Íslandsbanki er alhliða banki og þjónar breiðum hóp viðskiptavina. Viðskiptabanki hefur umsjón með starfsemi útibúa bankans, en þau veita fjölbreytta bankaþjónustu fyrir einstaklinga og smærri og meðalstór fyrirtæki. Íslandsbanki starfrækir alls 13 útibú um allt land.


Helstu verkefni:

 

 • Yfirumsjón og ábyrgð á rekstri
 • Öflun nýrra viðskiptavina og viðhalda samskiptum við núverandi viðskiptavini
 • Undirbúningur, greining og vinnsla lánamála
 • Sölu- og markaðsuppbygging
 • Starfsmannamál

 

Hæfniskröfur:

 

 • Háskólamenntun, viðskiptafræði eða sambærileg menntun
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Greiningarhæfni og reynsla af stjórnun
 • Reynsla úr fjármálafyrirtækjum eða rekstri fyrirtækja

 

 

Nánari upplýsingar veitir Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptabanka sími 440 2880, una.steinsdottir@islandsbanki.is. Tengiliður á mannauðssviði er Sigrún Ólafsdóttir sigrun.olafs@islandsbanki.is sími 440 4172. Umsóknir óskast fylltar út á www.islandsbanki.is og sendar ásamt ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi. Umsóknarfrestur er til og með 30. mars nk.

 

Við bjóðum góða þjónustu. Hjá Íslandsbanka starfa um 950 starfsmenn. Við sækjumst eftir starfsfólki sem er jákvætt, faglegt og framsýnt og leitar ávallt bestu lausna fyrir viðskiptavini bankans. Framtíðarsýn Íslandsbanka er að vera númer eitt í þjónustu.

 

Íslandsbanki er stoltur handhafi Gullmerkis Jafnlaunaúttektar PwC. Árið 2016 fékk Íslandsbanki þekkingarverðlaun FVH fyrir mannauðsstjórnun og hvatningarverðlaun jafnréttismála.

 

Hvað segir fólkið okkar? Sjáðu hvað starfsfólk hefur að segja um vinnustaðinn: https://www.islandsbanki.is/um-islandsbanka/vinnustadurinn/hvad-segir-folkid-okkar/

 

Sækja um starfið

Við leitum að öflugum, jákvæðum og úrræðagóðum einstaklingi á þjónustuborð Framlínuþjónustu sem bætast mun í 19 manna hóp sérfræðinga sem vinnur í deildinni. Við leggjum áherslu á búa starfsfólki okkar bestu aðstæður til að sinna verkefnum sínum.

 

Helstu verkefni:

 • Móttaka, greining, úrvinnsla og úthlutun verkbeiðna sem berast á þjónustuborðið í gegnum tölvupóst, síma eða verkbeiðnakerfi bankans
 • Fyrsta stigs tækni- og notendaaðstoð við starfsmenn bankans.
 • Ýmis verkefni sem tengjast aðgangi notenda að kerfum og gögnum bankans.
 • Önnur tilfallandi verkefni

 

Hæfniskröfur

 • Mjög góð almenn tölvukunnátta og þekking á Microsoft stýrikerfi og hugbúnaði
 • Greiningarhæfni sem nýtist við bilanagreiningu
 • Fagleg, sjálfstæð og öguð vinnubrögð
 • Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
 • Gott vald á íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli
 • Skipulagshæfni og jákvætt hugarfar

 

Nánari upplýsingar veitir: Íris Dögg Kristmundsdóttir, deildarstjóri Framlínuþjónustu, sími 844 2786, netfang: iris.dogg.kristmundsdottir@islandsbanki.is. Á mannauðssviði veitir Sigrún Ólafsdóttir nánari upplýsingar, sími 440 4172, netfang: sigrun.olafs@islandsbanki.is.


Umsóknir óskast fylltar út á www.islandsbanki.is og sendar inn ásamt ferilskrá. Umsóknarfrestur er til og með 26. mars nk.

 

Við bjóðum góða þjónustu. Hjá Íslandsbanka starfa um 950 starfsmenn. Við sækjumst eftir starfsfólki sem er jákvætt, faglegt og framsýnt og leitar ávallt bestu lausna fyrir viðskiptavini bankans. Framtíðarsýn Íslandsbanka er að vera númer eitt í þjónustu.

 

Íslandsbanki er stoltur handhafi Gullmerkis Jafnlaunaúttektar PwC.

 

Hvað segir fólkið okkar? Sjáðu hvað starfsfólk hefur að segja um vinnustaðinn: https://www.islandsbanki.is/um-islandsbanka/vinnustadurinn/hvad-segir-folkid-okkar/

Sækja um starfið

Við leitum af öflugum, jákvæðum og kraftmiklum einstaklingi í starf atvika- og verkefnastjóra.

Atvikastjóri er eigandi atvikaferils í Tækniþjónustu og tryggir að starfsmenn fylgi atvikaferli þegar upp koma rekstraratvik. Atvikastjóri hefur einnig hlutverk sem tæknilegur verkefnastjóri og sinnir tilfallandi verkefnastýringu í Tækniþjónustu.

 

Helstu verkefni:

 • Utanumhald og samræming í atvikaskráningu
 • Tryggir skilvirkni atvikaferils og fylgir eftir úrvinnslu síendurtekinna atvika (problem management)
 • Hefur hlutverkið krísustjóri í stærri atvikum (major incidents)
 • Eignarhald á eftirlitskerfum og eftirfylgni tilkynninga úr þeim
 • Verkefnastýring og gæðamál

Hæfniskröfur

 • Háskóla- eða sérfræðimenntun sem nýtist í starfi
 • A.m.k. 3 ára reynsla af verkefnastýringu upplýsingatækniverkefna
 • Yfirgripsmikil þekking á ITIL
 • Fagleg, sjálfstæð og öguð vinnubrögð
 • IPMA C vottun er kostur
 • Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
 • Gott vald á íslensku og ensku, jafnt töluðu sem rituðu máli

 

Nánari upplýsingar veitir: Íris Dögg Kristmundsdóttir, deildarstjóri Framlínuþjónustu, sími 844 2786, netfang: iris.dogg.kristmundsdottir@islandsbanki.is. Á mannauðssviði veitir Sigrún Ólafsdóttir nánari upplýsingar, sími 440 4172, netfang: sigrun.olafs@islandsbanki.is.


Umsóknir óskast fylltar út á www.islandsbanki.is og sendar inn ásamt ferilskrá. Umsóknarfrestur er til og með 26. mars nk.

Við bjóðum góða þjónustu. Hjá Íslandsbanka starfa um 950 starfsmenn. Við sækjumst eftir starfsfólki sem er jákvætt, faglegt og framsýnt og leitar ávallt bestu lausna fyrir viðskiptavini bankans.

 

Framtíðarsýn Íslandsbanka er að vera númer eitt í þjónustu.

 

Íslandsbanki er stoltur handhafi Gullmerkis Jafnlaunaúttektar PwC.

 

Hvað segir fólkið okkar? Sjáðu hvað starfsfólk hefur að segja um vinnustaðinn: https://www.islandsbanki.is/um-islandsbanka/vinnustadurinn/hvad-segir-folkid-okkar/

 

Sækja um starfið

Sumarstörf 2017

Vinsamlega athugið að umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar nk.

Almenn starfsumsókn

Ef ekkert starf er auglýst getur þú sent inn almenna starfsumsókn.

Almenn starfsumsókn

Starfsfólk Íslandsbanka

Það er viðhorf stjórnenda Íslandsbanka að fjárfesting í starfsfólki sé lykillinn að velgengni bankans og mikilvægt sé að byggja upp fjölbreyttan hóp starfsmanna sem býr yfir ólíkri reynslu, þekkingu og hæfileikum.

Íslandsbanki er krefjandi vinnustaður þar sem samvinna er lykillinn að árangri. Starfsfólk Íslandsbanka er hvatt til að sýna frumkvæði, axla ábyrgð, læra nýja hluti, koma með hugmyndir og sýna það besta sem í því býr. Fjárhagslegur styrkur bankans, ásamt þekkingu og hæfileikum starfsfólksins eru undirstaða fyrirtækisins og grunnurinn að framtíðaruppbyggingu þess.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall