Spurt og svarað um sameiningu útibúa

Spurt og svarað um sameiningu 536, 537 og 546

Opna allt

Ákveðið hefur verið að sameina útibú Íslandsbanka í Þarabakka (537), á Digranesvegi í Kópavogi (536) og í Garðabæ (546) á nýjum stað í Norðurturni Smáralindar. Þar verður starfrækt öflugt og stórt útibú þar sem áhersla verður lögð á fjármálaþjónustu fyrir einstaklinga og lítil og meðalstór fyrirtæki.

Sameinað útibú mun þjóna sama svæði og núverandi útibú hafa þjónustað hingað til. Sameinað útibú verður mjög öflugt og afar vel í stakk búið til að þjónusta fyrirtæki og einstaklinga á skilvirkan hátt. Þá er sameiningin liður í að auka hagræði í rekstri útibúanets Íslandsbanka enn frekar.

Núverandi starfsfólk útibúanna mun flytja í Norðurturn en einhverjar breytingar verða. Reynt verður að finna starfsfólki önnur störf innan bankans.

Útibúið í Norðurturni verður formlega opnað 12.des kl. 12:00.

Útibústjóri sameinaðs útibús verður Lilja Pálsdóttir, útibússtjóri í Þarabakka. Viðskiptastóri einstaklinga verður Kári Tryggvason, núverandi viðskiptastjóri í Þarabakka.

Þjónusturáðgjafar munu koma frá öllum sameiningarútibúum en búast má við einhverjum breytingum.

Já, reikningsnúmer verða óbreytt en mögulegt er að bankanúmer breytist hjá einhverjum viðskiptavinum.

Lögð var áhersla á gott aðgengi fyrir viðskiptavini en nýja útibúið liggur nálægt stórum umferðaræðum. Næg bílastæði verða hjá nýja útibúinu.

Já, stefnt er á að það verði áfram hraðbankar í núverandi útibúum eða í nágrenni við þau.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall