Áheit

Enn á ný verður hlaupið til styrktar góðum málefnum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Áheitasöfnunin fer fram á hlaupastyrkur.is og er bæði einföld og skemmtileg. Allir sem ætla sér að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka ættu að skrá sig til leiks á vefnum og safna áheitum. Þar verður hægt að hlaða inn myndum, vera með kynningu um sig og sitt áheitafélag og síðast en ekki síst búa til myndbandið sitt til að senda í tölvupósti eða á Facebook til vina og vandamanna.

Góðgerðarfélag

Hlauparinn velur sér góðgerðarfélag til að láta áheitið ráðstafast til. Með því að nýta vefinn hlaupastyrkur.is er það von allra sem standa að hlaupinu að vefurinn verði til þess að söfnun áheita verði einfaldari, skemmtilegri og árangursríkari.

Skráningarferlið

Hlaupari skráir fyrst þátttöku sína á marathon.is, velur sér vegalengd, góðgerðarfélag og gengur frá formlegum upplýsingum svo hann skráist örugglega rétt inn í hlaupið. Þegar því er lokið fer hlauparinn inn á hlaupastyrkur.is smellir á „Nýskráning“ slær inn kennitöluna sína og þá sækir vefurinn skráningarupplýsingar hlauparans til maraþonsins. Og þá hefst fjörið – hlauparinn hleður inn myndum, setur inn upplýsingar um sig og sinn hlaupaferil og sendir allt saman á Facebook, Twitter eða í tölvupósti til vina og vandamanna.

Við hvetjum alla þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka til þess að láta sitt ekki eftir liggja, hlaupa til góðs og safna áheitum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall