Safnast hafa

Íslandsbanki hefur verið stoltur stuðningsaðili Reykjavíkurmaraþons síðan 1997.

Hlaupið hefur fest sig í sessi sem einn stærsti fjölskylduviðburður í Reykjavík. Maraþonið fer næst fram þann 19. ágúst 2017.

Reykjavíkurmaraþon 2016

Skráning í maraþonið fer fram á Maraþon.is. Hægt er að velja um að hlaupa 10km, hálft maraþon (21km), heilt maraþon (42km) eða boðhlaup þar sem 2-4 hlaupa heilt maraþon (42km), en einnig er hægt að hlaupa 3km skemmtiskokk. Krakkahlaupið er svo fastur liður fyrir yngstu krakkana.

Það ættu allir að finna vegalengd sem hentar og því engin ástæða til að hlaupa ekki!

Skráning á maraþon.is

Eftir að þú hefur skráð þig í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er tilvalið þú látir gott af þér leiða með því að skrá þig á Hlaupastyrkur.is.

Í fyrra söfnuðu hlauparar í maraþoninu yfir 80 milljónum króna. Þessir peningar renna til 167 góðgerðafélaga og nýtast í að byggja upp og viðhalda öflugu starfi.

Byrjaðu að safna

Það er í mörg horn að líta þegar þú undirbýrð þig fyrir hlaup. Það þarf að passa upp á að æfingaáætlun standist, mataræðið sé hollt og að skóbúnaður sé réttur.

Íslandsbanki leggur sitt að mörkum í undirbúningnum og starfrækir hlaupahóp sem hittist tvisvar í viku undir handleiðslu Silju Úlfarsdóttur. Hópurinn er ókeypis og öllum opinn

Hlaupahópurinn á Facebook

Maraþonmaðurinn

Við kynnum til sögunnar Maraþonmanninn Valdimar Guðmundsson, tónlistarmann.

Valdimar ætlar að hlaupa 10km til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands.

Fylgstu með undirbúningi Valdimars á Facebook og á Snapchat, fáðu hlaupaáætlun, lagalista og fleiri gagnlegar upplýsingar í leiðinni.

Fylgstu með á Mín ÁskorunFylgstu með á Facebook

5 góð ráð fyrir hlaupara

Íslandsbanki og samfélagið

Íslandsbanki hefur verið stuðningsaðili fyrir Reykjavíkurmaraþonið frá 1997. Heildarupphæð áheita sem hefur safnast í tengslum við maraþonið er rúmlega 545 milljónir króna.

Í fyrra söfnuðust

97.297.119 kr

Hlauparar frá upphafi

163.516

Í fyrra var safnað fyrir

164 málefni
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall