Ný skýrsla um samfélagslega ábyrgð 2016

Íslandsbanki hefur á síðustu árum skilað framvinduskýrslu um samfélagsábyrgð til UN Global Compact. Samfélagsskýrsla bankans fyrir árið 2014 var sú fyrsta þar sem stuðst er við GRI G4 og er hún í samræmi við kjarnaskilyrði GRI G4.

Samfélagsábyrgð er ein af þremur megin stefnuáherslum Íslandsbanka. Með útgáfu samfélagsskýrslunnar er leitast við að greina, meta og mæla þau áhrif sem starfsemi bankans hefur á umhverfið og samfélagið. Þá er skýrslan einnig gagnleg fyrir starfsfólk Íslandsbanka sem fær góða yfirsýn yfir framvindu verkefna bankans og með hvaða hætti þau hafa áhrif á samfélagið.

 

Fimm stoðir samfélagsábyrgðar:

  • Viðskipti: Íslandsbanki leggur áherslu á góða stjórnarhætti og hagkvæmni. Bankinn leitast við að þjóna viðskiptavinum sínum með því að hafa skýrt regluverk, veita gagnlegar upplýsingar og gæta jafnræðis meðal viðskiptavina
  • Fræðsla: Markmið Íslandsbanka er að auka þekkingu, færni og áhuga á fjármálum með því að bjóða upp á aðgengilega og áhugaverða fræðslu um fjármál og efnahagsmál. Fræðslunni er ætlað að vekja áhuga og aðstoða fólk við að taka upplýstar ákvarðanir um eigin fjármál.
  • Umhverfi: Íslandsbanki leggur áherslu á að vinna í takt við umhverfið og að lágmarka þau neikvæðu áhrif sem starfsemi bankans kann að hafa á umhverfið.
  • Vinnustaður: Ýtt er undir helgun starfsmanna með virkri þátttöku í samfélagsverkefnum, vellíðan á vinnustað og markvissri fræðslu. Markmið Íslandsbanka er að ráða, efla og halda í hæfileikaríkt og ábyrgt starfsfólk
  • Samfélag: Íslandsbanki leggur sitt af mörkum til að efla nærumhverfi sitt með því að styðja við félags-, menningar- og íþróttastarf auk þess að styrkja nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefni. Stuðningur er bæði í formi þátttöku starfsmanna og beins fjárstuðnings við valin verkefni.

Langar þig að vita meira? Náðu þér í eintak af skýrslunni hér neðar eða fáðu hana senda í pósti með því að smella á "Panta skýrslu".

Lestu skýrsluna

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall