Pappírslaus viðskipti

Íslandsbanki hefur hætt að senda út prentaða greiðsluseðla til einstaklinga vegna lána. Allir greiðsluseðlar verða eftir sem áður aðgengilegir í Netbankanum undir „Rafræn skjöl“. Við þessa aðgerð lækkar innheimtukostnaður við greiðsluseðla í samræmi við gjaldskrá bankans um netyfirlit.   

Vilt þú fá senda greiðsluseðla áfram?

Þeim sem vilja áfram fá senda greiðsluseðla í pósti bendum við á eftirfarandi leiðir:   

  • Senda tölvupóst á islandsbanki@islandsbanki.is og biðja um að fá senda prentaða greiðsluseðla
  • Hringja í þjónustuver okkar í síma 440 4000
  • Koma í næsta útibú okkar

Skráðu þig í sjálfvirka skuldfærslu

Við viljum einnig benda á að hægt er að lækka innheimtukostnaðinn enn frekar ef greiðsluseðillinn er skuldfærður sjálfkrafa af reikningi í hverjum mánuði. Þú getur skráð þig í sjálfvirka skuldfærslu með því að :

 

Fyrirtæki

Greiðsluseðlar verða áfram sendir í pósti til fyrirtækja vegna bókhaldslegra ástæðna. Fyrirtæki í viðskiptum við Íslandsbanka geta samt sem áður óskað eftir því að fá ekki senda prentaða greiðsluseðla frá Íslandsbanka.

  • Við bendum þeim fyrirtækjum sem óska eftir því að fá ekki senda prentaða seðla að senda tölvupóst á islandsbanki@islandsbanki.is eða hafa samband við sinn tengilið hjá Íslandsbanka. 

Þjónustuver Íslandsbanka mun góðfúslega veita viðskiptavinum allar frekari upplýsingar í síma 440 4000.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall