Frá viðskiptaáætlun til framkvæmdar

Ertu með viðskiptahugmynd

Íslandsbanki og FKA í samstarfi við Opna háskólann í HR standa fyrir námskeiði í gerð viðskiptaáætlana og í framhaldi af því samkeppni um bestu viðskiptaáætlunina, fyrir konur. 2.000.000 í boði fyrir bestu viðskiptaáætlunina

  • Ekki er nauðsynlegt að vera í FKA til að skrá sig á námskeiðið, né að vera viðskiptavinur Íslandsbanka til að fá niðurgreiðsluna.
  • Viðskiptaáætlanirnar eru metnar af matsnefnd í lok námskeiðs og 5 bestu viðskiptaáætlanirnar komast áfram í vinnustofu.
  • Að lokum verður besta áætlunin valin og fær hún 2.000.000 í styrk frá Íslandsbanka.

Námskeiðið og kennararnir

Í boði er faglega unnið námskeið þar sem leitast er við að bjóða þátttakendum bestu kennara sem völ er á í faginu.

Inntökuskilyrði: Þátttakandi þarf að hafa viðskiptahugmynd til að vinna með. Skila þarf inn grófri skilgreiningu á hugmyndinni á einni síðu við skráningu.  Þátttakandi skuldbindur sig til að vinna að gerð viðskiptaáætlunarinnar heima.

Vinnustofa

Að loknu námskeiði verða fimm viðskiptaáætlanir valdnar sem fá 8 klst. hver í nánari ráðgjöf við þróun viðskiptahugmyndarinnar þeim að kostnaðarlausu. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall