Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018

Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með fjárfestingakosti sem hafa það að markmiði að minnka útblástur koltvísýrings. 

Fyrr í vetur tilkynntu Íslandssjóðir, dótturfélag Íslandsbanka, stofnun græns skuldabréfasjóðs (IS Græn skuldabréf) ásamt því að Nasdaq Iceland opnaði fyrir markað fyrir samfélagslega ábyrg skuldabréf.

Græni skuldabréfasjóðurinn bættist þar með í hóp 9 annarra skuldabréfasjóða í faglegri stýringu hjá skuldabréfateymi Íslandssjóða sem hafa vakið athygli fyrir framúrskarandi ávöxtun. Sjóðstjórar Íslandssjóða ákváðu að taka þátt í útboði Reykjavíkurborgar fyrir hönd sjóðsins.

Vonast er til að þetta marki upphafið að líflegum markaði með samfélagslega ábyrga fjárfestingakosti sem bæði stofnanafjárfestar og almenningur getur nýtt til að beina fjármunum í fjárfestingar sem hafa samfélagslega ábata.

Kjartan Smári Höskuldsson framkvæmdastjóri Íslandssjóða segir að það séu spennandi tímar framundan.

,,Við hjá Íslandssjóðum höfum verið að benda á kosti þess að gefa út græn skuldabréf og er mjög ánægjulegt að Reykjavíkurborg taki þetta mikilvæga skref. Við trúum að með því hafi borgin opnað leið fyrir önnur fyrirtæki og stofnanir til að fylgja í kjölfarið. Útboðið staðfestir jafnframt grun okkar um að áhugi fjárfesta á þessum málum sé til staðar. "

Útboðslýsingu, lykilupplýsingar og nánari upplýsingar um sjóðinn má finna hér eða hjá verðbréfa- og lífeyrissþjónustu Íslandsbanka, í síma 440-4900.

Almennur fyrirvari

IS Græn skuldabréf er fjárfestingarsjóður og er sjóðurinn í rekstri Íslandssjóða hf., dótturfélags Íslandsbanka hf. Tekið skal fram að umfjöllun þessi er aðeins birt í upplýsingaskyni og skal því ekki litið á hana sem ráðleggingu/ráðgjöf um að ráðast eða ráðast ekki í tiltekna fjárfestingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum.

Fjárfestingu í sjóðum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta. Eignarhlutdeild í verðbréfa- eða fjárfestingarsjóði getur rýrnað, aukist eða staðið í stað og ber m.a. að hafa í huga áhættu vegna efnahagsástands, alþjóðlegra fjárfestinga auk gengisflökts gjaldmiðla þegar eignir sjóðs eru í erlendum gjaldmiðlum. Bent skal á að ávöxtun í fortíð er hvorki vísbending um né trygging fyrir ávöxtun í framtíð. Fjárfestingarmarkmið og fjárhagsstaða fjárfesta eru mismunandi. Þeim aðilum sem hafa hug á viðskiptum er bent á að leita sér sérfræðilegrar ráðgjafar og kynna sér vel hina ýmsu fjárfestingakosti sem í boði eru. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingar sjóða, sérstaklega umfjöllun um áhættur. Athygli skal vakin á að áhætta af fjárfestingu eykst samfara fjármögnun fjárfestingarinnar með lánsfé.

Nýjustu fréttir

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar

Islandsbanki hf.: Fitch staðfestir lánshæfismat Íslandsbanka í BBB með stöðugum horfum

26.11.2018 - Kauphöll
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings hefur í dag staðfest lánshæfismat Íslandsbanka í BBB/F3 með stöðugum horfum.Nánar

Borgaðu með símanum í næsta posa

13.11.2018
Viðskiptavinir Íslandsbanka geta frá og með deginum í dag greitt með símanum sínum í snertilausum posum um allan heim.Nánar

Islandsbanki hf.: Afkoma fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2018

07.11.2018 - Kauphöll
Hagnaður Íslandsbanka á fyrstu níu mánuðum ársins var í takt við væntingar og nam 9,2 milljörðum íslenskra króna sem samsvarar 7,1% arðsemi eigin fjár...Nánar

Íslandsbanki fjárfestir í Meniga fyrir 410 milljónir króna

06.11.2018
Íslandsbanki hefur fjárfest fyrir 3 milljónir evra í hugbúnaðarfyrirtækinu Meniga – tæpum áratug eftir að hafa gerst fyrsti viðskiptavinurinn. Nánar
Netspjall