Íslandsbanki fjárfestir í Meniga fyrir 410 milljónir króna

06.11.2018

Íslandsbanki hefur fjárfest fyrir 3 milljónir evra, eða sem nemur um 410 milljónum króna, í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Meniga. Íslandsbanki gerðist fyrsti viðskiptavinur Meniga árið 2009 þegar bankinn innleiddi heimilisbókhaldslausnir Meniga. Árið 2017 víkkaði samstarfið enn frekar þegar fyrirtækin kynntu sameiginlega ‚Fríðu‘, nýtt fríðindakerfi Íslandsbanka. Fjárfestingin verður notuð til að styrkja samstarfið enn frekar og til að bjóða viðskiptavinum betri vörur og þjónustu.
Fjárfestingin verður kynnt nánar á fjártækni- og bankaráðstefnunni FIN42 í Hörpu í dag, sem skipulögð er af Meniga í samstarfi við Íslandsbanka.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka: “ Það er stefna Íslandsbanka að bjóða viðskiptavinum okkar stöðugt betri þjónustu. Fjárfestingin er liður í að styrkja sambandið við Meniga sem hefur verið einstaklega gott í um áratug og er hluti af stafrænu vegferð okkar þar sem við viljum efla þróun fjártæknilausna framtíðarinnar enn frekar. Við teljum að samstarfið við Meniga spili stórt hlutverk í að bæta notendaupplifun viðskiptavina okkar í gegnum snjallsíma og netbanka.”

“Við erum mjög ánægð að bjóða Íslandsbanka velkominn sem fjárfesti í Meniga og hlökkum til að vinna áfram náið með bankanum. Það er virkilega ánægjulegt að sjá bankann fjárfesta í Meniga í ljósi þess að fyrir rétt tæpum 10 árum varð bankinn fyrsti viðskiptavinur Meniga. Við erum virkilega spennt yfir þeim metnaði sem Íslandsbanki hefur sýnt til að bjóða viðskiptavinum sínum betri þjónustu og notendaupplifun.” segir Georg Lúðvíksson, forstjóri og einn stofnenda Meniga.

Íslandsbanki er þriðji bankinn til að fjárfesta í Meniga á árinu. Í apríl var tilkynnt um þriggja milljóna evra fjárfestingu norræna viðskiptabankans Swedbank í fyrirtækinu og í júní var greint frá því að alþjóðlegi bankinn Unicredit hefði fjárfest í Meniga fyrir sömu upphæð.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall