Íslandsbanki í samstarf við stærsta fjártæknisetur heims

01.11.2018
Íslandsbanki og Lattice 80 hafa skrifað undir samstarf á sviði fjártækni. Íslandsbanki kynnti á vormánuðum að bankinn stefni á að opna fyrir samstarf um þróun á framtíðar fjártæknilausnum þar sem þriðja aðila er veitt aðgengi að upplýsingum í gegnum öruggar vefþjónustur. Með því að nýta gögn bankans verður hægt að þróa lausnir sem miða að því að veita viðskiptavinum enn betri þjónustu.

Með samstarfinu við Lattice 80 er búinn til vettvangur fyrir þá sem þróa lausnir í samstarfi við bankann til að koma lausnum á framfæri á mun stærri markaði í alþjóðlegu umhverfi. Lattice 80 er stærsta fjártæknisamfélag í heiminum í dag og aðstoðar nýsköpunarfyrirtæki að þróa lausnir sínar og koma þeim á framfæri á alþjóðamarkaði. Lattice 80 tengir í dag saman 11.000 nýsköpunarfyrirtæki í 100 borgum.

Íslandsbanki og Háskólinn í Reykjavík tilkynntu nýlega um samstarf þar sem nemendur og starfsfólk Íslandsbanka vinna saman að rannsóknum og þróun á nýjum fjártæknilausnum. Lattice 80 mun efla það samstarf enn frekar og aðstoða við að þróa lausnir fyrir bankakerfi framtíðarinnar.

Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri Einstaklingssviðs:

„Við erum mjög stolt af því að vera í samstarfi við stærsta fjártæknisamfélag heims og sjáum fjölmörg tækifæri fyrir okkar samstarfsaðila og lausnir þeirra. Fjártækni í fjármálaþjónustu fleygir fram og við höfum þegar fengið fjölmargar öflugar umsóknir eftir að við tilkynntum að við myndum opna bankann. Íslenskt háskólasamfélag er gríðarlega öflugt og styður vel við hraða þróun lausna hér á landi. Samstarfið við Lattice 80 mun efla lausnirnar enn frekar og koma þeim á framfæri á alþjóðamarkaði sem er mikill akkur fyrir okkar samstarfsfélaga.“

Joe Seunghyun Cho, stofnandi og forstjóri Lattice80:

„Ísland er alveg einstakur staður. Menningin og landfræðileg staðsetning gera Ísland að fullkominni miðstöð sem tengir saman bandarískan og evrópskan markað. 100% endurnýjanleg orka sem og mikil meðvitund um samfélagslega ábyrgð gera Ísland að fullkomnum stað til að þróa fjártæknilausnir sem hafa jákvæð áhrif. Við er ákaflega spennt að starfa með Íslandsbanka að þróun nýrra fjártæknilausna og styðja um leið háskólasamfélagið.“

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall