Hver er staða íbúðamarkaðarins?

01.11.2018

60% þeirra sem keypt hafa sína fyrstu íbúð frá árinu 2010 hafa þegið fjárhagslega aðstoð frá foreldrum eða ættingjum. Hlutfallið var ekki nema um 35% fyrir þremur áratugum. Þetta sagði Una Jónsdóttir, deildarstjóri húsnæðissviðs Íbúðalánasjóðs í Norðurturninum, spjallþætti Íslandsbanka, þar sem rætt var um íslenska íbúðamarkaðinn.

Una sagði hlutfall ungs fólks í foreldrahúsum mun hærra hér en á hinum Norðurlöndunum. Leigjendur búi auk þess við minna húsnæðisöryggi en húsnæðiseigendur og flestir leigjendur segist vilja kaupa sér íbúð.

Í umræðunum með Unu voru þeir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæjar, Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka Iðnaðarins og Elvar Orri Hreinsson hjá Greiningu Íslandsbanka, höfundur nýrrar skýrslu um íbúðamarkaðinn. Viðmælendur voru sammála um að illa hafi verið komið til móts við þarfir ungs og eldra fólks sem fyrst og fremst hefur leitað í smærri íbúðir. Elvar benti á að stór hluti þeirra ráðstafana sem hið opinbera hafi gripið til vegna þessara aðstæðna séu á eftirspurnarhliðinni, sem jafnvel hefur orðið til þess að hækka íbúðarverð enn frekar, á meðan framboðið hefur verið stærsta vandamálið.

Una nefndi þá að með lögum um almennar íbúðir hafi þó verið gripið inn í framboðsvandann með veitingu stofnframlaga til uppbyggingar leiguíbúða sem sérstaklega eru ætlaðar tekju- og eignaminni fjölskyldum.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall