Forstjórar á Norðurlöndunum funda um heimsmarkmið

01.11.2018

Í gær kynnti hópur forsvarsmanna fyrirtækja á Norðurlöndum sameiginlega áætlun sína um að hraða framkvæmd markmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Á 70. þingi Norðurlandaráðs í Ósló í þessari viku kynntu fulltrúar hópsins sameiginleg áform hans fyrir forsætisráðherra Noregs, Ernu Solberg.

Í hópnum eru forsvarsmenn Equinor, Hydro, GSMA, Íslandsbanka, Nokia, SAS, Swedbank, Telenor Group, Telia Company, Vestas og Yara. Forsvarsmennirnir hafa sameinast um að tala einum rómi um nauðsyn þess að endurnýja þau viðskiptalíkön sem munu knýja umbreytinguna yfir í hagkerfi 21. aldar í samræmi við siðferðileg, félagsleg og umhverfisleg forgangsmál okkar tíma. Með þessari áætlun skapast einnig vettvangur fyrir forsætisráðherra Norðurlanda til að ráðgast beint við forsvarsmennina um það hvernig beri að færast frá sjálfbærni sem miðast við að framfylgja reglum, í átt til markmiðsdrifinna fyrirtækja. Lykiltakmark er að kanna leiðir til að hafa meiri áhrif með samvinnu.

Sameiginlegt bréf til forsætisráðherra Norðurlanda

Í júní 2018, þegar þessi áætlun var enn á frumstigi, sendu forsvarsmennirnir sameiginlegt bréf til forsætisráðherra Norðurlanda þar sem þeir kynntu áform sín. Það leiddi til fundarins í dag með Ernu Solberg forsætisráðherra á 70. þingi Norðurlandaráðs þar sem forsvarsmennirnir kynntu sameiginleg áform sín samkvæmt áætluninni og uppfært sameiginlegt bréf. Hópurinn ræddi einnig mikilvægi heimsviðskipta og samstarf hins opinbera og einkaaðila sem bráðnauðsynlegar forsendur þess að markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun verði náð.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka:

„Við erum stolt af því að vinna með þessum hópi að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og nýta slagkraft fyrirtækja á Norðurlöndunum sem standa framarlega í heiminum þegar kemur að samfélagsábyrgð. Við í Íslandsbanka höfum um langt skeið lagt mikla áherslu á jafnréttismál, innan sem utan bankans, sem er heimsmarkmið númer fimm. Við finnum að það er horft mikið til árangursins sem náðst hefur á Íslandi í jafnréttismálum og við munum halda þeirri umræðu áfram á lofti.“

Nýjustu fréttir

Borgaðu með símanum í næsta posa

13.11.2018
Viðskiptavinir Íslandsbanka geta frá og með deginum í dag greitt með símanum sínum í snertilausum posum um allan heim.Nánar

Islandsbanki hf.: Afkoma fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2018

07.11.2018 - Kauphöll
Hagnaður Íslandsbanka á fyrstu níu mánuðum ársins var í takt við væntingar og nam 9,2 milljörðum íslenskra króna sem samsvarar 7,1% arðsemi eigin fjár...Nánar

Íslandsbanki fjárfestir í Meniga fyrir 410 milljónir króna

06.11.2018
Íslandsbanki hefur fjárfest fyrir 3 milljónir evra í hugbúnaðarfyrirtækinu Meniga – tæpum áratug eftir að hafa gerst fyrsti viðskiptavinurinn. Nánar

Grænn skuldabréfasjóður Íslandssjóða

02.11.2018
Íslandssjóðir, elsta eignastýringarfyrirtæki landsins og dótturfélag Íslandsbanka, hefur stofnað sjóðinn IS Græn skuldabréf sem fjárfestir í...Nánar

Forstjórar á Norðurlöndunum funda um heimsmarkmið

01.11.2018
Í dag kynnti hópur forsvarsmanna fyrirtækja á Norðurlöndum sameiginlega áætlun sína um að hraða framkvæmd markmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra...Nánar

Íslandsbanki í samstarf við stærsta fjártæknisetur heims

01.11.2018
Íslandsbanki kynnti á vormánuðum að bankinn stefni á að opna fyrir samstarf um þróun á framtíðar fjártæknilausnum þar sem þriðja aðila er veitt...Nánar

Hver er staða íbúðamarkaðarins?

01.11.2018
Í nýjasta þætti Norðurturnsins ræddu þau Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, Una Jónsdóttir, deildarstjóri húsnæðissviðs...Nánar
Netspjall