Öruggt og auðkennanlegt netspjall

26.10.2018

Íslandsbanki opnar í dag fyrir öruggt auðkennanlegt netspjall á vef sínum, www.islandsbanki.is. Hægt verður að nýta sér þjónustu bankans í gegnum netspjall frá 8.30-17 alla virka daga. Hingað til hefur þessi þjónusta ekki verið til staðar í íslenskri fjármálaþjónustu en þessi þjónustuleið hefur notið mikilla vinsælda víða um heim. Með þessu er hægt að fá þjónustu hratt og örugglega í gegnum öruggt vefsvæði og öll almenn bankaþjónusta veitt í gegnum netspjallið.

Þetta er hluti af stafrænni vegferð bankans en að undanförnu hefur bankinn kynnt nýjar lausnir sem viðskiptavinir nýta sér í sí auknum mæli. Meðal nýrra lausna:

  • Sækja um greiðsludreifingu í kortaappi
  • Sækja um yfirdrátt í appi
  • Sækja um lækkun/hækkun á yfirdráttarheimild
  • Skoða rauntímastöðu kreditkorta í kortaappi
  • Sækja pin númer í kortaappi
  • Sjá stöðu vildarpunkta í kortaappi
  • Nýta sér fjölmörg tilboð Fríðu og fá endurgreitt inn á reikning
  • Rafrænt greiðslumat
  • Tímabókanir hjá ráðgjöfum á heimasíðu
  • Innan tíðar snertilausar símagreiðslur

Viðskiptavinum er áfram bent á appið, þjónustuver bankans í síma 440-4000 og netfangið islandsbanki@islandsbanki.is.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall