Mikill áhugi á undirbúningi starfsloka

24.10.2018

Hver eru algengustu mistökin sem gerð eru við starfslok? Þetta var til umræðu á 160. fundi Íslandsbanka um fjármál við starfslok þar sem yfir 300 manns mættu. Á fundinum fór Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslandsbanka, yfir þau atriði sem huga þarf að þegar kemur að starfslokum. Réttindi hjá lífeyrissjóðum, séreign, skattamál, réttindi hjá Tryggingastofnun og hvernig reglurnar hafa breyst var meðal þess sem var til umræðu.

Björn lagði áherslu á að fólk kynnti sér þær reglur sem gilda í dag, enda valda tíðar breytingar á lífeyris- og skattkerfum oft misskilningi sem reynst getur afar kostnaðarsamur.

Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara og Þórey S. Þórðardóttir, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, tóku þátt í umræðum í lok fundar. Þar nefndi Þórunn sérstaklega mikilvægi þess að hugað væri að starfslokum snemma. Við 55 ára aldur sé fullt tilefni til að fólk kannaði stöðu sína og í hvað stefni, en því miður ráðist flestir í slíkt allt of seint.

Nánari upplýsingar um fjármál við starfslok má finna á starfslokasíðu Íslandsbanka.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall