Ný þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka

26.09.2018

Áratugurinn sem nú er að líða hefur verið tími mikilla umbreytinga í íslensku hagkerfi. Eftir mögur ár í kjölfar kreppunnar undir lok síðasta áratugar tók við mikill uppgangstími. Á suma mælikvarða hafa lífskjör á Íslandi aldrei verið betri. Uppsveiflan hefur heldur ekki verið á kostnað stöðugleika í viðlíka mæli og var nánast regla áratugina á undan.

Nú teljum við að hilli undir lok þessa vaxtarskeiðs. Við gerum ráð fyrir 3,4% hagvexti í ár, en að vöxturinn verði 1,5% á árinu 2019. Hægur vöxtur á komandi ári skrifast á samdrátt í atvinnuvegafjárfestingu, hóflegan einkaneysluvöxt og fremur lítinn vöxt þjónustuútflutnings. Þessir helstu drifkraftar vaxtar síðustu ára munu því taka sér eins konar kúnstpásu á næsta ári.

Horfur eru á að vöxtur glæðist að nýju á árinu 2020 og reynist þá 2,8%. Þar kemur við sögu líflegri vöxtur einkaneyslu, viðsnúningur til vaxtar í atvinnuvegafjárfestingu og áframhaldandi vöxtur annarrar fjárfestingar sem og útflutnings.

Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka sem kemur út í dag. Skýrsluna má nálgast hér.

Nýjustu fréttir

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar

Islandsbanki hf.: Fitch staðfestir lánshæfismat Íslandsbanka í BBB með stöðugum horfum

26.11.2018 - Kauphöll
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings hefur í dag staðfest lánshæfismat Íslandsbanka í BBB/F3 með stöðugum horfum.Nánar

Borgaðu með símanum í næsta posa

13.11.2018
Viðskiptavinir Íslandsbanka geta frá og með deginum í dag greitt með símanum sínum í snertilausum posum um allan heim.Nánar

Islandsbanki hf.: Afkoma fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2018

07.11.2018 - Kauphöll
Hagnaður Íslandsbanka á fyrstu níu mánuðum ársins var í takt við væntingar og nam 9,2 milljörðum íslenskra króna sem samsvarar 7,1% arðsemi eigin fjár...Nánar

Íslandsbanki fjárfestir í Meniga fyrir 410 milljónir króna

06.11.2018
Íslandsbanki hefur fjárfest fyrir 3 milljónir evra í hugbúnaðarfyrirtækinu Meniga – tæpum áratug eftir að hafa gerst fyrsti viðskiptavinurinn. Nánar
Netspjall