Reikningsyfirlit uppfærast eftir helgina

16.09.2018 - Sopra

Reikningsyfirlit viðskiptavina Íslandsbanka uppfærast síðdegis á morgun, mánudag, þó millifærslur séu framkvæmdar um helgina. Þetta er vegna innleiðingar á nýju grunnkerfi hjá Íslandsbanka. Þjónusta í netbanka og útibúum verður jafnframt skert mánudaginn 17. september. 

 

Ný og betri grunnkerfi 

Íslandsbanki hefur að undanförnu unnið að endurnýjun á innlána- og greiðslukerfum Reiknistofu bankanna. Verkefnið er umfangsmikið og eftir innleiðinguna verður bankinn betur í stakk búinn til takast á við breytingar í bankaþjónustu. Kerfið sem er frá hugbúnaðarfyrirtækinu Sopra Banking Software er sveigjanlegra og eykur möguleika á samnýtingu hugbúnaðarlausna.

Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við þjónustuver Íslandsbanka í síma 440-4000 í netfang islandsbanki@islandsbanki.is og í gegnum netspjall bankans. Þjónustuver er opið í dag frá 10-18. Við minnum viðskiptavini á Kass og Kreditkort fyrir helstu þjónustuþætti.

Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. 

Nánari upplýsingar má jafnframt finna hér.

 

Nýjustu fréttir

Ný íbúðamarkaðsskýrsla

17.10.2018
Íbúðaverð mun hækka um 8,2% árið 2018, að meðaltali frá síðasta ári, 5,5% á því næsta og 4,4,% árið 2020 samkvæmt spá Greiningar Íslandsbanka.Nánar

Bankastjóri í 10 ár

15.10.2018
Birna Einarsdóttir fer yfir fyrstu dagana sem bankastjóri og verkefnin sem tóku við. Nánar

Ný Þjóðhagsspá Greiningar kynnt á Akureyri

08.10.2018
Íslandsbanki heldur fund í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 11. október þar sem kynnt verður ný Þjóðhagsspá Greiningar 2018-2020 þar sem m.a. er spáð...Nánar

Snertilausar greiðslur með símanum

04.10.2018
Íslandsbanki kynnir nýja lausn þar sem hægt verður að greiða fyrir verslun og þjónustu í öllum posum með símanum. Nánar

Ný þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka

26.09.2018
Áratugurinn sem nú er að líða hefur verið tími mikilla umbreytinga í íslensku hagkerfi. Eftir mögur ár í kjölfar kreppunnar undir lok síðasta áratugar...Nánar

Guðmundur nýr framkvæmdastjóri áhættustýringar

20.09.2018
Guðmundur Kristinn Birgisson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri áhættustýringar Íslandsbanka. Nánar

Reikningsyfirlit uppfærast eftir helgina

16.09.2018 - Sopra
Reikningsyfirlit viðskiptavina Íslandsbanka uppfærast síðdegis á morgun, mánudag. Við biðjumst velvirðingar á óþægindunum. Nánar
Netspjall