Innborgun á kreditkort tekur við af AB gíró

27.08.2018

Um mánaðarmótin ágúst-september verður aðgerðin Greiðslur > AB gíró aflögð í netbanka, enda er almenn notkun gíróseðla að leggjast af hér á landi. AB gíróseðla verður áfram hægt að greiða í útibúum bankans.

Við bendum þeim netbankanotendum sem hafa nýtt sér AB gíró aðgerðina við að greiða inn á kreditkort, að nota framvegis aðgerðina Greiðslur > Innborgun á kreditkort. Þessi þægilegi greiðslumöguleiki skilar greiðslu inn á kreditkort og hækkar ráðstöfunarheimild kortsins strax.

Nýja aðgerðin er afar einföld í notkun þar sem m.a. er hægt að velja úr lista, þau kort sem viðskiptavinur hefur aðgang að, í stað þess að slá inn kennitölu og hluta úr kortanúmeri. Greiða má inn á kort í eigu annarra aðila eða í öðrum bankastofnunum. Í aðgerðinni velur notandi úttektarreikning, skráir upphæð innborgunar og velur því næst kortið eða skráir kortanúmerið.

Þjónustuver Íslandsbanka veitir nánari upplýsingar í síma 440 4000 eða í netspjalli á vef bankans.

Gjafakort Bónus og Krónunnar

Við viljum nota tækifærið og benda á breytingar varðandi innágreiðslur á Bónus og Krónu gjafakort.

Nýjustu fréttir

Reikningsyfirlit uppfærast eftir helgina

16.09.2018 - Sopra
Reikningsyfirlit viðskiptavina Íslandsbanka uppfærast síðdegis á morgun, mánudag. Við biðjumst velvirðingar á óþægindunum. Nánar

Efnahagsleg áhrif lítilla og meðalstórra fyrirtækja

12.09.2018
Efnahagur og fjárhagur lítilla og meðalstórra fyrirtækja hefur batnað verulega á undanförnum árum.Nánar

Skert þjónusta dagana 14. - 17. september

10.09.2018 - Sopra
Skert þjónusta verður í netbanka einstaklinga og fyrirtækja og appi Íslandsbanka dagana 14. -17. september vegna innleiðingar á nýju grunnkerfi hjá...Nánar

Innborgun á kreditkort tekur við af AB gíró

27.08.2018
Um mánaðarmótin ágúst-september verður aðgerðin Greiðslur > AB gíró aflögð í netbankaNánar

Islandsbanki hf.: Íslandsbanki gefur út víkjandi skuldabréf að fjárhæð 500 milljónir sænskra króna til 10 ára

24.08.2018 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 500 milljónir sænskra króna til 10 ára með innköllunarheimild af hálfu útgefanda eftir 5 ár...Nánar

155 milljónir í hlaupastyrk

21.08.2018
Íslandsbanki þakkar þeim sem hlupu, þeim sem hvöttu og þeim sem styrktu góð málefni. Nánar

Islandsbanki hf.: Afkoma fyrri árshelmings 2018

01.08.2018 - Kauphöll
Rekstur bankans á fyrri helmingi ársins var umfram væntingar og skilaði bankinn hagnaði upp á 7,1 milljarð króna sem er 8,2% arðsemi eigin fjár á...Nánar
Netspjall