Innborgun á kreditkort tekur við af AB gíró

27.08.2018

Um mánaðarmótin ágúst-september verður aðgerðin Greiðslur > AB gíró aflögð í netbanka, enda er almenn notkun gíróseðla að leggjast af hér á landi. AB gíróseðla verður áfram hægt að greiða í útibúum bankans.

Við bendum þeim netbankanotendum sem hafa nýtt sér AB gíró aðgerðina við að greiða inn á kreditkort, að nota framvegis aðgerðina Greiðslur > Innborgun á kreditkort. Þessi þægilegi greiðslumöguleiki skilar greiðslu inn á kreditkort og hækkar ráðstöfunarheimild kortsins strax.

Nýja aðgerðin er afar einföld í notkun þar sem m.a. er hægt að velja úr lista, þau kort sem viðskiptavinur hefur aðgang að, í stað þess að slá inn kennitölu og hluta úr kortanúmeri. Greiða má inn á kort í eigu annarra aðila eða í öðrum bankastofnunum. Í aðgerðinni velur notandi úttektarreikning, skráir upphæð innborgunar og velur því næst kortið eða skráir kortanúmerið.

Þjónustuver Íslandsbanka veitir nánari upplýsingar í síma 440 4000 eða í netspjalli á vef bankans.

Gjafakort Bónus og Krónunnar

Við viljum nota tækifærið og benda á breytingar varðandi innágreiðslur á Bónus og Krónu gjafakort.

Nýjustu fréttir

Borgaðu með símanum í næsta posa

13.11.2018
Viðskiptavinir Íslandsbanka geta frá og með deginum í dag greitt með símanum sínum í snertilausum posum um allan heim.Nánar

Islandsbanki hf.: Afkoma fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2018

07.11.2018 - Kauphöll
Hagnaður Íslandsbanka á fyrstu níu mánuðum ársins var í takt við væntingar og nam 9,2 milljörðum íslenskra króna sem samsvarar 7,1% arðsemi eigin fjár...Nánar

Íslandsbanki fjárfestir í Meniga fyrir 410 milljónir króna

06.11.2018
Íslandsbanki hefur fjárfest fyrir 3 milljónir evra í hugbúnaðarfyrirtækinu Meniga – tæpum áratug eftir að hafa gerst fyrsti viðskiptavinurinn. Nánar

Grænn skuldabréfasjóður Íslandssjóða

02.11.2018
Íslandssjóðir, elsta eignastýringarfyrirtæki landsins og dótturfélag Íslandsbanka, hefur stofnað sjóðinn IS Græn skuldabréf sem fjárfestir í...Nánar

Forstjórar á Norðurlöndunum funda um heimsmarkmið

01.11.2018
Í dag kynnti hópur forsvarsmanna fyrirtækja á Norðurlöndum sameiginlega áætlun sína um að hraða framkvæmd markmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra...Nánar

Íslandsbanki í samstarf við stærsta fjártæknisetur heims

01.11.2018
Íslandsbanki kynnti á vormánuðum að bankinn stefni á að opna fyrir samstarf um þróun á framtíðar fjártæknilausnum þar sem þriðja aðila er veitt...Nánar

Hver er staða íbúðamarkaðarins?

01.11.2018
Í nýjasta þætti Norðurturnsins ræddu þau Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, Una Jónsdóttir, deildarstjóri húsnæðissviðs...Nánar
Netspjall