Innborgun á kreditkort tekur við af AB gíró

27.08.2018

Um mánaðarmótin ágúst-september verður aðgerðin Greiðslur > AB gíró aflögð í netbanka, enda er almenn notkun gíróseðla að leggjast af hér á landi. AB gíróseðla verður áfram hægt að greiða í útibúum bankans.

Við bendum þeim netbankanotendum sem hafa nýtt sér AB gíró aðgerðina við að greiða inn á kreditkort, að nota framvegis aðgerðina Greiðslur > Innborgun á kreditkort. Þessi þægilegi greiðslumöguleiki skilar greiðslu inn á kreditkort og hækkar ráðstöfunarheimild kortsins strax.

Nýja aðgerðin er afar einföld í notkun þar sem m.a. er hægt að velja úr lista, þau kort sem viðskiptavinur hefur aðgang að, í stað þess að slá inn kennitölu og hluta úr kortanúmeri. Greiða má inn á kort í eigu annarra aðila eða í öðrum bankastofnunum. Í aðgerðinni velur notandi úttektarreikning, skráir upphæð innborgunar og velur því næst kortið eða skráir kortanúmerið.

Þjónustuver Íslandsbanka veitir nánari upplýsingar í síma 440 4000 eða í netspjalli á vef bankans.

Gjafakort Bónus og Krónunnar

Við viljum nota tækifærið og benda á breytingar varðandi innágreiðslur á Bónus og Krónu gjafakort.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall