JóiPé og Króli hita upp fyrir skemmtiskokk

27.07.2018

Allir geta fundið hlaupaleið við sitt hæfi í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Skemmtiskokk er tilvalið fyrir þá sem vilja taka þátt og koma blóðinu á örlitla hreyfingu. Tvær vegalengdir verða í boði í skemmtiskokkinu, 600 m og 3 km.

Áður en hlauparar rjúka af stað í 3 km skemmtiskokk sem verður ræst kl. 12:15 munu JóiPé og Króli sjá um upphitun og skapa magnaða stemningu.

Tvær ræsingar verða í boði í 600 m skemmtiskokk sem hentar fullkomlega fyrir yngstu hlauparana. Leikhópurinn Lotta og Georg munu sjá um upphitun áður en hlaupið hefst. Ræsingar verða kl. 13:30 og kl. 14:30. Eftir fjöruga upphitun keyrum við svo upp stemninguna á hlaupabrautinni.

Á hlaupastyrkur.is geta allir hlauparar skráð sig og hlaupið fyrir gott málefni, en maraþonið er orðið stærsta góðgerðafjáröflun á Íslandi. Frá árinu 2006 hafa safnast yfir 660 milljónir til yfir 160 góðgerðafélaga.

Skráðu þig á rmi.is og safnaðu áheitum og/eða styrktu gott málefni á hlaupastyrkur.is.

Nýjustu fréttir

Islandsbanki hf.: Afkoma fyrri árshelmings 2018

01.08.2018 - Kauphöll
Rekstur bankans á fyrri helmingi ársins var umfram væntingar og skilaði bankinn hagnaði upp á 7,1 milljarð króna sem er 8,2% arðsemi eigin fjár á...Nánar

JóiPé og Króli hita upp fyrir skemmtiskokk

27.07.2018
Skemmtiskokk er tilvalið fyrir þá sem vilja taka þátt og koma blóðinu á örlitla hreyfingu. Tvær vegalengdir verða í boði í skemmtiskokkinu, 600 m og 3...Nánar

Islandsbanki hf.: Afkoma fyrri árshelmings 2018 birt fyrir opnun markaða fimmtudaginn 2. ágúst

26.07.2018 - Kauphöll
Íslandsbanki mun birta afkomu fyrri árshelmings 2018 fyrir opnun markaða, fimmtudaginn 2. ágústNánar

Islandsbanki hf.: S&P Global Ratings staðfestir lánshæfismat í BBB+/A-2 með stöðugum horfum

17.07.2018 - Kauphöll
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) hefur í dag staðfest lánshæfismat Íslandsbanka í BBB+/A-2 með stöðugum horfum. Nánar

Ný lög um persónuvernd taka gildi

13.07.2018
Sunnudaginn 15. júlí taka ný lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga gildi hér á landi. Nánar

Íslandsbanki besti bankinn að mati Euromoney

11.07.2018
Alþjóðlega fjármálatímaritið Euromoney hefur valið Íslandsbanka besta bankann á Íslandi árið 2018. Nánar

Íslandsbanki styrkir alþjóðlegt hjálparstarf Rauða krossins

02.07.2018
Á hverju ári aðstoða hundruð starfsmanna góðgerðarfélög. Nánar
Netspjall