JóiPé og Króli hita upp fyrir skemmtiskokk

27.07.2018

Allir geta fundið hlaupaleið við sitt hæfi í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Skemmtiskokk er tilvalið fyrir þá sem vilja taka þátt og koma blóðinu á örlitla hreyfingu. Tvær vegalengdir verða í boði í skemmtiskokkinu, 600 m og 3 km.

Áður en hlauparar rjúka af stað í 3 km skemmtiskokk sem verður ræst kl. 12:15 munu JóiPé og Króli sjá um upphitun og skapa magnaða stemningu.

Tvær ræsingar verða í boði í 600 m skemmtiskokk sem hentar fullkomlega fyrir yngstu hlauparana. Leikhópurinn Lotta og Georg munu sjá um upphitun áður en hlaupið hefst. Ræsingar verða kl. 13:30 og kl. 14:30. Eftir fjöruga upphitun keyrum við svo upp stemninguna á hlaupabrautinni.

Á hlaupastyrkur.is geta allir hlauparar skráð sig og hlaupið fyrir gott málefni, en maraþonið er orðið stærsta góðgerðafjáröflun á Íslandi. Frá árinu 2006 hafa safnast yfir 660 milljónir til yfir 160 góðgerðafélaga.

Skráðu þig á rmi.is og safnaðu áheitum og/eða styrktu gott málefni á hlaupastyrkur.is.

Nýjustu fréttir

Bankastjóri í 10 ár

15.10.2018
Birna Einarsdóttir fer yfir fyrstu dagana sem bankastjóri og verkefnin sem tóku við. Nánar

Ný Þjóðhagsspá Greiningar kynnt á Akureyri

08.10.2018
Íslandsbanki heldur fund í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 11. október þar sem kynnt verður ný Þjóðhagsspá Greiningar 2018-2020 þar sem m.a. er spáð...Nánar

Snertilausar greiðslur með símanum

04.10.2018
Íslandsbanki kynnir nýja lausn þar sem hægt verður að greiða fyrir verslun og þjónustu í öllum posum með símanum. Nánar

Ný þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka

26.09.2018
Áratugurinn sem nú er að líða hefur verið tími mikilla umbreytinga í íslensku hagkerfi. Eftir mögur ár í kjölfar kreppunnar undir lok síðasta áratugar...Nánar

Reikningsyfirlit uppfærast eftir helgina

16.09.2018 - Sopra
Reikningsyfirlit viðskiptavina Íslandsbanka uppfærast síðdegis á morgun, mánudag. Við biðjumst velvirðingar á óþægindunum. Nánar

Efnahagsleg áhrif lítilla og meðalstórra fyrirtækja

12.09.2018
Efnahagur og fjárhagur lítilla og meðalstórra fyrirtækja hefur batnað verulega á undanförnum árum.Nánar

Skert þjónusta dagana 14. - 17. september

10.09.2018 - Sopra
Skert þjónusta verður í netbanka einstaklinga og fyrirtækja og appi Íslandsbanka dagana 14. -17. september vegna innleiðingar á nýju grunnkerfi hjá...Nánar
Netspjall