Íslandsbanki veitir þrettán námsstyrki

15.06.2018

Þrettán námsmenn hljóta námsstyrk frá Íslandsbanka 2018. Námsmennirnir eru úr framhalds- og háskólum og voru valdir úr hópi 300 umsækjenda.

Styrkirnir eru veittir í þremur flokkum. Þrír styrkir til framhaldsskólanáms 100.000 krónur hver, fimm styrkir til háskólanáms (BA/BS/B.Ed) 300.000 krónur hver og fimm styrkir til framhaldsnáms á háskólastigi 500.000 krónur hver.

Dómnefndina skipaði Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, Sigrún Ólafsdóttir, ráðningarstjóri Íslandsbanka og Lilja Pálsdóttir, útibússtjóri í Norðurturni.

Nemendurnir þrettán eru:

 • Arnaldur Smári Stefánsson, doktorsnám í Hagfræði við Háskólann í Uppsölum. Arnaldur lauk meistaranámi við eina bestu hagfræðideild Bretlands í University College í London og í framhaldinu hóf hann doktorsnám við Uppsala háskóla með áherslu á opinber fjármál, hegðunarhagfræði og vinnumarkaðshagfræði.
 • Arnar Freyr Jónsson, nemandi í Verslunarskóla Íslands. Arnar stefnir á flugnám við Flugakademíu Keilis í haust en Arnar hefur brennandi áhuga á flugi og öllu sem því tengist.
 • Guðrún María Jakobsdóttir, doktorsnám í erfðafræði og tölfræði á heilbrigðisvísindasviði við Oxford-háskóla. 17 ára gömul útskrifaðist Guðrún María frá IB deild Menntaskólans við Hamrahlíð sem dúx deildarinnar. Hún einbeitir sér að rannsóknum sem hún vonar að í framtíðinni muni leiða til uppgötvana sem geta bætt krabbameinsmeðferðir.
 • Guðrún Sólveig Sigríðardóttir, nemandi í lögfræði við Háskóla Íslands. Guðrún útskrifaðist sem dúx af náttúrufræðibraut Menntaskólans í Reykjavík. Eftir útskrift tók Guðrún sér hlé frá námi og fór til Suður-Ameríku og starfaði þar sem sjálfboðaliði.
 • Hildur Maral, nemandi í tónlistarviðskiptum við Berklee College of Music. Hildur hefur unnið í tónlistarbransanum í 14 ár og hefur því öðlast gríðarlega mikla reynslu á þeim tíma. Hefur hún komið að fjölda verkefna hér heim og erlendis, meðal annars hefur hún unnið að verkefnum fyrir Coachella og Hróarskeldu tónlistarhátíðirnar
 • Jónatan Jónatansson, nemandi í meistaranámi í alþjóðaviðskiptum við Hult International Business School. Jónatan hefur sýnt fram á framúrskarandi námsárangur og meðfram námi hefur hann bæði setið í stjórn Krafts og veitt einstaklingum með krabbamein stuðning.
 • Katrín Björk Gunnarsdóttir, nemandi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Katrín hefur þann draum að vinna með nýsköpunarfyrirtækjum að loknu námi og þá vill hún sérstaklega virkja ungar konur í nýsköpun.
 • Maksymilian Haraldur Frach, nemandi við Tónlistarakademíuna í Kraká. Á síðasta ári stóðst hann inntökupróf hjá tónlistarakademíunni í Kraká og stundar nú BA nám í fiðluleik. Hann hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir hljóðfæraleik og er meðlimur í ungsveit sinfóníuhljómsveitar Íslands
 • Númi Sveinsson, nemandi í vélaverkfræði við Háskóla Íslands. Númi stefnir á doktorsnám í lífverkfræði. Númi hefur í frítíma sínum sinnt mannréttinda- og jafnréttismálum sem varaformaður Ungliðaráðs Amnesty International á Íslandi en auk þess er Númi ritari femínistafélags Háskóla Íslands.
 • Salóme Pálsdóttir, nemandi við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Salóme stefnir á að klára BS gráðu í sálfræði við Háskóla Íslands og í kjölfarið klára meistaranám í heilsusálfræði erlendis.
 • Sigrún Perla Gísladóttir, nemandi í arkitektúr við Aarhus Arkitektskole. Í framtíðinni vill Sigrún tvinna saman umhverfismál og arkitektúr og vinna þannig að verkefnum með náttúruvernd að leiðarljósi.
 • Urður Jónsdóttir, nemandi í læknisfræði við Háskóla Íslands. Urður hefur sýnt fram á einstaka námshæfileika enda sýna einkunnir úr grunn- og framhaldsskóla að hér er á ferðinni öflugur námsmaður. Urður stefnir á að sérhæfa sig í barnalækningum eftir kandítatsárið.
 • Victoría Kristín Geirsdóttir, nemandi við Flugskóla Íslands. Victoría er að klára einkaflugmannsnám við Flugskóla Íslands og hefur í gegnum námið sýnt fram á framúrskarandi námsárangur.

Nýjustu fréttir

Borgaðu með símanum í næsta posa

13.11.2018
Viðskiptavinir Íslandsbanka geta frá og með deginum í dag greitt með símanum sínum í snertilausum posum um allan heim.Nánar

Islandsbanki hf.: Afkoma fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2018

07.11.2018 - Kauphöll
Hagnaður Íslandsbanka á fyrstu níu mánuðum ársins var í takt við væntingar og nam 9,2 milljörðum íslenskra króna sem samsvarar 7,1% arðsemi eigin fjár...Nánar

Íslandsbanki fjárfestir í Meniga fyrir 410 milljónir króna

06.11.2018
Íslandsbanki hefur fjárfest fyrir 3 milljónir evra í hugbúnaðarfyrirtækinu Meniga – tæpum áratug eftir að hafa gerst fyrsti viðskiptavinurinn. Nánar

Grænn skuldabréfasjóður Íslandssjóða

02.11.2018
Íslandssjóðir, elsta eignastýringarfyrirtæki landsins og dótturfélag Íslandsbanka, hefur stofnað sjóðinn IS Græn skuldabréf sem fjárfestir í...Nánar

Forstjórar á Norðurlöndunum funda um heimsmarkmið

01.11.2018
Í dag kynnti hópur forsvarsmanna fyrirtækja á Norðurlöndum sameiginlega áætlun sína um að hraða framkvæmd markmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra...Nánar

Íslandsbanki í samstarf við stærsta fjártæknisetur heims

01.11.2018
Íslandsbanki kynnti á vormánuðum að bankinn stefni á að opna fyrir samstarf um þróun á framtíðar fjártæknilausnum þar sem þriðja aðila er veitt...Nánar

Hver er staða íbúðamarkaðarins?

01.11.2018
Í nýjasta þætti Norðurturnsins ræddu þau Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, Una Jónsdóttir, deildarstjóri húsnæðissviðs...Nánar
Netspjall