Fyrsta skóflustungan á Kirkjusandi

23.05.2018

Í dag var tekin fyrsta skóflustungan að nýju viðskipta- og íbúðahverfi á Kirkjusandi í Reykjavík af borgarstjóra, fulltrúa 105 Miðborgar, ÍAV og Íslandssjóða.

Uppbygging er nú þegar hafin á vegum uppbyggingarfélagins 105 Miðborg. Staðsetning hverfisins er einstök en Kirkjusandsreitur er stór sjávarlóð í hjarta aðal viðskiptahverfis landsins og í göngufæri við útivistarperluna Laugardal og miðbæinn.  Á vegum uppbyggingarfélagsins 105 Miðborgar munu rísa um 150 nýjar íbúðir en hverfið verður blanda atvinnu- og íbúðabyggðar þar sem atvinnuhúsnæði verður um 48.000 fermetrar.  

Heildaruppbygging húsnæðis á svæðinu verður um 79.000 fermetrar, en þar af byggir 105 Miðborg 42.000 fermetra.Gert er ráð fyrir almenningstorgi á svæðinu, nýjum leikskóla ásamt matvöruverslun og ýmissi þjónustu sem nýtist íbúum hverfisins sem og öðrum borgarbúum. Bílastæði verða flest neðanjarðar í rúmgóðum bílakjallara á einni hæð og lögð er rík áhersla á góðar gönguleiðir og hjólastíga.

Uppbyggingarfélagið 105 Miðborg slhf. er í eigu lífeyrissjóða, tryggingafélaga og hóps innlendra fagfjárfesta. Félaginu er stýrt af eignastýringarfyrirtækinu Íslandssjóðir hf. Stýriverktaki verksins er ÍAV hf.

 

Nýjustu fréttir

Islandsbanki hf.: Afkoma fyrri árshelmings 2018

01.08.2018 - Kauphöll
Rekstur bankans á fyrri helmingi ársins var umfram væntingar og skilaði bankinn hagnaði upp á 7,1 milljarð króna sem er 8,2% arðsemi eigin fjár á...Nánar

JóiPé og Króli hita upp fyrir skemmtiskokk

27.07.2018
Skemmtiskokk er tilvalið fyrir þá sem vilja taka þátt og koma blóðinu á örlitla hreyfingu. Tvær vegalengdir verða í boði í skemmtiskokkinu, 600 m og 3...Nánar

Islandsbanki hf.: Afkoma fyrri árshelmings 2018 birt fyrir opnun markaða fimmtudaginn 2. ágúst

26.07.2018 - Kauphöll
Íslandsbanki mun birta afkomu fyrri árshelmings 2018 fyrir opnun markaða, fimmtudaginn 2. ágústNánar

Islandsbanki hf.: S&P Global Ratings staðfestir lánshæfismat í BBB+/A-2 með stöðugum horfum

17.07.2018 - Kauphöll
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) hefur í dag staðfest lánshæfismat Íslandsbanka í BBB+/A-2 með stöðugum horfum. Nánar

Ný lög um persónuvernd taka gildi

13.07.2018
Sunnudaginn 15. júlí taka ný lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga gildi hér á landi. Nánar

Íslandsbanki besti bankinn að mati Euromoney

11.07.2018
Alþjóðlega fjármálatímaritið Euromoney hefur valið Íslandsbanka besta bankann á Íslandi árið 2018. Nánar

Íslandsbanki styrkir alþjóðlegt hjálparstarf Rauða krossins

02.07.2018
Á hverju ári aðstoða hundruð starfsmanna góðgerðarfélög. Nánar
Netspjall