Fyrsta skóflustungan á Kirkjusandi

23.05.2018

Í dag var tekin fyrsta skóflustungan að nýju viðskipta- og íbúðahverfi á Kirkjusandi í Reykjavík af borgarstjóra, fulltrúa 105 Miðborgar, ÍAV og Íslandssjóða.

Uppbygging er nú þegar hafin á vegum uppbyggingarfélagins 105 Miðborg. Staðsetning hverfisins er einstök en Kirkjusandsreitur er stór sjávarlóð í hjarta aðal viðskiptahverfis landsins og í göngufæri við útivistarperluna Laugardal og miðbæinn.  Á vegum uppbyggingarfélagsins 105 Miðborgar munu rísa um 150 nýjar íbúðir en hverfið verður blanda atvinnu- og íbúðabyggðar þar sem atvinnuhúsnæði verður um 48.000 fermetrar.  

Heildaruppbygging húsnæðis á svæðinu verður um 79.000 fermetrar, en þar af byggir 105 Miðborg 42.000 fermetra.Gert er ráð fyrir almenningstorgi á svæðinu, nýjum leikskóla ásamt matvöruverslun og ýmissi þjónustu sem nýtist íbúum hverfisins sem og öðrum borgarbúum. Bílastæði verða flest neðanjarðar í rúmgóðum bílakjallara á einni hæð og lögð er rík áhersla á góðar gönguleiðir og hjólastíga.

Uppbyggingarfélagið 105 Miðborg slhf. er í eigu lífeyrissjóða, tryggingafélaga og hóps innlendra fagfjárfesta. Félaginu er stýrt af eignastýringarfyrirtækinu Íslandssjóðir hf. Stýriverktaki verksins er ÍAV hf.

 

Nýjustu fréttir

Íslenskir leikarar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka

22.06.2018
Í dag fer af stað stærsta herferð Íslandsbanka á árinu sem er fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og hlaupastyrk þar sem hægt er að leggja góðum...Nánar

Ný skýrsla um íslensk sveitarfélög

20.06.2018
Rekstrarniðurstaða samstæðu sveitarfélaganna nam 41,5 mö. kr. á árinu 2017 og jókst um 9,6% á milli ára. Nánar

Tökum daginn snemma vegna HM

19.06.2018
Öll útibú Íslandsbanka munu opna kl.8:00 þann dag en bankinn mun loka kl.15.00 svo starfsfólk geti horft á leikinn með sínu fólki.Nánar

Íslandsbanki veitir þrettán námsstyrki

15.06.2018
Þrettán námsmenn hljóta námsstyrk frá Íslandsbanka 2018. Námsmennirnir eru úr framhalds- og háskólum og voru valdir úr hópi 300 umsækjenda.Nánar

Ný skýrsla um fjármál HM

15.06.2018
Heimsmeistaramótið mun kosta Rússa að lágmarki 1.200 milljarða króna.Nánar

HB Grandi hf. - Lánsfjármögnun frystitogara og endurfjármögnun eldri lána

14.06.2018
Íslandsbanki er umsjónaraðili 190 milljóna evra sambankaláns til handa HB Granda þar sem tilgangurinn er að fjármagna nýjan frystitogara og...Nánar

Yfirtökutilbð til hluthafa HB Granda hf.

28.05.2018
Íslandsbanki hefur verið ráðinn umsjónaraðili með yfirtökutilboðinu fyrir hönd tilboðsgjafa. Nánar
Netspjall