Fyrsta skóflustungan á Kirkjusandi

23.05.2018

Í dag var tekin fyrsta skóflustungan að nýju viðskipta- og íbúðahverfi á Kirkjusandi í Reykjavík af borgarstjóra, fulltrúa 105 Miðborgar, ÍAV og Íslandssjóða.

Uppbygging er nú þegar hafin á vegum uppbyggingarfélagins 105 Miðborg. Staðsetning hverfisins er einstök en Kirkjusandsreitur er stór sjávarlóð í hjarta aðal viðskiptahverfis landsins og í göngufæri við útivistarperluna Laugardal og miðbæinn.  Á vegum uppbyggingarfélagsins 105 Miðborgar munu rísa um 150 nýjar íbúðir en hverfið verður blanda atvinnu- og íbúðabyggðar þar sem atvinnuhúsnæði verður um 48.000 fermetrar.  

Heildaruppbygging húsnæðis á svæðinu verður um 79.000 fermetrar, en þar af byggir 105 Miðborg 42.000 fermetra.Gert er ráð fyrir almenningstorgi á svæðinu, nýjum leikskóla ásamt matvöruverslun og ýmissi þjónustu sem nýtist íbúum hverfisins sem og öðrum borgarbúum. Bílastæði verða flest neðanjarðar í rúmgóðum bílakjallara á einni hæð og lögð er rík áhersla á góðar gönguleiðir og hjólastíga.

Uppbyggingarfélagið 105 Miðborg slhf. er í eigu lífeyrissjóða, tryggingafélaga og hóps innlendra fagfjárfesta. Félaginu er stýrt af eignastýringarfyrirtækinu Íslandssjóðir hf. Stýriverktaki verksins er ÍAV hf.

 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall