Fyrsta skóflustungan á Kirkjusandi

23.05.2018

Í dag var tekin fyrsta skóflustungan að nýju viðskipta- og íbúðahverfi á Kirkjusandi í Reykjavík af borgarstjóra, fulltrúa 105 Miðborgar, ÍAV og Íslandssjóða.

Uppbygging er nú þegar hafin á vegum uppbyggingarfélagins 105 Miðborg. Staðsetning hverfisins er einstök en Kirkjusandsreitur er stór sjávarlóð í hjarta aðal viðskiptahverfis landsins og í göngufæri við útivistarperluna Laugardal og miðbæinn.  Á vegum uppbyggingarfélagsins 105 Miðborgar munu rísa um 150 nýjar íbúðir en hverfið verður blanda atvinnu- og íbúðabyggðar þar sem atvinnuhúsnæði verður um 48.000 fermetrar.  

Heildaruppbygging húsnæðis á svæðinu verður um 79.000 fermetrar, en þar af byggir 105 Miðborg 42.000 fermetra.Gert er ráð fyrir almenningstorgi á svæðinu, nýjum leikskóla ásamt matvöruverslun og ýmissi þjónustu sem nýtist íbúum hverfisins sem og öðrum borgarbúum. Bílastæði verða flest neðanjarðar í rúmgóðum bílakjallara á einni hæð og lögð er rík áhersla á góðar gönguleiðir og hjólastíga.

Uppbyggingarfélagið 105 Miðborg slhf. er í eigu lífeyrissjóða, tryggingafélaga og hóps innlendra fagfjárfesta. Félaginu er stýrt af eignastýringarfyrirtækinu Íslandssjóðir hf. Stýriverktaki verksins er ÍAV hf.

 

Nýjustu fréttir

Ný íbúðamarkaðsskýrsla

17.10.2018
Íbúðaverð mun hækka um 8,2% árið 2018, að meðaltali frá síðasta ári, 5,5% á því næsta og 4,4,% árið 2020 samkvæmt spá Greiningar Íslandsbanka.Nánar

Bankastjóri í 10 ár

15.10.2018
Birna Einarsdóttir fer yfir fyrstu dagana sem bankastjóri og verkefnin sem tóku við. Nánar

Ný Þjóðhagsspá Greiningar kynnt á Akureyri

08.10.2018
Íslandsbanki heldur fund í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 11. október þar sem kynnt verður ný Þjóðhagsspá Greiningar 2018-2020 þar sem m.a. er spáð...Nánar

Snertilausar greiðslur með símanum

04.10.2018
Íslandsbanki kynnir nýja lausn þar sem hægt verður að greiða fyrir verslun og þjónustu í öllum posum með símanum. Nánar

Ný þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka

26.09.2018
Áratugurinn sem nú er að líða hefur verið tími mikilla umbreytinga í íslensku hagkerfi. Eftir mögur ár í kjölfar kreppunnar undir lok síðasta áratugar...Nánar

Reikningsyfirlit uppfærast eftir helgina

16.09.2018 - Sopra
Reikningsyfirlit viðskiptavina Íslandsbanka uppfærast síðdegis á morgun, mánudag. Við biðjumst velvirðingar á óþægindunum. Nánar

Efnahagsleg áhrif lítilla og meðalstórra fyrirtækja

12.09.2018
Efnahagur og fjárhagur lítilla og meðalstórra fyrirtækja hefur batnað verulega á undanförnum árum.Nánar
Netspjall