Almennt útboð Heimavalla hf.

04.05.2018

Almennt útboð á allt að 900.000.000 nýrra hluta í Heimavöllum hf. fer fram frá kl. 10.00 þann 7. maí til kl. 16.00 þann 8. maí 2018.

Útboðið skiptist í þrjár tilboðsbækur, A, B og C. Tilboðsbækurnar eru ólíkar hvað varðar verðlagningu, stærð áskrifta og úthlutunarreglur.

Í tilboðsbók A geta fjárfestar skráð sig fyrir áskriftum að kaupverði kr. 100.000 til kr. 500.000. Allir hlutir í tilboðsbók A verða seldir á sama verði sem verður 5% lægra en endanlegt útboðsgengi tilboðsbókar B.

Í tilboðsbók B er tekið við áskriftum að kaupverði frá kr. 550.000 til kr. 10.000.000 sem skulu vera á verðbilinu 1,38 – 1,71 kr. pr. hlut. Allir hlutir í tilboðsbók B verða seldir á sama verði sem verður á framangreindu verðbili.

Í tilboðsbók C er tekið við áskriftum að kaupverði yfir kr. 10.000.000 á verði sem skal að lágmarki vera 1,38 kr. pr. hlut. Ekkert hámarksverð er tilgreint í tilboðsbók C. Fjárfestar skulu tilgreina hámarksverð áskriftar sinnar og verða allir hlutir í tilboðsbók C seldir á sama verði. Heimavellir vænta þess að viðskipti með hlutabréf félagsins á Aðalmarkaði geti hafist hinn 25. maí 2018 hið fyrsta.

Skráning áskrifta

Íslandsbanki er ráðgjafi Heimavalla hf. varðandi skráningu félagins en Landsbankinn er söluaðili útboðsins.

Áskriftir skal skrá rafrænt á sérstöku áskriftarformi sem verður aðgengilegt í gegnum vef Landsbankans við upphaf útboðs.

Starfsmönnum og stjórnendum Íslandsbanka og aðilum fjárhagslega tengdum þeim, er heimilt að taka þátt í útboðinu með sömu skilmálum og allur almenningur. Um þátttöku í útboðinu fer almennt skv. Reglum Íslandsbanka um viðskipti starfsmanna með fjármálagerninga, dagsettum 11. janúar 2018. Starfsmönnum er bent á að slíkar heimildir eru á ábyrgð starfsmanna sjálfra og eru veittar fram til kl. 14 hvern virkan dag.

Fjárfestar eru minntir á að kaup á hlutabréfum eru í eðli sínu áhættufjárfesting og að þátttaka í útboðinu er skuldbindandi.

Nánari upplýsingar

Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér upplýsingar um Heimavelli og skilmála almenna útboðsins í lýsingu Heimavalla, dagsettri 23. apríl 2018, sem aðgengileg er vefsíðu Heimavalla.

Nýjustu fréttir

Ný íbúðamarkaðsskýrsla

17.10.2018
Íbúðaverð mun hækka um 8,2% árið 2018, að meðaltali frá síðasta ári, 5,5% á því næsta og 4,4,% árið 2020 samkvæmt spá Greiningar Íslandsbanka.Nánar

Bankastjóri í 10 ár

15.10.2018
Birna Einarsdóttir fer yfir fyrstu dagana sem bankastjóri og verkefnin sem tóku við. Nánar

Ný Þjóðhagsspá Greiningar kynnt á Akureyri

08.10.2018
Íslandsbanki heldur fund í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 11. október þar sem kynnt verður ný Þjóðhagsspá Greiningar 2018-2020 þar sem m.a. er spáð...Nánar

Snertilausar greiðslur með símanum

04.10.2018
Íslandsbanki kynnir nýja lausn þar sem hægt verður að greiða fyrir verslun og þjónustu í öllum posum með símanum. Nánar

Ný þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka

26.09.2018
Áratugurinn sem nú er að líða hefur verið tími mikilla umbreytinga í íslensku hagkerfi. Eftir mögur ár í kjölfar kreppunnar undir lok síðasta áratugar...Nánar

Reikningsyfirlit uppfærast eftir helgina

16.09.2018 - Sopra
Reikningsyfirlit viðskiptavina Íslandsbanka uppfærast síðdegis á morgun, mánudag. Við biðjumst velvirðingar á óþægindunum. Nánar

Efnahagsleg áhrif lítilla og meðalstórra fyrirtækja

12.09.2018
Efnahagur og fjárhagur lítilla og meðalstórra fyrirtækja hefur batnað verulega á undanförnum árum.Nánar
Netspjall