Almennt útboð Heimavalla hf.

04.05.2018

Almennt útboð á allt að 900.000.000 nýrra hluta í Heimavöllum hf. fer fram frá kl. 10.00 þann 7. maí til kl. 16.00 þann 8. maí 2018.

Útboðið skiptist í þrjár tilboðsbækur, A, B og C. Tilboðsbækurnar eru ólíkar hvað varðar verðlagningu, stærð áskrifta og úthlutunarreglur.

Í tilboðsbók A geta fjárfestar skráð sig fyrir áskriftum að kaupverði kr. 100.000 til kr. 500.000. Allir hlutir í tilboðsbók A verða seldir á sama verði sem verður 5% lægra en endanlegt útboðsgengi tilboðsbókar B.

Í tilboðsbók B er tekið við áskriftum að kaupverði frá kr. 550.000 til kr. 10.000.000 sem skulu vera á verðbilinu 1,38 – 1,71 kr. pr. hlut. Allir hlutir í tilboðsbók B verða seldir á sama verði sem verður á framangreindu verðbili.

Í tilboðsbók C er tekið við áskriftum að kaupverði yfir kr. 10.000.000 á verði sem skal að lágmarki vera 1,38 kr. pr. hlut. Ekkert hámarksverð er tilgreint í tilboðsbók C. Fjárfestar skulu tilgreina hámarksverð áskriftar sinnar og verða allir hlutir í tilboðsbók C seldir á sama verði. Heimavellir vænta þess að viðskipti með hlutabréf félagsins á Aðalmarkaði geti hafist hinn 25. maí 2018 hið fyrsta.

Skráning áskrifta

Íslandsbanki er ráðgjafi Heimavalla hf. varðandi skráningu félagins en Landsbankinn er söluaðili útboðsins.

Áskriftir skal skrá rafrænt á sérstöku áskriftarformi sem verður aðgengilegt í gegnum vef Landsbankans við upphaf útboðs.

Starfsmönnum og stjórnendum Íslandsbanka og aðilum fjárhagslega tengdum þeim, er heimilt að taka þátt í útboðinu með sömu skilmálum og allur almenningur. Um þátttöku í útboðinu fer almennt skv. Reglum Íslandsbanka um viðskipti starfsmanna með fjármálagerninga, dagsettum 11. janúar 2018. Starfsmönnum er bent á að slíkar heimildir eru á ábyrgð starfsmanna sjálfra og eru veittar fram til kl. 14 hvern virkan dag.

Fjárfestar eru minntir á að kaup á hlutabréfum eru í eðli sínu áhættufjárfesting og að þátttaka í útboðinu er skuldbindandi.

Nánari upplýsingar

Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér upplýsingar um Heimavelli og skilmála almenna útboðsins í lýsingu Heimavalla, dagsettri 23. apríl 2018, sem aðgengileg er vefsíðu Heimavalla.

Nýjustu fréttir

Þjóðhagsspá Íslandsbanka

24.05.2018
Eftir allhraðan hagvöxt um miðbik áratugarins er tekið að líða á hagsveifluna. Dregið hefur úr hagvexti og aflgjafar vaxtar eru í sívaxandi mæli...Nánar

Ný skýrsla um fjármál HM

24.05.2018
Heimsmeistaramótið mun kosta Rússa að lágmarki 1.200 milljarða króna.Nánar

Fyrsta skóflustungan á Kirkjusandi

23.05.2018
Í dag var tekin fyrsta skóflustungan að nýju viðskipta- og íbúðahverfi á Kirkjusandi Nánar

Útibú á Selfossi opnar eftir endurbætur

14.05.2018
Hönnun og virkni í nýju útibúi taka mið af breyttum áherslum. Nánar

Íslandsbanki hf.: Fyrsta árshlutauppgjör Íslandsbanka 2018

08.05.2018 - Kauphöll
Hagnaður eftir skatta var 2,1 ma. kr. (1F17: 3,0 ma.kr.) og var arðsemi eigin fjár 4,8% á fjórðungnum (1F17: 7,0%). Hagnaður af reglulegri starfsemi...Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

04.05.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi 4.maí. Stjörnumerktir liðir merkja breytingar frá síðustu verðskráNánar

Almennt útboð Heimavalla hf.

04.05.2018
Almennt útboð á allt að 900.000.000 nýrra hluta í Heimavöllum hf. fer fram frá kl. 10.00 þann 7. maí til kl. 16.00 þann 8. maí 2018. Nánar
Netspjall