Almennt útboð Heimavalla hf.

04.05.2018

Almennt útboð á allt að 900.000.000 nýrra hluta í Heimavöllum hf. fer fram frá kl. 10.00 þann 7. maí til kl. 16.00 þann 8. maí 2018.

Útboðið skiptist í þrjár tilboðsbækur, A, B og C. Tilboðsbækurnar eru ólíkar hvað varðar verðlagningu, stærð áskrifta og úthlutunarreglur.

Í tilboðsbók A geta fjárfestar skráð sig fyrir áskriftum að kaupverði kr. 100.000 til kr. 500.000. Allir hlutir í tilboðsbók A verða seldir á sama verði sem verður 5% lægra en endanlegt útboðsgengi tilboðsbókar B.

Í tilboðsbók B er tekið við áskriftum að kaupverði frá kr. 550.000 til kr. 10.000.000 sem skulu vera á verðbilinu 1,38 – 1,71 kr. pr. hlut. Allir hlutir í tilboðsbók B verða seldir á sama verði sem verður á framangreindu verðbili.

Í tilboðsbók C er tekið við áskriftum að kaupverði yfir kr. 10.000.000 á verði sem skal að lágmarki vera 1,38 kr. pr. hlut. Ekkert hámarksverð er tilgreint í tilboðsbók C. Fjárfestar skulu tilgreina hámarksverð áskriftar sinnar og verða allir hlutir í tilboðsbók C seldir á sama verði. Heimavellir vænta þess að viðskipti með hlutabréf félagsins á Aðalmarkaði geti hafist hinn 25. maí 2018 hið fyrsta.

Skráning áskrifta

Íslandsbanki er ráðgjafi Heimavalla hf. varðandi skráningu félagins en Landsbankinn er söluaðili útboðsins.

Áskriftir skal skrá rafrænt á sérstöku áskriftarformi sem verður aðgengilegt í gegnum vef Landsbankans við upphaf útboðs.

Starfsmönnum og stjórnendum Íslandsbanka og aðilum fjárhagslega tengdum þeim, er heimilt að taka þátt í útboðinu með sömu skilmálum og allur almenningur. Um þátttöku í útboðinu fer almennt skv. Reglum Íslandsbanka um viðskipti starfsmanna með fjármálagerninga, dagsettum 11. janúar 2018. Starfsmönnum er bent á að slíkar heimildir eru á ábyrgð starfsmanna sjálfra og eru veittar fram til kl. 14 hvern virkan dag.

Fjárfestar eru minntir á að kaup á hlutabréfum eru í eðli sínu áhættufjárfesting og að þátttaka í útboðinu er skuldbindandi.

Nánari upplýsingar

Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér upplýsingar um Heimavelli og skilmála almenna útboðsins í lýsingu Heimavalla, dagsettri 23. apríl 2018, sem aðgengileg er vefsíðu Heimavalla.

Nýjustu fréttir

Islandsbanki hf.: Afkoma fyrri árshelmings 2018

01.08.2018 - Kauphöll
Rekstur bankans á fyrri helmingi ársins var umfram væntingar og skilaði bankinn hagnaði upp á 7,1 milljarð króna sem er 8,2% arðsemi eigin fjár á...Nánar

JóiPé og Króli hita upp fyrir skemmtiskokk

27.07.2018
Skemmtiskokk er tilvalið fyrir þá sem vilja taka þátt og koma blóðinu á örlitla hreyfingu. Tvær vegalengdir verða í boði í skemmtiskokkinu, 600 m og 3...Nánar

Islandsbanki hf.: Afkoma fyrri árshelmings 2018 birt fyrir opnun markaða fimmtudaginn 2. ágúst

26.07.2018 - Kauphöll
Íslandsbanki mun birta afkomu fyrri árshelmings 2018 fyrir opnun markaða, fimmtudaginn 2. ágústNánar

Islandsbanki hf.: S&P Global Ratings staðfestir lánshæfismat í BBB+/A-2 með stöðugum horfum

17.07.2018 - Kauphöll
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) hefur í dag staðfest lánshæfismat Íslandsbanka í BBB+/A-2 með stöðugum horfum. Nánar

Ný lög um persónuvernd taka gildi

13.07.2018
Sunnudaginn 15. júlí taka ný lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga gildi hér á landi. Nánar

Íslandsbanki besti bankinn að mati Euromoney

11.07.2018
Alþjóðlega fjármálatímaritið Euromoney hefur valið Íslandsbanka besta bankann á Íslandi árið 2018. Nánar

Íslandsbanki styrkir alþjóðlegt hjálparstarf Rauða krossins

02.07.2018
Á hverju ári aðstoða hundruð starfsmanna góðgerðarfélög. Nánar
Netspjall