Almennt útboð Heimavalla hf.

04.05.2018

Almennt útboð á allt að 900.000.000 nýrra hluta í Heimavöllum hf. fer fram frá kl. 10.00 þann 7. maí til kl. 16.00 þann 8. maí 2018.

Útboðið skiptist í þrjár tilboðsbækur, A, B og C. Tilboðsbækurnar eru ólíkar hvað varðar verðlagningu, stærð áskrifta og úthlutunarreglur.

Í tilboðsbók A geta fjárfestar skráð sig fyrir áskriftum að kaupverði kr. 100.000 til kr. 500.000. Allir hlutir í tilboðsbók A verða seldir á sama verði sem verður 5% lægra en endanlegt útboðsgengi tilboðsbókar B.

Í tilboðsbók B er tekið við áskriftum að kaupverði frá kr. 550.000 til kr. 10.000.000 sem skulu vera á verðbilinu 1,38 – 1,71 kr. pr. hlut. Allir hlutir í tilboðsbók B verða seldir á sama verði sem verður á framangreindu verðbili.

Í tilboðsbók C er tekið við áskriftum að kaupverði yfir kr. 10.000.000 á verði sem skal að lágmarki vera 1,38 kr. pr. hlut. Ekkert hámarksverð er tilgreint í tilboðsbók C. Fjárfestar skulu tilgreina hámarksverð áskriftar sinnar og verða allir hlutir í tilboðsbók C seldir á sama verði. Heimavellir vænta þess að viðskipti með hlutabréf félagsins á Aðalmarkaði geti hafist hinn 25. maí 2018 hið fyrsta.

Skráning áskrifta

Íslandsbanki er ráðgjafi Heimavalla hf. varðandi skráningu félagins en Landsbankinn er söluaðili útboðsins.

Áskriftir skal skrá rafrænt á sérstöku áskriftarformi sem verður aðgengilegt í gegnum vef Landsbankans við upphaf útboðs.

Starfsmönnum og stjórnendum Íslandsbanka og aðilum fjárhagslega tengdum þeim, er heimilt að taka þátt í útboðinu með sömu skilmálum og allur almenningur. Um þátttöku í útboðinu fer almennt skv. Reglum Íslandsbanka um viðskipti starfsmanna með fjármálagerninga, dagsettum 11. janúar 2018. Starfsmönnum er bent á að slíkar heimildir eru á ábyrgð starfsmanna sjálfra og eru veittar fram til kl. 14 hvern virkan dag.

Fjárfestar eru minntir á að kaup á hlutabréfum eru í eðli sínu áhættufjárfesting og að þátttaka í útboðinu er skuldbindandi.

Nánari upplýsingar

Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér upplýsingar um Heimavelli og skilmála almenna útboðsins í lýsingu Heimavalla, dagsettri 23. apríl 2018, sem aðgengileg er vefsíðu Heimavalla.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall