Öflugt fræðslustarf

08.03.2018

Yfir 6000 manns hafa sótt fundi Íslandsbanka um fjármál við starfslok og enn stærri hópur hefur horft á efnið a heimasíðu Íslandsbanka. Rík þörf var á fræðslu um málaflokkinn en nýlega tók við gjörbreytt lífeyriskerfi Tryggingastofnunar ríkisins og margir lífeyrisþegar óvissir um stöðu sína.

Á síðustu þremur árum hefur bankinn haldið yfir 300 fræðslufundi um ólík málefni sem tengjast fjármálum. Einnig hefur bankinn haldið fundi um jafnréttismál sem hafa verið vel sóttir enda hluti af samfélagsábyrgð bankans að vera hreyfiafl til góðra verka. Hátt í 20.000 manns hafa sótt fundi bankans.

Á haustmánuðum hóf bankinn að framleiða myndbönd tengd fjármálum fyrir samfélagsmiðla sem hafa fengið gríðarlega góð viðbrögð. Áhorf á myndböndin í heild eru nú 150.000 talsins en þættirnir hafa meðal annars fjallað um fjármál hins opinbera, húsnæðismarkaðinn og fjármál í fótbolta.

Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslandsbanka:

 „Fræðslustarfið hefur verið mikilvægur þáttur af starfsemi bankans til að auka áhuga og þekkingu á fjármálum með aðgengilegu, skemmtilegu og áhugaverðu efni. Við bregðumst hratt við mikilvægum tíðindum í efnahagslífinu með örskýringum á mannamáli og fáum til okkar fagfólk í umræðuþætti. Einnig höfum við tekið á móti gestum og heimsótt fyrirtæki með fræðsluefnið okkar sem hefur verið afar vel tekið. Við erum spennt að framleiða meira af öflugu efni sem við teljum vera hluta af því að veita góða þjónustu.“

 Hér má sjá sjónvarp Íslandsbanka

Nýjustu fréttir

Reikningsyfirlit uppfærast eftir helgina

16.09.2018 - Sopra
Reikningsyfirlit viðskiptavina Íslandsbanka uppfærast síðdegis á morgun, mánudag. Við biðjumst velvirðingar á óþægindunum. Nánar

Efnahagsleg áhrif lítilla og meðalstórra fyrirtækja

12.09.2018
Efnahagur og fjárhagur lítilla og meðalstórra fyrirtækja hefur batnað verulega á undanförnum árum.Nánar

Skert þjónusta dagana 14. - 17. september

10.09.2018 - Sopra
Skert þjónusta verður í netbanka einstaklinga og fyrirtækja og appi Íslandsbanka dagana 14. -17. september vegna innleiðingar á nýju grunnkerfi hjá...Nánar

Innborgun á kreditkort tekur við af AB gíró

27.08.2018
Um mánaðarmótin ágúst-september verður aðgerðin Greiðslur > AB gíró aflögð í netbankaNánar

Islandsbanki hf.: Íslandsbanki gefur út víkjandi skuldabréf að fjárhæð 500 milljónir sænskra króna til 10 ára

24.08.2018 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 500 milljónir sænskra króna til 10 ára með innköllunarheimild af hálfu útgefanda eftir 5 ár...Nánar

155 milljónir í hlaupastyrk

21.08.2018
Íslandsbanki þakkar þeim sem hlupu, þeim sem hvöttu og þeim sem styrktu góð málefni. Nánar

Islandsbanki hf.: Afkoma fyrri árshelmings 2018

01.08.2018 - Kauphöll
Rekstur bankans á fyrri helmingi ársins var umfram væntingar og skilaði bankinn hagnaði upp á 7,1 milljarð króna sem er 8,2% arðsemi eigin fjár á...Nánar
Netspjall