Öflugt fræðslustarf

08.03.2018

Yfir 6000 manns hafa sótt fundi Íslandsbanka um fjármál við starfslok og enn stærri hópur hefur horft á efnið a heimasíðu Íslandsbanka. Rík þörf var á fræðslu um málaflokkinn en nýlega tók við gjörbreytt lífeyriskerfi Tryggingastofnunar ríkisins og margir lífeyrisþegar óvissir um stöðu sína.

Á síðustu þremur árum hefur bankinn haldið yfir 300 fræðslufundi um ólík málefni sem tengjast fjármálum. Einnig hefur bankinn haldið fundi um jafnréttismál sem hafa verið vel sóttir enda hluti af samfélagsábyrgð bankans að vera hreyfiafl til góðra verka. Hátt í 20.000 manns hafa sótt fundi bankans.

Á haustmánuðum hóf bankinn að framleiða myndbönd tengd fjármálum fyrir samfélagsmiðla sem hafa fengið gríðarlega góð viðbrögð. Áhorf á myndböndin í heild eru nú 150.000 talsins en þættirnir hafa meðal annars fjallað um fjármál hins opinbera, húsnæðismarkaðinn og fjármál í fótbolta.

Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslandsbanka:

 „Fræðslustarfið hefur verið mikilvægur þáttur af starfsemi bankans til að auka áhuga og þekkingu á fjármálum með aðgengilegu, skemmtilegu og áhugaverðu efni. Við bregðumst hratt við mikilvægum tíðindum í efnahagslífinu með örskýringum á mannamáli og fáum til okkar fagfólk í umræðuþætti. Einnig höfum við tekið á móti gestum og heimsótt fyrirtæki með fræðsluefnið okkar sem hefur verið afar vel tekið. Við erum spennt að framleiða meira af öflugu efni sem við teljum vera hluta af því að veita góða þjónustu.“

 Hér má sjá sjónvarp Íslandsbanka

Nýjustu fréttir

Öflugt fræðslustarf

08.03.2018
Fræðslustarf Íslandsbanka er mikilvægur þáttur í því að veita góða þjónustu. Nánar

Tryggingarsjóður innstæðueigenda semur við Íslandsbanka

01.03.2018
Undirritaður var samningur milli Íslandsbanka og Tryggingarsjóðs innstæðueigenda (TIF) um stýringu á erlendum eignum TIF næstu þrjú árin. Fimm...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2018

01.03.2018
Aðalfundur Íslandsbanka hf. verður haldinn fimmtudaginn 22. mars 2018 kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans, Norðurturni, Hagasmára 3, KópavogiNánar

Ársuppgjör Íslandssjóða 2017

22.02.2018 - Fréttir Íslandssjóðir - Markaðsfókus Íslandssjóða
Íslandssjóðir hf. högnuðust um 183 milljónir árið 2017 og námu hreinar rekstrartekjur 1.354 milljónum. Árið einkenndist af vexti og uppbyggingu í...Nánar

Fleiri konur stýra peningum

22.02.2018
Stjórnendur eru 50% konur og 50% karlar og í stjórn bankans eru 57% konur og 43% karlar. Nánar

Bílaleigumarkaðurinn heldur áfram að vaxa

20.02.2018 - Fréttir Ergo
Bílaleigumarkaðurinn hélt áfram að vaxa árið 2017. Fjöldi bílaleigubíla var um 25.000 yfir hásumarið 2017 og var það 20% aukning frá árinu 2016 þegar...Nánar

Skýrslur ársins 2017

14.02.2018 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársreikning, ársskýrslu, áhættuskýrslu (Pillar 3) og samfélagsskýrslu Nánar
Netspjall