Tryggingarsjóður innstæðueigenda semur við Íslandsbanka

01.03.2018

Undirritaður var samningur milli Íslandsbanka og Tryggingarsjóðs innstæðueigenda (TIF) um stýringu á erlendum eignum TIF næstu þrjú árin. Fimm eignastýrendur tóku þátt

í útboðsferli um að stýra erlendum eignum TIF og voru tveir aðilar voru valdir eftir vandað útboðsferli. Við mat á tilboðum voru ýmsir þættir lagðir til grundvallar við val á
eignastýranda m.a. stöðugleiki rekstrar, kostnaður, árangursmat og sjálfstætt mat TIF.

Íslandssjóðir, dótturfyrirtæki Íslandsbanka, mun annast stýringu eignanna sem verða um 4 ma. kr. Íslandssjóðir er elsta rekstrarfélag á Íslandi með 250 ma. kr. í eignastýringu
og rekur m.a. 26 verðbréfa- og fjárfestingasjóði.

Niðurstaða útboðsins er mikil viðurkenning fyrir Íslandsbanka og mun efla enn frekar eignastýringu erlenda eigna sem hafa vaxið hratt eftir afléttingu gjaldeyrishafta á síðasta ári.

Nýjustu fréttir

Reikningsyfirlit uppfærast eftir helgina

16.09.2018 - Sopra
Reikningsyfirlit viðskiptavina Íslandsbanka uppfærast síðdegis á morgun, mánudag. Við biðjumst velvirðingar á óþægindunum. Nánar

Efnahagsleg áhrif lítilla og meðalstórra fyrirtækja

12.09.2018
Efnahagur og fjárhagur lítilla og meðalstórra fyrirtækja hefur batnað verulega á undanförnum árum.Nánar

Skert þjónusta dagana 14. - 17. september

10.09.2018 - Sopra
Skert þjónusta verður í netbanka einstaklinga og fyrirtækja og appi Íslandsbanka dagana 14. -17. september vegna innleiðingar á nýju grunnkerfi hjá...Nánar

Innborgun á kreditkort tekur við af AB gíró

27.08.2018
Um mánaðarmótin ágúst-september verður aðgerðin Greiðslur > AB gíró aflögð í netbankaNánar

Islandsbanki hf.: Íslandsbanki gefur út víkjandi skuldabréf að fjárhæð 500 milljónir sænskra króna til 10 ára

24.08.2018 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 500 milljónir sænskra króna til 10 ára með innköllunarheimild af hálfu útgefanda eftir 5 ár...Nánar

155 milljónir í hlaupastyrk

21.08.2018
Íslandsbanki þakkar þeim sem hlupu, þeim sem hvöttu og þeim sem styrktu góð málefni. Nánar

Islandsbanki hf.: Afkoma fyrri árshelmings 2018

01.08.2018 - Kauphöll
Rekstur bankans á fyrri helmingi ársins var umfram væntingar og skilaði bankinn hagnaði upp á 7,1 milljarð króna sem er 8,2% arðsemi eigin fjár á...Nánar
Netspjall