Fleiri konur stýra peningum

22.02.2018

Íslandssjóðir, eignastýringarfyrirtæki og dótturfélag Íslandsbanka, hefur undanfarin ár unnið markvisst að því að auka hlutfall kvenna sem fara fyrir fjármunum í eignastýringu. Árið 2016 settu Íslandssjóðir sér markmið um að fjölga konum sem stýra fjármunum, bera ábyrgð á fjárfestingum og áhættu sem tengist þeim og taka ákvarðanir um ráðstöfun peninga í daglegum störfum sínum sem sjóðsstjórar, safnastjórar og stjórnendur fjárfestingarfélaga. Í dag eru þær konur sem starfa við fjárfestingar níu talsins af þeim 20 sem starfa hjá félaginu en árið 2016 voru konurnar aðeins tvær. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri samfélagsskýrslu Íslandsbanka.

Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða:

„Ég er algjörlega sannfærður um að jafnvægi í kynjahlutfalli er nauðsynlegur liður í að hámarka árangur og ánægju á vinnustaðnum. Kvennavinnustaðir og karlavinnustaðir eru einfaldlega of einsleitir. Að hafa jöfn hlutföll öflugra karla og kvenna kallar fram betri hliðar hjá flestum, sem hefur skýr áhrif á starfsánægju, árangur sem fólk nær í starfi og hollustu gagnvart vinnustaðnum. Við settum okkur því markmið um að vinna markvisst að því að bæta þetta hlutfall. Starfsánægja hjá Íslandssjóðum er mæld reglulega og það er gaman að sjá hana mælast í sögulegu hágildi nú þegar kynjahlutföll í félaginu eru um 50/50 í fyrsta skipti í áraraðir.“

Íslandsbanki leggur mikla áherslu á jafnrétti kynjanna og nýtir til jafns styrkleika kvenna og karla. Í auglýsingum eru störf ókyngreind og ef karl og kona eru í lokaúrtaki um starf og þau eru jafn hæf er leitast við að ráða það kyn sem hallar á. Stefnt er að því að hafa sem jafnast hlutfall kynja á sviðum, deildum, nefndum, ráðum og stjórnum sem og í stjórnendastöðum.

Starfsmenn Íslandsbanka eru um 900 talsins og eru 65% konur og 35% karlar. Kynjahlutfall í framkvæmdastjórn er 57% konur og 43% karlar að bankastjóra meðtöldum. Stjórnendur eru 50% konur og 50% karlar og í stjórn bankans eru 57% konur og 43% karlar. Jafnrétti er eitt af verkefnum samfélagsábyrgðar bankans, Heildunar, og hefur mikill árangur náðst í að auka kynjafnvægi í störfum bankans. Bankinn hefur hlotið Hvatningarverðlaun jafnréttismála og er með Gullmerki jafnlaunaúttektar PwC.

Íslandsbanki hefur lagt mikla áherslu á að kynna jafnréttisstefnu bankans fyrir nýjum starfsmönnum og stjórnendum til að tryggja þekkingu á áherslum fyrirtækisins strax í upphafi. Bankinn vill jafnframt vera öðrum fyrirtækjum fyrirmynd í jafnréttismálum og hefur hann tekið þátt í ráðstefnum og fundum um málaflokkinn. Þá hefur Íslandsbanki skrifað undir Jafnréttissáttmála UN Women og UN Global Compact. Íslandsbanki leitast einnig við að hafa jákvæð áhrif á jafnréttisumræðu í samfélaginu og hefur, í samvinnu við Ungar athafnakonur, haldið vel sótta fundi um jafnréttismál þar sem stjórnendur innan bankans og utan miðluðu reynslu sinni og áskorunum. Íslandsbanki og Samtök atvinnulífsins stóðu einnig á árinu fyrir fundi sem bar heitið „Erum við forystuþjóð“, þar sem fjallað var um jafnréttismál í atvinnulífinu. Jafnframt má taka fram að Íslandsbanki er aðalstyrktaraðili FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu.  

Nýjustu fréttir

Öflugt fræðslustarf

08.03.2018
Fræðslustarf Íslandsbanka er mikilvægur þáttur í því að veita góða þjónustu. Nánar

Tryggingarsjóður innstæðueigenda semur við Íslandsbanka

01.03.2018
Undirritaður var samningur milli Íslandsbanka og Tryggingarsjóðs innstæðueigenda (TIF) um stýringu á erlendum eignum TIF næstu þrjú árin. Fimm...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2018

01.03.2018
Aðalfundur Íslandsbanka hf. verður haldinn fimmtudaginn 22. mars 2018 kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans, Norðurturni, Hagasmára 3, KópavogiNánar

Ársuppgjör Íslandssjóða 2017

22.02.2018 - Fréttir Íslandssjóðir - Markaðsfókus Íslandssjóða
Íslandssjóðir hf. högnuðust um 183 milljónir árið 2017 og námu hreinar rekstrartekjur 1.354 milljónum. Árið einkenndist af vexti og uppbyggingu í...Nánar

Fleiri konur stýra peningum

22.02.2018
Stjórnendur eru 50% konur og 50% karlar og í stjórn bankans eru 57% konur og 43% karlar. Nánar

Bílaleigumarkaðurinn heldur áfram að vaxa

20.02.2018 - Fréttir Ergo
Bílaleigumarkaðurinn hélt áfram að vaxa árið 2017. Fjöldi bílaleigubíla var um 25.000 yfir hásumarið 2017 og var það 20% aukning frá árinu 2016 þegar...Nánar

Skýrslur ársins 2017

14.02.2018 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársreikning, ársskýrslu, áhættuskýrslu (Pillar 3) og samfélagsskýrslu Nánar
Netspjall