Fleiri konur stýra peningum

22.02.2018

Íslandssjóðir, eignastýringarfyrirtæki og dótturfélag Íslandsbanka, hefur undanfarin ár unnið markvisst að því að auka hlutfall kvenna sem fara fyrir fjármunum í eignastýringu. Árið 2016 settu Íslandssjóðir sér markmið um að fjölga konum sem stýra fjármunum, bera ábyrgð á fjárfestingum og áhættu sem tengist þeim og taka ákvarðanir um ráðstöfun peninga í daglegum störfum sínum sem sjóðsstjórar, safnastjórar og stjórnendur fjárfestingarfélaga. Í dag eru þær konur sem starfa við fjárfestingar níu talsins af þeim 20 sem starfa hjá félaginu en árið 2016 voru konurnar aðeins tvær. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri samfélagsskýrslu Íslandsbanka.

Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða:

„Ég er algjörlega sannfærður um að jafnvægi í kynjahlutfalli er nauðsynlegur liður í að hámarka árangur og ánægju á vinnustaðnum. Kvennavinnustaðir og karlavinnustaðir eru einfaldlega of einsleitir. Að hafa jöfn hlutföll öflugra karla og kvenna kallar fram betri hliðar hjá flestum, sem hefur skýr áhrif á starfsánægju, árangur sem fólk nær í starfi og hollustu gagnvart vinnustaðnum. Við settum okkur því markmið um að vinna markvisst að því að bæta þetta hlutfall. Starfsánægja hjá Íslandssjóðum er mæld reglulega og það er gaman að sjá hana mælast í sögulegu hágildi nú þegar kynjahlutföll í félaginu eru um 50/50 í fyrsta skipti í áraraðir.“

Íslandsbanki leggur mikla áherslu á jafnrétti kynjanna og nýtir til jafns styrkleika kvenna og karla. Í auglýsingum eru störf ókyngreind og ef karl og kona eru í lokaúrtaki um starf og þau eru jafn hæf er leitast við að ráða það kyn sem hallar á. Stefnt er að því að hafa sem jafnast hlutfall kynja á sviðum, deildum, nefndum, ráðum og stjórnum sem og í stjórnendastöðum.

Starfsmenn Íslandsbanka eru um 900 talsins og eru 65% konur og 35% karlar. Kynjahlutfall í framkvæmdastjórn er 57% konur og 43% karlar að bankastjóra meðtöldum. Stjórnendur eru 50% konur og 50% karlar og í stjórn bankans eru 57% konur og 43% karlar. Jafnrétti er eitt af verkefnum samfélagsábyrgðar bankans, Heildunar, og hefur mikill árangur náðst í að auka kynjafnvægi í störfum bankans. Bankinn hefur hlotið Hvatningarverðlaun jafnréttismála og er með Gullmerki jafnlaunaúttektar PwC.

Íslandsbanki hefur lagt mikla áherslu á að kynna jafnréttisstefnu bankans fyrir nýjum starfsmönnum og stjórnendum til að tryggja þekkingu á áherslum fyrirtækisins strax í upphafi. Bankinn vill jafnframt vera öðrum fyrirtækjum fyrirmynd í jafnréttismálum og hefur hann tekið þátt í ráðstefnum og fundum um málaflokkinn. Þá hefur Íslandsbanki skrifað undir Jafnréttissáttmála UN Women og UN Global Compact. Íslandsbanki leitast einnig við að hafa jákvæð áhrif á jafnréttisumræðu í samfélaginu og hefur, í samvinnu við Ungar athafnakonur, haldið vel sótta fundi um jafnréttismál þar sem stjórnendur innan bankans og utan miðluðu reynslu sinni og áskorunum. Íslandsbanki og Samtök atvinnulífsins stóðu einnig á árinu fyrir fundi sem bar heitið „Erum við forystuþjóð“, þar sem fjallað var um jafnréttismál í atvinnulífinu. Jafnframt má taka fram að Íslandsbanki er aðalstyrktaraðili FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu.  

Nýjustu fréttir

Íslenskir leikarar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka

22.06.2018
Í dag fer af stað stærsta herferð Íslandsbanka á árinu sem er fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og hlaupastyrk þar sem hægt er að leggja góðum...Nánar

Ný skýrsla um íslensk sveitarfélög

20.06.2018
Rekstrarniðurstaða samstæðu sveitarfélaganna nam 41,5 mö. kr. á árinu 2017 og jókst um 9,6% á milli ára. Nánar

Tökum daginn snemma vegna HM

19.06.2018
Öll útibú Íslandsbanka munu opna kl.8:00 þann dag en bankinn mun loka kl.15.00 svo starfsfólk geti horft á leikinn með sínu fólki.Nánar

Íslandsbanki veitir þrettán námsstyrki

15.06.2018
Þrettán námsmenn hljóta námsstyrk frá Íslandsbanka 2018. Námsmennirnir eru úr framhalds- og háskólum og voru valdir úr hópi 300 umsækjenda.Nánar

Ný skýrsla um fjármál HM

15.06.2018
Heimsmeistaramótið mun kosta Rússa að lágmarki 1.200 milljarða króna.Nánar

HB Grandi hf. - Lánsfjármögnun frystitogara og endurfjármögnun eldri lána

14.06.2018
Íslandsbanki er umsjónaraðili 190 milljóna evra sambankaláns til handa HB Granda þar sem tilgangurinn er að fjármagna nýjan frystitogara og...Nánar

Yfirtökutilbð til hluthafa HB Granda hf.

28.05.2018
Íslandsbanki hefur verið ráðinn umsjónaraðili með yfirtökutilboðinu fyrir hönd tilboðsgjafa. Nánar
Netspjall