Bílaleigumarkaðurinn heldur áfram að vaxa

20.02.2018 - Fréttir Ergo

Bílaleigumarkaðurinn hélt áfram að vaxa árið 2017. Fjöldi bílaleigubíla var um 25.000 yfir hásumarið 2017 og var það 20% aukning frá árinu 2016 þegar þeir voru um 20.800 talsins, en á sama tíma jókst ferðamannafjöldi um rúm 24%. Þetta kemur fram nýju efni frá Ergo. Samtals hefur bílaleiguflotinn fimmfaldað sig að stærð frá árinu 2007 og er nú að nálgast það að nema um 10% af heildar bílaflota landsins. Gert er ráð fyrir um 11% fjölgun ferðamanna á árinu 2018, en óljóst hvort bílaleiguflotinn muni halda áfram að stækka eða standa í stað.

 

Fjöldi bílaleigubíla á Íslandi, þróun frá 2006 (heimild Samgöngustofa):

Fjöldi Bílaleigubílaá Íslandi, þróun frá 2006 (heimild Samgöngustofa)

Fjöldi bílaleigufyrirtækja jókst einnig og fyrirtækin stækkuðu. Það voru um 113 rekstraraðilar á markaðnum á síðasta ári miðað við 104 árið áður, en þó með mismikil umsvif. Þannig voru aðeins 42 af þessum 113 sem voru skráðir með 50 bíla eða fleiri í rekstri og er það næstum því tvöföldun frá árinu 2014 þegar það voru aðeins 23 aðilar sem féllu undir þessa stærðarflokkun.

Miðað við fjölda bíla eru það allra stærstu rekstraraðilarnir sem eru ráðandi, en samtals eiga 10 stærstu fyrirtækin um 75% af öllum bílum sem eru í bílaleiguflotanum. Sé það teygt upp í 20 stærstu fyrirtækin þá eiga þau um 88% af bílaleiguflotanum, og því er ljóst að restin eða 12% skiptist á hendur margra minni aðila.

Bílaleiguflotinn hélt áfram að yngjast á síðasta ári og var 68% hlutfall bílanna af 2016 og 2017 árgerð, og 92% flotans 5 ára gamlir bílar eða yngri. Litlar breytingar urðu á samsetningu flotans að öðru leyti, til dæmis með tilliti til tegundaskiptingar og annars, og áfram var skipting milli orkugjafa sú sama og undanfarin ár - eða bensín 54%, dísel 45% og aðrir orkugjafar aðeins 1%.

 

Fjöldi bílaleigufyrirtækja með 50 bíla eða fleiri í rekstri (heimild Samgöngustofa):

Fjöldi bílaleigufyrirtækja með 50 bíla eða fleiri í rekstri (heimild Samgöngustofa)

 

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall