Ný skýrsla um íbúðamarkaðinn á Norðurlandi

17.01.2018

Velta á fasteignamarkaðnum á Akureyri jókst um 14% á árinu 2017 og nam 26 milljörðum króna en jókst um 27% á árinu 2016. Frá þriðja ársfjórðungi 2016 til þriðja ársfjórðungs 2017 hækkaði nafnverð íbúðarhúsnæðis í fjölbýli á Akureyri um 22%. Meðalstaðgreiðsluverð á fermetra á þriðja ársfjórðungi 2017 í notuðu fjölbýli var 312 þúsund krónur á fermetra. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin var af Reykjavík Economics fyrir Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn á Norðurlandi.

Skýrslan var kynnt fyrir fullum sal í Hofi í morgun þar sem Magnús Árni Skúlason, höfundur skýrslunnar, fór yfir helstu atriði og svaraði spurningum.

Skýrsluna má lesa í heild sinni hér.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall