Kass og Nýherji

18.12.2017

Viðskiptavinir Nýherja geta nú notað Kass greiðsluapp í netverslun þess. Þessi nýjung gerir viðskiptavinum kleift að greiða með einföldum og skjótum hætti fyrir vörur og lausnir, með því að skrá inn símanúmer á greiðslusíðunni og staðfesta greiðslu í Kass appinu. Nýherji er fyrsta raftækjaverslunin sem býður þennan valmöguleika.

„Samstarf við Nýherja er okkur ákaflega ánægjulegt þar sem fyrirtækið hefur verið í fararbroddi í upplýsingatækni í áratugi. Við vonumst til þess að geta í sameiningu þróað áfram stafrænar lausnir sem nýtast fyrirtækinu og viðskiptavinum þeirra. Einfaldleiki, hraði og betri notendaupplifun í viðskiptum á netinu skiptir fólk verulegu máli og þar viljum við mæta viðskiptavininum með hröðu og þægilegu greiðsluferli,“ segir Unnur B. Johnsen, vörustjóri Kass.

„Nýherji leggur ríka áherslu á þróun stafrænna lausna til að bæta þjónustuupplifun viðskiptavina. Greiðslulausn Kass mun einfalda og flýta fyrir afgreiðslu í okkar ört vaxandi netverslun og hlökkum við mikið til að vinna með Kass að áframhaldandi þróun greiðslulausna,“ segir Emil Einarsson, framkvæmdastjóri Notendalausna hjá Nýherja

Kass er greiðsluapp þar sem hægt er að nýta til að borga, rukka og splitta greiðslum milli einstaklinga og fyrirtækja á netinu. Í dag er hægt að nota Kass sem greiðsluleið hjá Dominos, Tix.is og Nýherja.

Nýjustu fréttir

Ný íbúðamarkaðsskýrsla

17.10.2018
Íbúðaverð mun hækka um 8,2% árið 2018, að meðaltali frá síðasta ári, 5,5% á því næsta og 4,4,% árið 2020 samkvæmt spá Greiningar Íslandsbanka.Nánar

Bankastjóri í 10 ár

15.10.2018
Birna Einarsdóttir fer yfir fyrstu dagana sem bankastjóri og verkefnin sem tóku við. Nánar

Ný Þjóðhagsspá Greiningar kynnt á Akureyri

08.10.2018
Íslandsbanki heldur fund í Hofi á Akureyri fimmtudaginn 11. október þar sem kynnt verður ný Þjóðhagsspá Greiningar 2018-2020 þar sem m.a. er spáð...Nánar

Snertilausar greiðslur með símanum

04.10.2018
Íslandsbanki kynnir nýja lausn þar sem hægt verður að greiða fyrir verslun og þjónustu í öllum posum með símanum. Nánar

Ný þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka

26.09.2018
Áratugurinn sem nú er að líða hefur verið tími mikilla umbreytinga í íslensku hagkerfi. Eftir mögur ár í kjölfar kreppunnar undir lok síðasta áratugar...Nánar

Reikningsyfirlit uppfærast eftir helgina

16.09.2018 - Sopra
Reikningsyfirlit viðskiptavina Íslandsbanka uppfærast síðdegis á morgun, mánudag. Við biðjumst velvirðingar á óþægindunum. Nánar

Efnahagsleg áhrif lítilla og meðalstórra fyrirtækja

12.09.2018
Efnahagur og fjárhagur lítilla og meðalstórra fyrirtækja hefur batnað verulega á undanförnum árum.Nánar
Netspjall