Kass og Nýherji

18.12.2017

Viðskiptavinir Nýherja geta nú notað Kass greiðsluapp í netverslun þess. Þessi nýjung gerir viðskiptavinum kleift að greiða með einföldum og skjótum hætti fyrir vörur og lausnir, með því að skrá inn símanúmer á greiðslusíðunni og staðfesta greiðslu í Kass appinu. Nýherji er fyrsta raftækjaverslunin sem býður þennan valmöguleika.

„Samstarf við Nýherja er okkur ákaflega ánægjulegt þar sem fyrirtækið hefur verið í fararbroddi í upplýsingatækni í áratugi. Við vonumst til þess að geta í sameiningu þróað áfram stafrænar lausnir sem nýtast fyrirtækinu og viðskiptavinum þeirra. Einfaldleiki, hraði og betri notendaupplifun í viðskiptum á netinu skiptir fólk verulegu máli og þar viljum við mæta viðskiptavininum með hröðu og þægilegu greiðsluferli,“ segir Unnur B. Johnsen, vörustjóri Kass.

„Nýherji leggur ríka áherslu á þróun stafrænna lausna til að bæta þjónustuupplifun viðskiptavina. Greiðslulausn Kass mun einfalda og flýta fyrir afgreiðslu í okkar ört vaxandi netverslun og hlökkum við mikið til að vinna með Kass að áframhaldandi þróun greiðslulausna,“ segir Emil Einarsson, framkvæmdastjóri Notendalausna hjá Nýherja

Kass er greiðsluapp þar sem hægt er að nýta til að borga, rukka og splitta greiðslum milli einstaklinga og fyrirtækja á netinu. Í dag er hægt að nota Kass sem greiðsluleið hjá Dominos, Tix.is og Nýherja.

Nýjustu fréttir

Islandsbanki hf.: S&P Global Ratings staðfestir lánshæfismat í BBB+/A-2 með stöðugum horfum

17.07.2018 - Kauphöll
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings (S&P) hefur í dag staðfest lánshæfismat Íslandsbanka í BBB+/A-2 með stöðugum horfum. Nánar

Ný lög um persónuvernd taka gildi

13.07.2018
Sunnudaginn 15. júlí taka ný lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga gildi hér á landi. Nánar

Íslandsbanki besti bankinn að mati Euromoney

11.07.2018
Alþjóðlega fjármálatímaritið Euromoney hefur valið Íslandsbanka besta bankann á Íslandi árið 2018. Nánar

Íslandsbanki styrkir alþjóðlegt hjálparstarf Rauða krossins

02.07.2018
Á hverju ári aðstoða hundruð starfsmanna góðgerðarfélög. Nánar

Íslenskir leikarar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka

22.06.2018
Í dag fer af stað stærsta herferð Íslandsbanka á árinu sem er fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og hlaupastyrk þar sem hægt er að leggja góðum...Nánar

Ný skýrsla um íslensk sveitarfélög

20.06.2018
Rekstrarniðurstaða samstæðu sveitarfélaganna nam 41,5 mö. kr. á árinu 2017 og jókst um 9,6% á milli ára. Nánar

Tökum daginn snemma vegna HM

19.06.2018
Öll útibú Íslandsbanka munu opna kl.8:00 þann dag en bankinn mun loka kl.15.00 svo starfsfólk geti horft á leikinn með sínu fólki.Nánar
Netspjall