Kass og Nýherji

18.12.2017

Viðskiptavinir Nýherja geta nú notað Kass greiðsluapp í netverslun þess. Þessi nýjung gerir viðskiptavinum kleift að greiða með einföldum og skjótum hætti fyrir vörur og lausnir, með því að skrá inn símanúmer á greiðslusíðunni og staðfesta greiðslu í Kass appinu. Nýherji er fyrsta raftækjaverslunin sem býður þennan valmöguleika.

„Samstarf við Nýherja er okkur ákaflega ánægjulegt þar sem fyrirtækið hefur verið í fararbroddi í upplýsingatækni í áratugi. Við vonumst til þess að geta í sameiningu þróað áfram stafrænar lausnir sem nýtast fyrirtækinu og viðskiptavinum þeirra. Einfaldleiki, hraði og betri notendaupplifun í viðskiptum á netinu skiptir fólk verulegu máli og þar viljum við mæta viðskiptavininum með hröðu og þægilegu greiðsluferli,“ segir Unnur B. Johnsen, vörustjóri Kass.

„Nýherji leggur ríka áherslu á þróun stafrænna lausna til að bæta þjónustuupplifun viðskiptavina. Greiðslulausn Kass mun einfalda og flýta fyrir afgreiðslu í okkar ört vaxandi netverslun og hlökkum við mikið til að vinna með Kass að áframhaldandi þróun greiðslulausna,“ segir Emil Einarsson, framkvæmdastjóri Notendalausna hjá Nýherja

Kass er greiðsluapp þar sem hægt er að nýta til að borga, rukka og splitta greiðslum milli einstaklinga og fyrirtækja á netinu. Í dag er hægt að nota Kass sem greiðsluleið hjá Dominos, Tix.is og Nýherja.

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall