Kass og Nýherji

18.12.2017

Viðskiptavinir Nýherja geta nú notað Kass greiðsluapp í netverslun þess. Þessi nýjung gerir viðskiptavinum kleift að greiða með einföldum og skjótum hætti fyrir vörur og lausnir, með því að skrá inn símanúmer á greiðslusíðunni og staðfesta greiðslu í Kass appinu. Nýherji er fyrsta raftækjaverslunin sem býður þennan valmöguleika.

„Samstarf við Nýherja er okkur ákaflega ánægjulegt þar sem fyrirtækið hefur verið í fararbroddi í upplýsingatækni í áratugi. Við vonumst til þess að geta í sameiningu þróað áfram stafrænar lausnir sem nýtast fyrirtækinu og viðskiptavinum þeirra. Einfaldleiki, hraði og betri notendaupplifun í viðskiptum á netinu skiptir fólk verulegu máli og þar viljum við mæta viðskiptavininum með hröðu og þægilegu greiðsluferli,“ segir Unnur B. Johnsen, vörustjóri Kass.

„Nýherji leggur ríka áherslu á þróun stafrænna lausna til að bæta þjónustuupplifun viðskiptavina. Greiðslulausn Kass mun einfalda og flýta fyrir afgreiðslu í okkar ört vaxandi netverslun og hlökkum við mikið til að vinna með Kass að áframhaldandi þróun greiðslulausna,“ segir Emil Einarsson, framkvæmdastjóri Notendalausna hjá Nýherja

Kass er greiðsluapp þar sem hægt er að nýta til að borga, rukka og splitta greiðslum milli einstaklinga og fyrirtækja á netinu. Í dag er hægt að nota Kass sem greiðsluleið hjá Dominos, Tix.is og Nýherja.

Nýjustu fréttir

Islandsbanki hf.: Íslandsbanki gefur út skuldabréf til 4 ára að fjárhæð 1.000 milljónir sænskra króna

19.04.2018 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 1.000 milljónir sænskra króna (um 11,9 milljarðar íslenskra króna) til 4 ára með...Nánar

Jarðboranir í söluferli

18.04.2018
Ákveðið hefur verið að hefja söluferli á 100% hlut í Jarðborunum hf. Jarðboranir eru í eigu SF III, sem er félag í rekstri Stefnis hf., einkafjárfesta...Nánar

Ný skýrsla um ferðaþjónustuna

11.04.2018
Airbnb er orðið þrisvar sinnum umfangsmeira en öll gistiheimili landsins en á síðasta ári nam velta Airbnb 20 milljörðum króna sem er aukning um 109%...Nánar

Lyf og heilsa kaupir trésmiðjuna Börk

10.04.2018
Eigendur Barkar hf. hafa komist að samkomulagi um sölu á 100% hlut í félaginu til Lyfja og heilsu hf.Nánar

Viðskiptavinir opni ekki sviksamlega pósta

26.03.2018
Íslandsbanki biður viðskiptavini sína um að opna ekki tölvupósta sem sendir hafa verið í nafni Valitors, Mastercard, VISA og JCB eða smella á hlekki...Nánar

Niðurstöður aðalfundur Íslandsbanka 2018

22.03.2018 - Kauphöll
Aðalfundur Íslandsbanka var haldinn í dag, fimmtudaginn 22. mars kl 15:00 í höfuðstöðvum bankans að Hagasmára 3, 201 Kópavogi. Friðrik Sophusson...Nánar

Öflugt fræðslustarf

08.03.2018
Fræðslustarf Íslandsbanka er mikilvægur þáttur í því að veita góða þjónustu. Nánar
Netspjall