Kass og Nýherji

18.12.2017

Viðskiptavinir Nýherja geta nú notað Kass greiðsluapp í netverslun þess. Þessi nýjung gerir viðskiptavinum kleift að greiða með einföldum og skjótum hætti fyrir vörur og lausnir, með því að skrá inn símanúmer á greiðslusíðunni og staðfesta greiðslu í Kass appinu. Nýherji er fyrsta raftækjaverslunin sem býður þennan valmöguleika.

„Samstarf við Nýherja er okkur ákaflega ánægjulegt þar sem fyrirtækið hefur verið í fararbroddi í upplýsingatækni í áratugi. Við vonumst til þess að geta í sameiningu þróað áfram stafrænar lausnir sem nýtast fyrirtækinu og viðskiptavinum þeirra. Einfaldleiki, hraði og betri notendaupplifun í viðskiptum á netinu skiptir fólk verulegu máli og þar viljum við mæta viðskiptavininum með hröðu og þægilegu greiðsluferli,“ segir Unnur B. Johnsen, vörustjóri Kass.

„Nýherji leggur ríka áherslu á þróun stafrænna lausna til að bæta þjónustuupplifun viðskiptavina. Greiðslulausn Kass mun einfalda og flýta fyrir afgreiðslu í okkar ört vaxandi netverslun og hlökkum við mikið til að vinna með Kass að áframhaldandi þróun greiðslulausna,“ segir Emil Einarsson, framkvæmdastjóri Notendalausna hjá Nýherja

Kass er greiðsluapp þar sem hægt er að nýta til að borga, rukka og splitta greiðslum milli einstaklinga og fyrirtækja á netinu. Í dag er hægt að nota Kass sem greiðsluleið hjá Dominos, Tix.is og Nýherja.

Nýjustu fréttir

Ný skýrsla um íbúðamarkaðinn á Norðurlandi

17.01.2018
Velta á fasteignamarkaðnum á Akureyri jókst um 14% á árinu 2017 og nam 26 milljörðum króna en jókst um 27% á árinu 2016. Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

15.01.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi 15.janúar.Nánar

Íslandsbanki hf: Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra á 75 punkta álagi yfir millibankavexti í evrum

12.01.2018 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 38 milljarðar íslenskra króna) til 6 ára með innköllunarheimild af...Nánar

6,47% hlutur í Jarðböðunum til sölu

10.01.2018
Fyrirtækjaráðgjöf annast söluferlið fyrir hönd seljenda. Nánar

Ríkisskuldabréfasjóður Íslandssjóða með hæstu ávöxtunina 2017

05.01.2018 - Fréttir Verðbréfaþjónustu
Ríkiskuldabréfasjóður Íslandssjóða, IS Ríkisskuldabréf löng, náði hæstri ávöxtun allra innlendra sjóða á árinu 2017Nánar

Áramótaþáttur Íslandsbanka

29.12.2017
Viðskipti ársins 2017 voru til umræðu í nýjum þætti Íslandsbanka. Nánar

Til eigenda fyrstu fasteignar

28.12.2017
Þeir sem eiga fyrstu fasteign og eru að nýta viðbótarsparnaðinn til niðurgreiðslu á húsnæðisláni og ætla nýta hann til mitt árs 2027 þurfa að sækja um...Nánar
Netspjall