Íslandsbanki gefur tölvubúnað til Sierra Leone

08.12.2017

Íslandsbanki gaf á dögunum tölvur og tækjabúnað inn á heimili í Sierra Leone. Tveir starfsmenn Íslandsbanka, Írunn Ketilsdóttir og Brynjar Freyr Jónasson, fóru til Sierre Leone og héldu tölvunámskeið fyrir um 70 manns. Þátttakendur voru á aldrinum 14 til 47 ára en um 50% þátttakenda voru í fyrsta skipti að prófa tölvu. Verkefnið var unnið í samstarfi við Aurora velgerðarsjóð.

Meðal þátttakenda voru ungar stúlkur af heimili fyrir munaðarlaus börn þar sem áhersla var lögð á að sýna þeim hvaða tækifæri felast í upplýsingatækni. Einnig voru tölvur afhentar í skóla fyrir fullorðið fólk sem er að fá annað tækifæri til að mennta sig, þá sérstaklega konur sem hafa verið útskúfaðar úr samfélaginu vegna misnotkunar.

Á meðan dvölinni stóð heimsóttu Írunn og Brynjar heimili fyrir munaðarlaus börn í þrígang og kenndu yfir 120 börnum taekwondo og færðu börnunum gjafir.

 Ferðin til Sierre Leone er hluti af einu lykilverkefni bankans sem er Hjálparhönd. Starfsmenn veita þá góðu málefni lið í einn dag á ári en í fyrra tóku 400 starfsmenn þátt. Einnig hefur starfsmaður bankans farið reglulega með Rauða krossinum til svæða þar sem verið er að brúa tæknibilið sem hefur myndast milli þróaðra landa og þróunarlanda.  

Nýjustu fréttir

Eignarhlutur í Borgun í formlegt söluferli

11.01.2019
Stjórn Íslandsbanka hefur tekið ákvörðun um að setja eignarhlut bankans í Borgun í formlegt söluferli.Nánar

Nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár

07.01.2019
Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um verðtryggingu sparifjár og lánsfjár og taka reglurnar gildi þann 1. nóvember næstkomandi. Nánar

Afgreiðslutími yfir jól og áramót

20.12.2018
Útibú Íslandsbanka verða lokuð á aðfangadag,jóladag, annan í jólum og nýársdag.Nánar

Breytingar á verðskrá Íslandsbanka

17.12.2018
Breytingar á verðskrá Íslandsbanka taka gildi þann 17.desember 2018.Nánar

Breyting á Heiðursmerki

11.12.2018
Í febrúar munu vaxtakjör Heiðursmerkis breytast.Nánar

Íslandssjóðir fjárfesta í grænum skuldabréfum Reykjavíkurborgar

07.12.2018
Reykjavíkurborg hefur gefið út grænt skuldabréf til 30 ára fyrir 4,1 milljarð að nafnverði og þannig tekið mikilvægt skref í uppbyggingu markaðar með...Nánar

Ný skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg

04.12.2018
Ísland situr í 17. sæti meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims með um 1,3% hlutdeild og er reiknað með 15% aukningu útflutningsverðmætis árið 2018 og...Nánar
Netspjall